Alþjóðlegir skattar og nei við einkarekstri og undirboðum Drífa Snædal skrifar 25. júní 2021 14:31 Krumlur kófsins eru á undanhaldi og senn hefst uppgjörstíminn um heim allan, hvað tókst vel í sóttvörum og vinnumarkaðsaðgerðum. Það er engin tilviljun að skattkerfið er sett undir smásjána af þessu tilefni, enda hafa flest stjórnvöld opnað hirslurnar til að tryggja afkomu fólks. Það verður æpandi ósanngjarnt, sérstaklega á þessum tímum, að mörg stórfyrirtæki greiða sama sem engan skatt og það er sérstök fræðigrein að koma sér hjá skattgreiðslum um allan heim. Nú eru því hafnar löngu tímabærar samningaviðræður um alþjóðlegan fyrirtækjaskatt og verður tekist á um málið á vettvangi OECD og G20 ríkjanna um þessi mánaðamót. Annars vegar er rætt um skattlagningu alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa á netinu og er tillagan á þá leið að ríki geti skattlagt hagnað sem verður til innan þeirra lögsögu. Hins vegar er rætt um alþjóðlegan lágmarksskatt á fyrirtæki og hefur hlutfallið 15% verið nefnt í því samhengi. Alþjóða verkalýðshreyfingin tekur undir þetta en vill hækka hlutfallið í a.m.k. 25% enda þarf að sækja fjármagn til þeirra sem eru aflögufærir. Það er bæði lykilatriði til að takast á við afleiðingar heimsfaraldursins og til að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Kófið hefur kennt okkur það að enginn getur verið undanskilinn stóra samhenginu – enginn getur stimplað sig út úr samfélaginu fyrir eigin gróða. Það eru stórtíðindi þegar leiðtogar stærstu ríkja heims reisa kröfur gegn skattaundanskotum og það er til marks um viðsnúning í heimsstjórnmálunum. Frá óheftri markaðshyggju til einhvers konar vísis að samtryggingu. Hér á landi er hins vegar þrennt að gerast sem gengur í berhögg við þessa þróun. Ríkið gaf fjármagnseigendum og þeim sem gátu keypt sér hlut í Íslandsbanka nokkra milljarða úr almannasjóðum við söluna á bankanum. Ekki almenningi, heldur þeim sem eru aflögufærir og bröskurum, þar með talið alþjóðlegum fjárfestingasjóðum. Við þessu hafði verkalýðshreyfingin varað. Einkavæðing í öldrunarþjónustu er hafin af fullum krafti og ljóst að fyrirtæki sem taka að sér einkarekstur ætla ekki að gera það af hugsjóninni einni saman, það sannaðist þegar uppsagnirnar hófust: Það á að „lækka starfsmannakostnað“ sem þýðir á alþýðumáli að lækka laun. Ríkið greiðir svo brúsann, þar með talið arðinn til hluthafa fyrir markaðsvæðingu á lífi og heilsu gamla fólksins. Play fór í loftið fljúgandi á undirboðum á vinnumarkaði, gerandi samning um kjör flugfreyja og -þjóna án aðkomu flugfreyja- og þjóna og kynnir sig fyrir fjárfestum með yfirlýsingu um að það fyrirtæki geti umfram önnur „haldið starfsmannakostnaði niðri“. Þeirri baráttu er langt í frá lokið. Baráttunni við heimsfaraldurinn er hins vegar að ljúka, a.m.k. í bili, og það voru gleðifréttir í dag þegar tilkynnt var að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands. Það er ávísun á gott sumar en við uppgjör þessa tímabils og við skrefin framundan er ljóst að baráttunni fyrir sanngjörnum launum og réttlátri dreifingu auðsins er hvergi nærri lokið. Við munum áfram standa vaktina! Gleðilegt sumar kæru lesendur – næsti föstudagspistill fer í loftið í ágúst. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Krumlur kófsins eru á undanhaldi og senn hefst uppgjörstíminn um heim allan, hvað tókst vel í sóttvörum og vinnumarkaðsaðgerðum. Það er engin tilviljun að skattkerfið er sett undir smásjána af þessu tilefni, enda hafa flest stjórnvöld opnað hirslurnar til að tryggja afkomu fólks. Það verður æpandi ósanngjarnt, sérstaklega á þessum tímum, að mörg stórfyrirtæki greiða sama sem engan skatt og það er sérstök fræðigrein að koma sér hjá skattgreiðslum um allan heim. Nú eru því hafnar löngu tímabærar samningaviðræður um alþjóðlegan fyrirtækjaskatt og verður tekist á um málið á vettvangi OECD og G20 ríkjanna um þessi mánaðamót. Annars vegar er rætt um skattlagningu alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa á netinu og er tillagan á þá leið að ríki geti skattlagt hagnað sem verður til innan þeirra lögsögu. Hins vegar er rætt um alþjóðlegan lágmarksskatt á fyrirtæki og hefur hlutfallið 15% verið nefnt í því samhengi. Alþjóða verkalýðshreyfingin tekur undir þetta en vill hækka hlutfallið í a.m.k. 25% enda þarf að sækja fjármagn til þeirra sem eru aflögufærir. Það er bæði lykilatriði til að takast á við afleiðingar heimsfaraldursins og til að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Kófið hefur kennt okkur það að enginn getur verið undanskilinn stóra samhenginu – enginn getur stimplað sig út úr samfélaginu fyrir eigin gróða. Það eru stórtíðindi þegar leiðtogar stærstu ríkja heims reisa kröfur gegn skattaundanskotum og það er til marks um viðsnúning í heimsstjórnmálunum. Frá óheftri markaðshyggju til einhvers konar vísis að samtryggingu. Hér á landi er hins vegar þrennt að gerast sem gengur í berhögg við þessa þróun. Ríkið gaf fjármagnseigendum og þeim sem gátu keypt sér hlut í Íslandsbanka nokkra milljarða úr almannasjóðum við söluna á bankanum. Ekki almenningi, heldur þeim sem eru aflögufærir og bröskurum, þar með talið alþjóðlegum fjárfestingasjóðum. Við þessu hafði verkalýðshreyfingin varað. Einkavæðing í öldrunarþjónustu er hafin af fullum krafti og ljóst að fyrirtæki sem taka að sér einkarekstur ætla ekki að gera það af hugsjóninni einni saman, það sannaðist þegar uppsagnirnar hófust: Það á að „lækka starfsmannakostnað“ sem þýðir á alþýðumáli að lækka laun. Ríkið greiðir svo brúsann, þar með talið arðinn til hluthafa fyrir markaðsvæðingu á lífi og heilsu gamla fólksins. Play fór í loftið fljúgandi á undirboðum á vinnumarkaði, gerandi samning um kjör flugfreyja og -þjóna án aðkomu flugfreyja- og þjóna og kynnir sig fyrir fjárfestum með yfirlýsingu um að það fyrirtæki geti umfram önnur „haldið starfsmannakostnaði niðri“. Þeirri baráttu er langt í frá lokið. Baráttunni við heimsfaraldurinn er hins vegar að ljúka, a.m.k. í bili, og það voru gleðifréttir í dag þegar tilkynnt var að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands. Það er ávísun á gott sumar en við uppgjör þessa tímabils og við skrefin framundan er ljóst að baráttunni fyrir sanngjörnum launum og réttlátri dreifingu auðsins er hvergi nærri lokið. Við munum áfram standa vaktina! Gleðilegt sumar kæru lesendur – næsti föstudagspistill fer í loftið í ágúst. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar