Óvenjulegt að fólk kvarti og láti í sér heyra vegna bólusetninga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júní 2021 14:17 Þórólfur Guðnason er ekki ýkja stressaður fyrir því að finna til aukaverkana á borð við höfuðverk eða hita eftir seinni sprautu af bóluefni AstraZeneca. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir var bólusettur með seinni skammti af bóluefni AstraZeneca í Laugardalshöll í dag. Hann kveðst ekki kvíðinn því að fá mögulega hausverk eða hita eftir sprautuna. Hann segir stefnt á að hefja bólusetningu barna 12 til 15 ára í haust. Fréttastofa ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalæknir eftir að starfsfólk heilsugæslunnar hafði gefið honum græna ljósið til að yfirgefa höllina að bólusetningu lokinni. Hann segist ánægður með gang bólusetninga hér á landi og ásókn almennings í ónæmi við kórónuveirunni. Bólusetning verndi líka samfélagið „Þetta hefur gengið alveg frábærlega. Bæði hvað fólk hefur tekið vel við sér og hvað fólk er hlynnt bólusetningum. Það er óvenjulegt að fólk skuli vera að láta í sér heyra og kvarta yfir því að fá ekki að komast að, það er bara jákvætt miðað við það sem maður heyrir frá mörgum öðrum löndum,“ en víða utan úr heimi hafa borist fregnir af því að búið sé að bólusetja alla sem vilja, á meðan stórir hópar neiti einfaldlega að mæta í bólusetningu. Þannig sitji stjórnvöld, til að mynda í Bandaríkjunum, uppi með ónotaða bóluefnaskammta og eru talsvert langt frá því að ná tölu bólusettra í þær hæðir að búast megi við almennilegu hjarðónæmi. „Þátttakan hér er bara gríðarlega góð. Það eru einhverjir hópar eftir sem ég vil bara hvetja til að mæta. Svo eru einhverjir sem geta ekki mætt og þess vegna er mjög mikilvægt að muna að bólusetningin verndar mann sjálfan sem einstakling en hún verndar líka samfélagið ef við náum góðri þátttöku. Þannig að þetta er tvíþætt verkun af bólusetningum,“ segir Þórólfur. Bólusetning barna af stað í haust Lyfjastofnun Evrópu og Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hafa bæði gefið leyfi fyrir því að börn á aldrinum 12 til 15 ára verði bólusett með bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Þórólfur segir til skoðunar hér á landi hvort bólusetja eigi öll börn. „Við höfum sagt það að við viljum bólusetja börn með undirliggjandi sjúkdóma, sem geta farið illa út úr Covid. Svo viljum við líka bjóða upp á bólusetningu barna ef foreldrar æskja þess. En það er ekki víst að við náum því fyrr en seinni partinn í ágúst,“ segir Þórólfur. Hann segist þó telja að það verði ekki mögulegt fyrr en í síðari hluta ágústmánaðar, einfaldlega vegna starfsmannakostur bjóði ekki upp á það. „Ég held að það væri fínt, þegar skólarnir byrja að fara þá í gang, ef að foreldrar vilja,“ segir Þórólfur. Hann segir lágmarksáhættu fólgna í því að hætta að skima börn og þá sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrra sýkingu á landamærunum, líkt og gert verður nú um mánaðamótin. Ákvörðunin sé byggð á fyrirliggjandi gögnum og áhættumati. „Sérstaklega vegna þess að við erum komin með svona góða þátttöku í bólusetningum hér innanlands,“ segir Þórólfur sem telur þó áfram þörf á að hvetja fólk til að fara varlega og mæta í sýnatöku, finni það fyrir einkennum. Gætu þurft annan skammt af Janssen Um það hefur verið fjallað í erlendum fjölmiðlum að fólk sem bólusett var með bóluefni Janssen gæti þurft að fá annan skammt þegar fram líða stundir, til þess að viðhalda fullri virkni, en efnið hefur hingað til verið það eina sem talið er hafa dugað með einum skammti. Þórólfur segir þetta allt í skoðun. „Það gæti alveg komið til greina að þyrfti að gera það. Við þurfum aðeins að skoða það betur og fá góð rök fyrir því að gera það.“ Hann segir þá einnig koma til greina að fólk sem hefur fengið fyrri skammt af AstraZeneca fái síðari skammt af Pfizer. Það veiti góða virkni en valdi meiri aukaverkunum á borð við hita og beinverkjum. Þórólfur segir því ákjósanlegast að fólk verði bólusett með tveimur skömmtum af sama efni, ef kostur er. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Löng röð eftir bóluefni AstraZeneca Löng röð hefur myndast eftir bólusetningum í Laugardalshöll og nær hún langt upp á Suðurlandsbraut. Í dag er bólusett með seinni skammti af bóluefni AstraZeneca. 30. júní 2021 10:27 Vörnin frá Pfizer og Moderna líkleg til að endast í mörg ár Bóluefni Pfizer og Moderna eru líkleg til þess að veita langvarandi vörn gegn Covid-19. Ný rannsókn gefur til kynna að ekki verði þörf á viðbótarsprautu um nokkurra ára skeið eftir að maður hefur verið fullbólusettur. 28. júní 2021 16:59 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalæknir eftir að starfsfólk heilsugæslunnar hafði gefið honum græna ljósið til að yfirgefa höllina að bólusetningu lokinni. Hann segist ánægður með gang bólusetninga hér á landi og ásókn almennings í ónæmi við kórónuveirunni. Bólusetning verndi líka samfélagið „Þetta hefur gengið alveg frábærlega. Bæði hvað fólk hefur tekið vel við sér og hvað fólk er hlynnt bólusetningum. Það er óvenjulegt að fólk skuli vera að láta í sér heyra og kvarta yfir því að fá ekki að komast að, það er bara jákvætt miðað við það sem maður heyrir frá mörgum öðrum löndum,“ en víða utan úr heimi hafa borist fregnir af því að búið sé að bólusetja alla sem vilja, á meðan stórir hópar neiti einfaldlega að mæta í bólusetningu. Þannig sitji stjórnvöld, til að mynda í Bandaríkjunum, uppi með ónotaða bóluefnaskammta og eru talsvert langt frá því að ná tölu bólusettra í þær hæðir að búast megi við almennilegu hjarðónæmi. „Þátttakan hér er bara gríðarlega góð. Það eru einhverjir hópar eftir sem ég vil bara hvetja til að mæta. Svo eru einhverjir sem geta ekki mætt og þess vegna er mjög mikilvægt að muna að bólusetningin verndar mann sjálfan sem einstakling en hún verndar líka samfélagið ef við náum góðri þátttöku. Þannig að þetta er tvíþætt verkun af bólusetningum,“ segir Þórólfur. Bólusetning barna af stað í haust Lyfjastofnun Evrópu og Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hafa bæði gefið leyfi fyrir því að börn á aldrinum 12 til 15 ára verði bólusett með bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Þórólfur segir til skoðunar hér á landi hvort bólusetja eigi öll börn. „Við höfum sagt það að við viljum bólusetja börn með undirliggjandi sjúkdóma, sem geta farið illa út úr Covid. Svo viljum við líka bjóða upp á bólusetningu barna ef foreldrar æskja þess. En það er ekki víst að við náum því fyrr en seinni partinn í ágúst,“ segir Þórólfur. Hann segist þó telja að það verði ekki mögulegt fyrr en í síðari hluta ágústmánaðar, einfaldlega vegna starfsmannakostur bjóði ekki upp á það. „Ég held að það væri fínt, þegar skólarnir byrja að fara þá í gang, ef að foreldrar vilja,“ segir Þórólfur. Hann segir lágmarksáhættu fólgna í því að hætta að skima börn og þá sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrra sýkingu á landamærunum, líkt og gert verður nú um mánaðamótin. Ákvörðunin sé byggð á fyrirliggjandi gögnum og áhættumati. „Sérstaklega vegna þess að við erum komin með svona góða þátttöku í bólusetningum hér innanlands,“ segir Þórólfur sem telur þó áfram þörf á að hvetja fólk til að fara varlega og mæta í sýnatöku, finni það fyrir einkennum. Gætu þurft annan skammt af Janssen Um það hefur verið fjallað í erlendum fjölmiðlum að fólk sem bólusett var með bóluefni Janssen gæti þurft að fá annan skammt þegar fram líða stundir, til þess að viðhalda fullri virkni, en efnið hefur hingað til verið það eina sem talið er hafa dugað með einum skammti. Þórólfur segir þetta allt í skoðun. „Það gæti alveg komið til greina að þyrfti að gera það. Við þurfum aðeins að skoða það betur og fá góð rök fyrir því að gera það.“ Hann segir þá einnig koma til greina að fólk sem hefur fengið fyrri skammt af AstraZeneca fái síðari skammt af Pfizer. Það veiti góða virkni en valdi meiri aukaverkunum á borð við hita og beinverkjum. Þórólfur segir því ákjósanlegast að fólk verði bólusett með tveimur skömmtum af sama efni, ef kostur er.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Löng röð eftir bóluefni AstraZeneca Löng röð hefur myndast eftir bólusetningum í Laugardalshöll og nær hún langt upp á Suðurlandsbraut. Í dag er bólusett með seinni skammti af bóluefni AstraZeneca. 30. júní 2021 10:27 Vörnin frá Pfizer og Moderna líkleg til að endast í mörg ár Bóluefni Pfizer og Moderna eru líkleg til þess að veita langvarandi vörn gegn Covid-19. Ný rannsókn gefur til kynna að ekki verði þörf á viðbótarsprautu um nokkurra ára skeið eftir að maður hefur verið fullbólusettur. 28. júní 2021 16:59 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Löng röð eftir bóluefni AstraZeneca Löng röð hefur myndast eftir bólusetningum í Laugardalshöll og nær hún langt upp á Suðurlandsbraut. Í dag er bólusett með seinni skammti af bóluefni AstraZeneca. 30. júní 2021 10:27
Vörnin frá Pfizer og Moderna líkleg til að endast í mörg ár Bóluefni Pfizer og Moderna eru líkleg til þess að veita langvarandi vörn gegn Covid-19. Ný rannsókn gefur til kynna að ekki verði þörf á viðbótarsprautu um nokkurra ára skeið eftir að maður hefur verið fullbólusettur. 28. júní 2021 16:59
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?