Íbúð dæmd gölluð vegna erfiðs nágranna Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 13:28 Tímamótadómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. Vísir/Vilhelm Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem íbúðin var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Hæstiréttur hefur aldrei áður dæmt fasteign gallaða vegna nágranna. Með dómi Hæstaréttar í dag var dómur Landsréttar um sýknu kaupanda af öllum kröfum seljenda íbúðarinnar staðfestur. Seljendur íbúðarinnar höfðuðu mál til greiðslu eftirstöðva kaupverðs en þær nema einni milljón króna. Kaupandi neitaði að greiða þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu. Seljendur íbúðarinnar höfðu átt í miklum samskiptaörðuleikum við nágrannann og vissu því mætavel af galla á íbúðinni. Samkvæmt fasteignakaupalögum hvílir fortakslaus skylda á seljendum fasteigna að upplýsa kaupendur um galla sem þeir hafa vitneskju um. Stórundarleg hegðun nágranna er ástæða málaferlanna Nágranninn er sagður hafa sýnt af sér óvenjulega háttsemi, svo sem með því að skilja eftir sig á ýmsum stöðum í húsinu miða með óskiljanlegum skilaboðum og rifin dagblöð sem á voru ritaðir tölustafir og talnarunur, kasta salernispappír á lóðina, kríta á stéttir við húsið, færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorð að öðrum íbúum hússins. Þá hefur lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að öðrum seljandanum utandyra við húsið og sló hana tvívegis með flötum lófa í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og eymsli yfir hægra kinnbeini og upp að gagnauga og var aum viðkomu þar. Fyrirvari um samskiptavanda ekki næg viðvörun Seljendur settu fyrirvara um samskiptavanda við nágrannann í kaupsamning aðila og töldu það vera næga viðvörun til að uppfylla upplýsingaskyldu sinni. Þá töldu seljendur að kaupandi hafi vanrækt skoðunarskyldu sína með því að rannsaka ekki betur hvað fólst í umræddum samskiptavanda. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað seljenda og taldi fyrirvarann ekki uppfylla upplýsingaskyldu þeirra. Þá taldi dómurinn að kaupandi hafi uppfyllt skoðunarskyldu sína þegar hún spurði seljendur og fasteignasala út í nágrannaerjurnar. Sem áður segir var kaupandi sýknaður af öllum kröfum seljenda. Seljendur voru jafnframt dæmdir til að greiða kaupanda 800 þúsund krónur í málskostnað. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Dómsmál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Með dómi Hæstaréttar í dag var dómur Landsréttar um sýknu kaupanda af öllum kröfum seljenda íbúðarinnar staðfestur. Seljendur íbúðarinnar höfðuðu mál til greiðslu eftirstöðva kaupverðs en þær nema einni milljón króna. Kaupandi neitaði að greiða þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu. Seljendur íbúðarinnar höfðu átt í miklum samskiptaörðuleikum við nágrannann og vissu því mætavel af galla á íbúðinni. Samkvæmt fasteignakaupalögum hvílir fortakslaus skylda á seljendum fasteigna að upplýsa kaupendur um galla sem þeir hafa vitneskju um. Stórundarleg hegðun nágranna er ástæða málaferlanna Nágranninn er sagður hafa sýnt af sér óvenjulega háttsemi, svo sem með því að skilja eftir sig á ýmsum stöðum í húsinu miða með óskiljanlegum skilaboðum og rifin dagblöð sem á voru ritaðir tölustafir og talnarunur, kasta salernispappír á lóðina, kríta á stéttir við húsið, færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorð að öðrum íbúum hússins. Þá hefur lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að öðrum seljandanum utandyra við húsið og sló hana tvívegis með flötum lófa í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og eymsli yfir hægra kinnbeini og upp að gagnauga og var aum viðkomu þar. Fyrirvari um samskiptavanda ekki næg viðvörun Seljendur settu fyrirvara um samskiptavanda við nágrannann í kaupsamning aðila og töldu það vera næga viðvörun til að uppfylla upplýsingaskyldu sinni. Þá töldu seljendur að kaupandi hafi vanrækt skoðunarskyldu sína með því að rannsaka ekki betur hvað fólst í umræddum samskiptavanda. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað seljenda og taldi fyrirvarann ekki uppfylla upplýsingaskyldu þeirra. Þá taldi dómurinn að kaupandi hafi uppfyllt skoðunarskyldu sína þegar hún spurði seljendur og fasteignasala út í nágrannaerjurnar. Sem áður segir var kaupandi sýknaður af öllum kröfum seljenda. Seljendur voru jafnframt dæmdir til að greiða kaupanda 800 þúsund krónur í málskostnað.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Dómsmál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira