Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að áætlað sé að ellefu- til tólf þúsund skammtar af bóluefninu verði gefnir út í dag.
Hvað varðar röðina sem er talsvert lengri en hún hefur verið áður, segir Ragnheiður líklegt að fólk vilji vera snemma í því, klára seinni skammtinn og halda fullbólusett í sumarfríið. Þá geti verið að einhverjir sem boðaðir voru í bólusetningu á morgun hafi ákveðið að mæta í dag.

Ragnheiður segir afar mikilvægt að fólk mæti sem næst boðuðum tíma, til þess að forðast að lenda í langri röð í rigningunni.
„Okkur grunaði þetta svo sem alveg, að það yrði mikil ásókn í að komast í dag.“

