Enn finnast grafir frumbyggjabarna í Kanada Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 19:50 Haldin var minninarathöfn eftir að gröf meira en 700 frumbyggjabarna, að því er talið, fannst við heimavistarskóla í síðasta mánuði. AP/Mark Taylor Samtök frumbyggja í Kanada hafa tilkynnt að 182 ómerktar barnagrafir hafi fundist við heimavistarskóla ætluðum börnum af frumbyggjaættum. Frumbyggjasamfélag sem kennir sig við lægri Kootenay sagði í fréttatilkynningu að hún hafi byrjað að nota neðanjarðarradar til að leita að gröfum við St. Eugene's heimavistarskólanum í Bresku-Kólumbíu í fyrra. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Nú hefur sú leit borið árangur en grafirnar 182 fundust á allt að eins metra dýpi. Undanfarna tvo mánuði hafa fjöldagrafir barna af frumbyggjaættum fundist við tvo heimavistarskóla í Kanada. Annars vegar fannst greftrunarstaður meira en 700 barna í júnímánuði og fjöldagröf fannst í maí þar sem líkamsleifar 215 barna fundust. Talið er að líkin tilheyri börnum af Ktunaxaþjóðinni, en íbúar lægri Kootenay eru af þeirri þjóð. Jason Louie, höfðingi lægra Kootenay samfélagsins, segir líkfundinn snerta hann persónulega þar sem hann átti ættingja sem gengu í St. Eugene's heimavistarskólann. Skólinn var rekinn af kaþólsku kirkjunni, í samstarfi við kanadíska ríkið, frá árinu 1912 fram á áttunda áratuginn. „Köllum þetta bara það sem þetta er, þetta er fjöldamorð á frumbyggjum,“ segir Louie í samtali við CBC. „Nasistarnir voru látnir sæta ábyrgð á stríðsglæpum sínum. Ég sé engan mun á því og að hafa uppi á prestunum, nunnunum og munkunum, sem bera ábyrgð á þessu fjöldamorði, svo þau geti sætt ábyrgð á hlut þeirra í þessu þjóðarmorði á frumbyggjum.“ segir hann enn fremur. Öll börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja heimavistarskólana frá síðari hluta 19. aldar fram á áttunda áratug þeirrar síðustu. Talið er að meira en 150 þúsund frumbyggjabörn hafi sótt skólana, en markmið þeirra var að afmá menningu frumbyggja og aðlaga börnin að menningu og siðum evrópskra innflytjenda. Andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi viðgekkst í skólunum og talið er að þúsundir barna hafi látist á meðan þau voru vistuð í skólunum annað hvort vegna sjúkdóma eða annarra ástæðna. Mörg börn, eins og gefur að skilja, fengu því aldrei að hitta fjölskyldur sínar aftur. 130 heimavistarskólar af þessari gerð voru starfræktir í Kanada á sínum tíma og um 70 prósent þeirra voru reknir af kaþólsku kirkjunni. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan tóku einnig þátt í rekstri skólanna. Kanada Tengdar fréttir Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28. júní 2021 21:31 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Frumbyggjasamfélag sem kennir sig við lægri Kootenay sagði í fréttatilkynningu að hún hafi byrjað að nota neðanjarðarradar til að leita að gröfum við St. Eugene's heimavistarskólanum í Bresku-Kólumbíu í fyrra. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Nú hefur sú leit borið árangur en grafirnar 182 fundust á allt að eins metra dýpi. Undanfarna tvo mánuði hafa fjöldagrafir barna af frumbyggjaættum fundist við tvo heimavistarskóla í Kanada. Annars vegar fannst greftrunarstaður meira en 700 barna í júnímánuði og fjöldagröf fannst í maí þar sem líkamsleifar 215 barna fundust. Talið er að líkin tilheyri börnum af Ktunaxaþjóðinni, en íbúar lægri Kootenay eru af þeirri þjóð. Jason Louie, höfðingi lægra Kootenay samfélagsins, segir líkfundinn snerta hann persónulega þar sem hann átti ættingja sem gengu í St. Eugene's heimavistarskólann. Skólinn var rekinn af kaþólsku kirkjunni, í samstarfi við kanadíska ríkið, frá árinu 1912 fram á áttunda áratuginn. „Köllum þetta bara það sem þetta er, þetta er fjöldamorð á frumbyggjum,“ segir Louie í samtali við CBC. „Nasistarnir voru látnir sæta ábyrgð á stríðsglæpum sínum. Ég sé engan mun á því og að hafa uppi á prestunum, nunnunum og munkunum, sem bera ábyrgð á þessu fjöldamorði, svo þau geti sætt ábyrgð á hlut þeirra í þessu þjóðarmorði á frumbyggjum.“ segir hann enn fremur. Öll börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja heimavistarskólana frá síðari hluta 19. aldar fram á áttunda áratug þeirrar síðustu. Talið er að meira en 150 þúsund frumbyggjabörn hafi sótt skólana, en markmið þeirra var að afmá menningu frumbyggja og aðlaga börnin að menningu og siðum evrópskra innflytjenda. Andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi viðgekkst í skólunum og talið er að þúsundir barna hafi látist á meðan þau voru vistuð í skólunum annað hvort vegna sjúkdóma eða annarra ástæðna. Mörg börn, eins og gefur að skilja, fengu því aldrei að hitta fjölskyldur sínar aftur. 130 heimavistarskólar af þessari gerð voru starfræktir í Kanada á sínum tíma og um 70 prósent þeirra voru reknir af kaþólsku kirkjunni. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan tóku einnig þátt í rekstri skólanna.
Kanada Tengdar fréttir Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28. júní 2021 21:31 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28. júní 2021 21:31
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46
Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10