Heiðarleg atlaga að Íslandsmetinu í hita í kortunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2021 15:53 Vafalítið mun einhver ungur Eskfirðingur fara út með fótboltann sinn í hitanum næstu daga. Vissara að hafa vatnsbrúsann með og bera á sig smá sólarvörn. Vísir/Vilhelm Það stefnir í steikjandi hita á Austfjörðum á morgun og gæti hitinn náð 29 stigum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á síðu sinni Bliku og lýsir því sem heiðarleg atlaga að íslenska hitametinu sé í farvatninu. „Ný „blaðra“ af heitu lofti stefnir nú til okkar úr suðvestri. Loftið er mjög hlýtt á okkar vísu og hlýindin skila sér niður um austan- og norðaustanvert landið. Ýmsir hitabylgjuvísar eru í hárri stöðu á morgun og miðvikudag,“ segir Einar. Hann skoðar hita í 850 hPa þrýstingi og von á 15-16 gráðum á Austurlandi seinni partinn á morgun. Allra hæstu gildin séu í um 1300 metra hæð. Í ágústhitabylgjunni árið 2004, sem hafi verið ættuð úr suðaustri, hafi hitastigið verið 13-14 gráður í um 1300 metra hæð. Íbúar og ferðalangar hafa árum saman nánast getað treyst á veðurblíðu á Hallormsstað. Þar gæti hiti nálgast þrjátíu gráður næstu tvo daga.Vísir/Vilhelm Einar vísar til Íslandsmets í hitastigi á Teigarhorni þann 22. júní árið 1939 þegar talið er að hiti hafi náð 30,5 stigum. Loftmassinn sé svipaður og þá sem gerist aðeins endrum og sinnum. Þá minni staðan nú á ágústdaga árið 2012 þegar hiti mældist 28 stig á Eskifirði. „En hversu hlýtt verður á morgun og miðvikudag? Ég mundi giska á 28 til 29°C. Spáð er skýjuðu og sólarlitlu, en léttskýjað á miðvikudag. En allir þættir verða að spila saman og að auki að vera ekki fjarri hæstu stöðu sólar,“ segir Einar í færslu sinni á Bliku. Á meðan Austfirðingar baða sig í sól á massinn á Suðvesturhorninu frekar von á smá úrkomu en sólarglætu, ef marka má spána.Veðurstofa Íslands Vissulega heiðarleg atlaga að Íslandsmeti hitans, eins og hann orðar það. „En sjálfur er ég samt þeirrar skoðunar að það takist ekki í þessari góðu tilraun.“ Veður Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Ný „blaðra“ af heitu lofti stefnir nú til okkar úr suðvestri. Loftið er mjög hlýtt á okkar vísu og hlýindin skila sér niður um austan- og norðaustanvert landið. Ýmsir hitabylgjuvísar eru í hárri stöðu á morgun og miðvikudag,“ segir Einar. Hann skoðar hita í 850 hPa þrýstingi og von á 15-16 gráðum á Austurlandi seinni partinn á morgun. Allra hæstu gildin séu í um 1300 metra hæð. Í ágústhitabylgjunni árið 2004, sem hafi verið ættuð úr suðaustri, hafi hitastigið verið 13-14 gráður í um 1300 metra hæð. Íbúar og ferðalangar hafa árum saman nánast getað treyst á veðurblíðu á Hallormsstað. Þar gæti hiti nálgast þrjátíu gráður næstu tvo daga.Vísir/Vilhelm Einar vísar til Íslandsmets í hitastigi á Teigarhorni þann 22. júní árið 1939 þegar talið er að hiti hafi náð 30,5 stigum. Loftmassinn sé svipaður og þá sem gerist aðeins endrum og sinnum. Þá minni staðan nú á ágústdaga árið 2012 þegar hiti mældist 28 stig á Eskifirði. „En hversu hlýtt verður á morgun og miðvikudag? Ég mundi giska á 28 til 29°C. Spáð er skýjuðu og sólarlitlu, en léttskýjað á miðvikudag. En allir þættir verða að spila saman og að auki að vera ekki fjarri hæstu stöðu sólar,“ segir Einar í færslu sinni á Bliku. Á meðan Austfirðingar baða sig í sól á massinn á Suðvesturhorninu frekar von á smá úrkomu en sólarglætu, ef marka má spána.Veðurstofa Íslands Vissulega heiðarleg atlaga að Íslandsmeti hitans, eins og hann orðar það. „En sjálfur er ég samt þeirrar skoðunar að það takist ekki í þessari góðu tilraun.“
Veður Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent