Fagnaði frammistöðu Katrínar Tönju eins og þau hefðu unnið Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir sést hér komin í NOBULL keppnistreyjuna sem hún verður í á heimsleikunum í CrossFit í lok þessa mánaðar. Instagram/@katrintanja Það styttist í heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok mánaðarins og ein af þeim sem vonast hvað mest til að það verði áhorfendur í stúkunni er íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja er mikil keppnismanneskja og mikil stemmningsmanneskja en það sannaði hún enn og einu sinni í undanúrslitamótinu á dögunum. Ben Bergeron, þjálfari hennar, sagði frá sinni upplifun af frammistöðu íslenska heimsmeistarans í baráttu hennar fyrir sæti á heimsleikunum í CrossFit. Katrín Tanja lagði grunninn að því að vinna sér inn sæti á heimsleikunum með því að vinna fjórðu greinina á German Throwdown undanúrslitamótinu. Katrín endaði í þriðja sæti í keppninni en fimm efstu tryggðu sig inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Þessi fjórða æfing var snörun með stighækkandi þyngdir. Fyrst tíu endurtekningar með þremur mismunandi þyngdum (39 kg, 57kg, 66 kg) og loks eins margar endurtekningar og þú getur með mestu þyngdinni sem var 75 kíló. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, lýsti því hvernig silfurkona síðustu heimsleika tókst að vinna þessa lyftingagrein með frábærri frammistöðu. „Katrín hafði prófað þessa æfingu fyrir keppnina og stóð sig mjög vel með því að ná sextán endurtekningum í lokahlutanum sem hefði skilað henni fimmta sæti. Í keppninni náði hún aftur á móti 21 endurtekningu og vann greinina,“ skrifaði Ben Bergeron á Comptrain síðuna. „Katrín þakkaði andrúmsloftinu í salnum fyrir hversu vel hún stóð sig og að af hverju hún náði þessum fimm aukaendurtekningum. Þegar hún byrjaði þessa fjórðu æfingu þá höfðu fimmtíu manns náð að troða sér inn í CFNE salinn til að horfa á hana og hvetja hana áfram. Þau bjuggu til rafmagnaða stemmningu,“ skrifaði Ben. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) „Í lokin þá taldi allur hópurinn endurtekningar hennar upphátt og það gerðu allir sem einn. Kat líkti andrúmsloftinu við stemmninguna sem myndast á tennisvellinum í Stubhub Center þar sem heimsleikarnir voru haldir á árunum 2012 til 2016,“ skrifaði Ben. „Að vera inn á tennisvellinum er eins og vera í ljónagryfju, Fólkið var fyrir ofan þig og þegar þau öskruðu þá fékk ég fiðring í allan líkamann, aukaorku og mér fannst ég geta gert allt. Ég fann líka fyrir þessu hérna,“ er haft eftir Katrínu Tönju. „Katrín vann þessa grein með því að gera eina endurtekningu meira en sú sem var næst henni en það var Jacqueline Dahlström. Katrín hafi sjö sekúndur til að ná þessari síðustu endurtekningu. Hún fann ekki fyrir líkama sínum á þeim tímapunkti en áhorfendurnir sannfærðu hana um að reyna einu sinni enn,“ skrifaði Ben. „Þegar hún kom slánni upp þá misstu sig allir í salnum. Fremstur í flokki var æfingafélagi hennar Chandler Smith sem bauð upp á mikið öskur og gaf öllum tvöfalda fimmu eins og liðið hans hefði unnið Super Bowl,“ skrifaði Ben. „Það er hægt að búa til orku og það er hægt að færa hana áfram. Þau gáfu mér orkuna sína,“ er haft eftir Katrínu Tönju. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison í Wisconsin fylki og hefjast 27. júlí næstkomandi. CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Katrín Tanja er mikil keppnismanneskja og mikil stemmningsmanneskja en það sannaði hún enn og einu sinni í undanúrslitamótinu á dögunum. Ben Bergeron, þjálfari hennar, sagði frá sinni upplifun af frammistöðu íslenska heimsmeistarans í baráttu hennar fyrir sæti á heimsleikunum í CrossFit. Katrín Tanja lagði grunninn að því að vinna sér inn sæti á heimsleikunum með því að vinna fjórðu greinina á German Throwdown undanúrslitamótinu. Katrín endaði í þriðja sæti í keppninni en fimm efstu tryggðu sig inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Þessi fjórða æfing var snörun með stighækkandi þyngdir. Fyrst tíu endurtekningar með þremur mismunandi þyngdum (39 kg, 57kg, 66 kg) og loks eins margar endurtekningar og þú getur með mestu þyngdinni sem var 75 kíló. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, lýsti því hvernig silfurkona síðustu heimsleika tókst að vinna þessa lyftingagrein með frábærri frammistöðu. „Katrín hafði prófað þessa æfingu fyrir keppnina og stóð sig mjög vel með því að ná sextán endurtekningum í lokahlutanum sem hefði skilað henni fimmta sæti. Í keppninni náði hún aftur á móti 21 endurtekningu og vann greinina,“ skrifaði Ben Bergeron á Comptrain síðuna. „Katrín þakkaði andrúmsloftinu í salnum fyrir hversu vel hún stóð sig og að af hverju hún náði þessum fimm aukaendurtekningum. Þegar hún byrjaði þessa fjórðu æfingu þá höfðu fimmtíu manns náð að troða sér inn í CFNE salinn til að horfa á hana og hvetja hana áfram. Þau bjuggu til rafmagnaða stemmningu,“ skrifaði Ben. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) „Í lokin þá taldi allur hópurinn endurtekningar hennar upphátt og það gerðu allir sem einn. Kat líkti andrúmsloftinu við stemmninguna sem myndast á tennisvellinum í Stubhub Center þar sem heimsleikarnir voru haldir á árunum 2012 til 2016,“ skrifaði Ben. „Að vera inn á tennisvellinum er eins og vera í ljónagryfju, Fólkið var fyrir ofan þig og þegar þau öskruðu þá fékk ég fiðring í allan líkamann, aukaorku og mér fannst ég geta gert allt. Ég fann líka fyrir þessu hérna,“ er haft eftir Katrínu Tönju. „Katrín vann þessa grein með því að gera eina endurtekningu meira en sú sem var næst henni en það var Jacqueline Dahlström. Katrín hafi sjö sekúndur til að ná þessari síðustu endurtekningu. Hún fann ekki fyrir líkama sínum á þeim tímapunkti en áhorfendurnir sannfærðu hana um að reyna einu sinni enn,“ skrifaði Ben. „Þegar hún kom slánni upp þá misstu sig allir í salnum. Fremstur í flokki var æfingafélagi hennar Chandler Smith sem bauð upp á mikið öskur og gaf öllum tvöfalda fimmu eins og liðið hans hefði unnið Super Bowl,“ skrifaði Ben. „Það er hægt að búa til orku og það er hægt að færa hana áfram. Þau gáfu mér orkuna sína,“ er haft eftir Katrínu Tönju. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison í Wisconsin fylki og hefjast 27. júlí næstkomandi.
CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira