Danir rúlluðu yfir Wales 4-0 og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Ítalir fylgdu á eftir Dönum í gær en næstu tveir leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram í dag.
Það hefur verið góðæristíð hjá Dönum að undanförnu í fótboltanum og það sést á úrslitum danska landsliðsins undanfarin fimm ár.
Danir hafa nefnilega bara tapað fimm leikjum síðustu fimm ár og hafa þeir á þessum fimm árum spilað 52 leiki.
Þrír þeirra voru á móti Belgum og einn gegn Finnum eftir að Christian Eriksen hneig niður í fyrri hálfleik.
Fimmta tapið var svo 3-0 tap gegn Slóvakíu þar sem enginn af þeim sem spila venjulega fyrir landsliðið gáfu kost á sér.
Danir eru eins og áður segir komnir í átta liða úrslitin þar sem þeir mæta annað hvort Hollandi eða Tékklandi í Baku.
Siden et 0-1-nederlag til Montenegro for knap fem år siden har Danmark spillet 52 landskampe og kun tabt fem:
— Alexander Elverlund (@elverlund) June 27, 2021
🇸🇰 3-0 🇩🇰 (Vikarlandsholdet)
🇩🇰 0-2 🇧🇪 (Verdensranglistens nr 1)
🇧🇪 4-2 🇩🇰 (Verdensranglistens nr 1)
🇩🇰 0-1 🇫🇮 (“Eriksen-kampen”)
🇩🇰 1-2 🇧🇪 (Verdensranglistens nr 1)

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.