Lífslíkur íslenskra kvenna sem fá brjóstakrabbamein minni en kvenna á Norðurlöndunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2021 19:01 Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinskrár Krabbameinsfélags Íslands. vísir/sigurjón Lífslíkur íslenskra kvenna sem fá brjóstakrabbamein eru heldur minni en kvenna á Norðurlöndunum samkvæmt nýrri rannsókn. Þrettán prósent láta lífið á fyrstu fimm árum eftir greiningu hér á landi. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum hér á landi og að meðaltali greinast 235 konur árlega og er meðalaldur þeirra 62 ár. Krabbameinsskrár á Norðurlöndunum hafa undanfarna mánuði unnið að samanburðarrannsókn þar sem meðal annars voru bornar saman lífslífur kvenna sem greinast með brjótakrabbamein. „Eitt af því sem voru vísbendingar um þar var að horfurnar hjá íslenskum konunum hafi ekki batnað eins mikið og hjá hinum og það er frá 2005 sem er eins og við förum aðeins að dragast aftur úr,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinskrár Krabbameinsfélags Íslands. 87 prósent íslenskra kvenna séu á lífi fimm árum eftir greiningu, samkvæmt rannsókninni. „Það þýðir í raun að þrettán prósent deyja úr sínu meini á fyrstu fimm árunum eftir greiningu,“ segir Laufey. Staðan sé betri á hinum Norðurlöndunum þar sem tíu prósent láti lífið á fyrstu fimm árunum eftir greiningu. „Nema ekki í Danmörku, sem voru lang slökust en eru búin að ná okkur núna,“ segir Laufey. Staðan sé verst og munurinn mestur á Íslandi og hinum Norðurlöndunum ef litið er til kvenna yfir sjötugt. Það sé tvennt sem gæti skýrt þessa þróun. Annars vegar að íslenskar konur séu að greinast seinna en þar til nýlega var ekki skimað fyrir brjóstakrabbameini hjá konum á aldrinum 70 til 74 ára. „Og svo hitt hvort meðferðin sé einhvern veginn öðruvísi hjá þessum eldri konum en yngri og það sé eitthvað ólíkt miðað við hin Noðurlöndin,“ segir Laufey. Fundað hafi verið um málið með landlækni og nú verði kafað ofan í ástæður þróunarinnar. „Það er það næsta sem verður gert og vonandi komust við að niðurstöðu sem allra fyrst,“ segir Laufey. Enda sé þetta áhyggjuefni. „Við erum enn með mjög góðar horfur en þetta er kannski einhver tilhneiging sem er í gangi þarna og það er mikilvægt að við grípum strax inn í og reynum að komast að því hvað er að gerast þarna og strax reyna að snúa þessu við,“ segir Laufey. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum hér á landi og að meðaltali greinast 235 konur árlega og er meðalaldur þeirra 62 ár. Krabbameinsskrár á Norðurlöndunum hafa undanfarna mánuði unnið að samanburðarrannsókn þar sem meðal annars voru bornar saman lífslífur kvenna sem greinast með brjótakrabbamein. „Eitt af því sem voru vísbendingar um þar var að horfurnar hjá íslenskum konunum hafi ekki batnað eins mikið og hjá hinum og það er frá 2005 sem er eins og við förum aðeins að dragast aftur úr,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinskrár Krabbameinsfélags Íslands. 87 prósent íslenskra kvenna séu á lífi fimm árum eftir greiningu, samkvæmt rannsókninni. „Það þýðir í raun að þrettán prósent deyja úr sínu meini á fyrstu fimm árunum eftir greiningu,“ segir Laufey. Staðan sé betri á hinum Norðurlöndunum þar sem tíu prósent láti lífið á fyrstu fimm árunum eftir greiningu. „Nema ekki í Danmörku, sem voru lang slökust en eru búin að ná okkur núna,“ segir Laufey. Staðan sé verst og munurinn mestur á Íslandi og hinum Norðurlöndunum ef litið er til kvenna yfir sjötugt. Það sé tvennt sem gæti skýrt þessa þróun. Annars vegar að íslenskar konur séu að greinast seinna en þar til nýlega var ekki skimað fyrir brjóstakrabbameini hjá konum á aldrinum 70 til 74 ára. „Og svo hitt hvort meðferðin sé einhvern veginn öðruvísi hjá þessum eldri konum en yngri og það sé eitthvað ólíkt miðað við hin Noðurlöndin,“ segir Laufey. Fundað hafi verið um málið með landlækni og nú verði kafað ofan í ástæður þróunarinnar. „Það er það næsta sem verður gert og vonandi komust við að niðurstöðu sem allra fyrst,“ segir Laufey. Enda sé þetta áhyggjuefni. „Við erum enn með mjög góðar horfur en þetta er kannski einhver tilhneiging sem er í gangi þarna og það er mikilvægt að við grípum strax inn í og reynum að komast að því hvað er að gerast þarna og strax reyna að snúa þessu við,“ segir Laufey.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira