Brynjar Ingi skrifaði undir samning til þriggja ára við Lecce, með möguleika á framlengingu um tvö ár til viðbótar.
Brynjar Ingi Bjarnason, difensore marcatore islandese classe 99 arriva in giallorosso a titolo definitivo sottoscrivendo un accordo triennale con opzione per i successivi due anni #avantilecce
— U.S. Lecce (@OfficialUSLecce) June 30, 2021
Il comunicatohttps://t.co/0RqqzFgNP5
Brynjar er 21 árs gamall en hefur verið lykilmaður í vörn KA síðustu misseri. Með góðri frammistöðu í upphafi þessarar leiktíðar vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu sem mætti Mexíkó, Færeyjum og Póllandi í vináttulandsleikjum fyrir mánuði síðan. Brynjar skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum við Pólverja.
Lecce var nálægt því að komast upp í ítölsku A-deildina í vor. Liðið endaði í 4. sæti B-deildarinnar en féll svo úr leik í undanúrslitum umspils um sæti efstu deild.