Mitt eigið ferðaheit Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 1. júlí 2021 11:30 Núna getum við loksins hugað að því ferðast hvort sem það er innanlands eða erlendis. Á Covid tímum voru höfð uppi stór orð um það alþjóðlega að enginn áfangastaður ætlaði sér aftur í offjölgun ferðamanna og unnið yrði að mun sjálfbærari framtíð. Allir vænta þess að áfangastaðir séu nú orðnir skipulagðir og vel undirbúnir undir heimsóknir ferðamanna. Margar greinar og loforð hafa verið gefin um slíkt hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Í fullkomnum heimi, munum við hafa gert ráð fyrir öllum þáttum en raunveruleikinn er aldrei þannig. Við munum alltaf eiga við einhverjar áskoranir eða horfa til nýrra tækifæra þegar áfangastaðirnir og ferðalög þróast. Margir áfangastaðir hafa búið til sín eigin ferðaheit fyrir áfangastaði sína og þar með talið Ísland undir heitinu „The Icelandic Travel Pledge“ frá árinu 2018. Þar eru ferðamenn m.a. hvattir til þess að virða náttúruna, keyra ekki utanvegar og sína ábyrgð í allri ferðahegðun. Það sem hefur minna verið talað um er hvernig við sem ferðamenn getum sjálf tekið ákveðna ábyrgð og ferðast á ábyrgari og sjálfbærari hátt. Þetta hefur fengið mig til þess að velta fyrir mér hvernig ég sjálf get tekið þátt í þróun áfangastaða í stað þess að bíða eftir því að áfangastaðirnir eða ferðaþjónustufyrirtækin segi mér hvernig ég eigi að haga mér. Því þróunin liggur mun meira hjá okkur sjálfum en við höldum. Ég ákvað því að prófa að gera mitt eigið ferðaheit fyrir sumarið. Ferðaheitið mitt er því: Að velja áfangastaði sem sýna umhyggju fyrir framtíð áfangastaðarins Að velja hótel og afþreyingu sem hafa umhverfisvottanir Að velja staðbundnar vörur, afþreyingu, gistingu eða leiðsögn Að skoða og njóta en ekki skilja nein ummerki eftir mig Að lágmarka matarsóun eins og hægt er Að flokka og plokka rusl sem verður á vegi mínum Að velja umhverfisvænni ferðamáta þar sem kostur er Að kolefnisjafna ferðamátann minn Að biðja um umhverfisvænni valkosti þar sem ég dvel eða er í afþreyingu Að senda þakkir til þjónustu aðila ef ég er ánægð eða ef þeir geta bætt sig á einhvern hátt er varðar sjálfbærni og ábyrgð. Þetta er ágætis byrjun en mögulega mun þetta þróast með tímanum. Hvað myndi vera ykkar ferðaheit þetta sumarið? Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Núna getum við loksins hugað að því ferðast hvort sem það er innanlands eða erlendis. Á Covid tímum voru höfð uppi stór orð um það alþjóðlega að enginn áfangastaður ætlaði sér aftur í offjölgun ferðamanna og unnið yrði að mun sjálfbærari framtíð. Allir vænta þess að áfangastaðir séu nú orðnir skipulagðir og vel undirbúnir undir heimsóknir ferðamanna. Margar greinar og loforð hafa verið gefin um slíkt hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Í fullkomnum heimi, munum við hafa gert ráð fyrir öllum þáttum en raunveruleikinn er aldrei þannig. Við munum alltaf eiga við einhverjar áskoranir eða horfa til nýrra tækifæra þegar áfangastaðirnir og ferðalög þróast. Margir áfangastaðir hafa búið til sín eigin ferðaheit fyrir áfangastaði sína og þar með talið Ísland undir heitinu „The Icelandic Travel Pledge“ frá árinu 2018. Þar eru ferðamenn m.a. hvattir til þess að virða náttúruna, keyra ekki utanvegar og sína ábyrgð í allri ferðahegðun. Það sem hefur minna verið talað um er hvernig við sem ferðamenn getum sjálf tekið ákveðna ábyrgð og ferðast á ábyrgari og sjálfbærari hátt. Þetta hefur fengið mig til þess að velta fyrir mér hvernig ég sjálf get tekið þátt í þróun áfangastaða í stað þess að bíða eftir því að áfangastaðirnir eða ferðaþjónustufyrirtækin segi mér hvernig ég eigi að haga mér. Því þróunin liggur mun meira hjá okkur sjálfum en við höldum. Ég ákvað því að prófa að gera mitt eigið ferðaheit fyrir sumarið. Ferðaheitið mitt er því: Að velja áfangastaði sem sýna umhyggju fyrir framtíð áfangastaðarins Að velja hótel og afþreyingu sem hafa umhverfisvottanir Að velja staðbundnar vörur, afþreyingu, gistingu eða leiðsögn Að skoða og njóta en ekki skilja nein ummerki eftir mig Að lágmarka matarsóun eins og hægt er Að flokka og plokka rusl sem verður á vegi mínum Að velja umhverfisvænni ferðamáta þar sem kostur er Að kolefnisjafna ferðamátann minn Að biðja um umhverfisvænni valkosti þar sem ég dvel eða er í afþreyingu Að senda þakkir til þjónustu aðila ef ég er ánægð eða ef þeir geta bætt sig á einhvern hátt er varðar sjálfbærni og ábyrgð. Þetta er ágætis byrjun en mögulega mun þetta þróast með tímanum. Hvað myndi vera ykkar ferðaheit þetta sumarið? Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar