Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2021 20:13 Eldgígurinn á áttunda tímanum í kvöld. Hraunárnar flæða frá gígnum í miklum gusum. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. Hér má tengjast vefmyndavél Vísis Eldgosið í Fagradalsfjalli hætti skyndilega í nokkrar klukkustundir síðastliðna nótt og óróamælar bentu til þess í dag að verulega hefði dregið úr krafti þess. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting á því í dag að enn gysi, fyrr en núna í kvöld. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að bílamergð var við Suðurstrandarveg í dag. Dimm þoka var yfir gosstöðvunum og fátt sem ferðamenn gátu séð nema nýstorknað hraunið í Nátthaga og vinnuvélar við varnargarð. Páll Einarsson sýnir hvar óróapúlsinn hætti síðastliðna nótt þegar gosið lá niðri. Óróaritið sýnir tíu daga aftur í tímann og má sjá eðlisbreytinguna sem varð fyrir tæpri viku þegar sveiflurnar byrjuðu.Arnar Halldórsson Óróarit Veðurstofunnar sýnir að eðlisbreyting varð á gosinu í síðustu viku, þegar sveiflur fóru að koma í tiltölulega jafnan óróa sem verið hafði vikum saman. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þá hafa orðið þáttaskil og gosið um tíma farið í gusuham. Um miðjan dag í gær hætti gosið skyndilega í um hálftíma, tók sig svo aftur upp en hætti svo aftur í gærkvöldi í nokkra klukkutíma. Um tvöleytið í nótt hófst óróinn svo á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér fyrir neðan má síðan sjá myndbönd sem áhorfendur náðu af vefmyndavél Vísis þegar gosið tók kipp. Bestu þakkir til @visir_is fyrir að reka þessa myndavél 😊🙏 pic.twitter.com/Sfs8cb68sp— gummih (@gummih) June 29, 2021 Just witnessed this (crappy video taken of my tv, I swear I was watching football before!) shows the eruption is not at all over.. Seismic tremor indicates pulsating activity has restarted. pic.twitter.com/Los595bBDt— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) June 29, 2021 Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 29. júní 2021 12:06 Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hér má tengjast vefmyndavél Vísis Eldgosið í Fagradalsfjalli hætti skyndilega í nokkrar klukkustundir síðastliðna nótt og óróamælar bentu til þess í dag að verulega hefði dregið úr krafti þess. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting á því í dag að enn gysi, fyrr en núna í kvöld. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að bílamergð var við Suðurstrandarveg í dag. Dimm þoka var yfir gosstöðvunum og fátt sem ferðamenn gátu séð nema nýstorknað hraunið í Nátthaga og vinnuvélar við varnargarð. Páll Einarsson sýnir hvar óróapúlsinn hætti síðastliðna nótt þegar gosið lá niðri. Óróaritið sýnir tíu daga aftur í tímann og má sjá eðlisbreytinguna sem varð fyrir tæpri viku þegar sveiflurnar byrjuðu.Arnar Halldórsson Óróarit Veðurstofunnar sýnir að eðlisbreyting varð á gosinu í síðustu viku, þegar sveiflur fóru að koma í tiltölulega jafnan óróa sem verið hafði vikum saman. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þá hafa orðið þáttaskil og gosið um tíma farið í gusuham. Um miðjan dag í gær hætti gosið skyndilega í um hálftíma, tók sig svo aftur upp en hætti svo aftur í gærkvöldi í nokkra klukkutíma. Um tvöleytið í nótt hófst óróinn svo á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér fyrir neðan má síðan sjá myndbönd sem áhorfendur náðu af vefmyndavél Vísis þegar gosið tók kipp. Bestu þakkir til @visir_is fyrir að reka þessa myndavél 😊🙏 pic.twitter.com/Sfs8cb68sp— gummih (@gummih) June 29, 2021 Just witnessed this (crappy video taken of my tv, I swear I was watching football before!) shows the eruption is not at all over.. Seismic tremor indicates pulsating activity has restarted. pic.twitter.com/Los595bBDt— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) June 29, 2021
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 29. júní 2021 12:06 Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 29. júní 2021 12:06
Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18
Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36