Liðin mættust á Parken í Kaupmannahöfn og fyrsta mark dagsins var hálfgert sprelli sjálfsmark Unai Simon.
Spánverjar svöruðu hins vegar með þremur mörkum en Króatar minnkuðu muninn á 85. mínútu og jöfnuðu svo á 92. mínútu.
Því þurfti að framlengja en tvö mörk á þriggja mínútna kafla tryggðu Spánverjum sæti í átta liða úrslitin.
Þar mæta þeir annað hvort Sviss eða Frökkum sem eigast við þegar þetta er skrifað.
Öll átta mörkin frá Kaupmannahöfn má sjá hér að neðan.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.