Fótbolti

Sjáðu öll átta mörkin er Spánn afgreiddi Króatíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Morata fagnar marki sínu í framlengingunni en Domagoj Vida er bakvið framherjann með sárt ennið.
Morata fagnar marki sínu í framlengingunni en Domagoj Vida er bakvið framherjann með sárt ennið. Oliver Hardt/Getty

Spánn tryggði sér fyrr í dag sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins með 5-3 sigri á Króötum í frábærum leik.

Liðin mættust á Parken í Kaupmannahöfn og fyrsta mark dagsins var hálfgert sprelli sjálfsmark Unai Simon.

Spánverjar svöruðu hins vegar með þremur mörkum en Króatar minnkuðu muninn á 85. mínútu og jöfnuðu svo á 92. mínútu.

Því þurfti að framlengja en tvö mörk á þriggja mínútna kafla tryggðu Spánverjum sæti í átta liða úrslitin.

Þar mæta þeir annað hvort Sviss eða Frökkum sem eigast við þegar þetta er skrifað.

Öll átta mörkin frá Kaupmannahöfn má sjá hér að neðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×