Tilgangur vöktunarinnar „fyrst og fremst öryggismál“ Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 08:59 Huppuís var með rafræna vöktun í einni af fimm verslunum fyrirtækisins að því er sagði í ákvörðun Persónuverndar og sömuleiðis tilkynningu frá forsvarsmönnum Huppu. Vísir/Vilhelm Tilgangur hinnar rafrænu vöktunar í ísbúð Huppuíss var „fyrst og fremst öryggismál“. Öryggissjónarmið réðu vöktuninni sem var bæði í þágu starfsfólks búðarinnar, fyrirtækisins og birgja sem eiga erindi með vörubirgðir til lagersins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Huppuíss sem send var á fjölmiðla í morgun. Greint var frá því í gær að Persónuvernd hafi sektað fyrirtækið um fimm milljónir króna fyrir að hafa haldið út rafrænni vöktun í einni ísbúð fyrirtækisins. Sagði í ákvörðun Persónuverndar að vöktunin hafi farið fram í rými sem starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, notuðu til fataskipta. Í tilkynningunni frá Huppu í morgun segir að vöktunin hafi farið fram þar sem ekki hafi verið hægt að „fyrirbyggja umferð óviðkomandi þar sem útidyr á starfsmannainngangi og lager voru ekki alltaf læstar og því var ákveðið að vakta svæðið“. Beðnir innilegrar afsökunar Ennfremur segir stjórnendur fyrirtækisins taki niðurstöðu Persónuverndar alvarlega og harmi að ekki skuli hafa verið gætt nægilega vel að friðhelgi starfsfólksins. Eru allir hlutaðeigandi beðnir innilegrar afsökunar á þessari yfirsjón. „Fyrirtækið hefur þegar brugðist við niðurstöðu Persónuverndar og ráðist í framkvæmdir við þær úrbætur og breytingar sem krafist er af hálfu stofnunarinnar.“ Í ákvörðun Persónuverndar sagði Huppuís hafi verið gert að stöðva rafrænu vöktunina og eyða efni sem tekið hafi verið upp á eftirlitsmyndavélinni sem staðsett var í rýminu. Þá hefði fyrirtækinu verið gert að fara yfir og uppfæra verklagsreglur og fræðslu sem starfsmönnum er veitt vegna vöktunarinnar. Persónuvernd Börn og uppeldi Verslun Tengdar fréttir Huppa sektuð um fimm milljónir fyrir að vakta fataskiptiaðstöðu Huppuís efh. hefur verið sektaður um fimm milljónir króna af Persónuvernd fyrir að hafa haldið út rafrænni vöktun í einni af fimm ísbúðum fyrirtækisins. Vöktunin fór fram í rými þar sem starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, notuðu til fataskipta. 29. júní 2021 19:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Huppuíss sem send var á fjölmiðla í morgun. Greint var frá því í gær að Persónuvernd hafi sektað fyrirtækið um fimm milljónir króna fyrir að hafa haldið út rafrænni vöktun í einni ísbúð fyrirtækisins. Sagði í ákvörðun Persónuverndar að vöktunin hafi farið fram í rými sem starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, notuðu til fataskipta. Í tilkynningunni frá Huppu í morgun segir að vöktunin hafi farið fram þar sem ekki hafi verið hægt að „fyrirbyggja umferð óviðkomandi þar sem útidyr á starfsmannainngangi og lager voru ekki alltaf læstar og því var ákveðið að vakta svæðið“. Beðnir innilegrar afsökunar Ennfremur segir stjórnendur fyrirtækisins taki niðurstöðu Persónuverndar alvarlega og harmi að ekki skuli hafa verið gætt nægilega vel að friðhelgi starfsfólksins. Eru allir hlutaðeigandi beðnir innilegrar afsökunar á þessari yfirsjón. „Fyrirtækið hefur þegar brugðist við niðurstöðu Persónuverndar og ráðist í framkvæmdir við þær úrbætur og breytingar sem krafist er af hálfu stofnunarinnar.“ Í ákvörðun Persónuverndar sagði Huppuís hafi verið gert að stöðva rafrænu vöktunina og eyða efni sem tekið hafi verið upp á eftirlitsmyndavélinni sem staðsett var í rýminu. Þá hefði fyrirtækinu verið gert að fara yfir og uppfæra verklagsreglur og fræðslu sem starfsmönnum er veitt vegna vöktunarinnar.
Persónuvernd Börn og uppeldi Verslun Tengdar fréttir Huppa sektuð um fimm milljónir fyrir að vakta fataskiptiaðstöðu Huppuís efh. hefur verið sektaður um fimm milljónir króna af Persónuvernd fyrir að hafa haldið út rafrænni vöktun í einni af fimm ísbúðum fyrirtækisins. Vöktunin fór fram í rými þar sem starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, notuðu til fataskipta. 29. júní 2021 19:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Huppa sektuð um fimm milljónir fyrir að vakta fataskiptiaðstöðu Huppuís efh. hefur verið sektaður um fimm milljónir króna af Persónuvernd fyrir að hafa haldið út rafrænni vöktun í einni af fimm ísbúðum fyrirtækisins. Vöktunin fór fram í rými þar sem starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, notuðu til fataskipta. 29. júní 2021 19:45