„Einhliða ákvörðun mín og snýst bara um tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 10:58 Darri Freyr Atlason stýrði KR til sigurs gegn Val í æsispennandi einvígi í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins en í undanúrslitunum tapaði KR 3-0 gegn Keflavík. vísir/Hulda Margrét „Ég er búinn að segja upp sem aðalþjálfari liðsins vegna anna annars staðar,“ segir Darri Freyr Atlason sem er hættur sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta. Hann býður þó áfram fram starfskrafta sína í Vesturbænum. Darri tók við KR í fyrra eftir að hafa verið sigursæll sem þjálfari kvennaliðs Vals. Hann hefur hins vegar í nógu að snúast við að stýra viðskiptaþróun hjá Lucinity, sem er nýsköpunarfyrirtæki í fjártækni, og ákvað því að stíga til hliðar nú. „Það er bara erfitt að „djöggla“ þessum boltum saman. Ég hef bara ekki tíma til að sinna þessu starfi eins vel og ég vil gera það. Þetta er allt saman gert í góðu samstarfi við félagið og það er gott á milli okkar. Ég sé alveg fyrir mér að hjálpa liðinu áfram sé einhver eftirspurn eftir því,“ segir Darri. Samkvæmt heimildum karfan.is gæti Helgi Már Magnússon orðið næsti aðalþjálfari KR. Darri gæti þá hugsanlega orðið honum til aðstoðar. Nýr þjálfari ráði því hvort Darri hjálpi KR Darri segir sjálfur að nýr þjálfari verði að ráða því hvort að hann komi að einhverju leyti að þjálfun KR á næstu leiktíð. Hann hefur ekki rætt það frekar við Böðvar Guðjónsson, formann körfuknattleiksdeildar KR, en Vísir hefur ekki náð tali af Böðvari í dag. „Við höfum ekkert farið út í nákvæmar útlistingar varðandi þetta. Það er mikilvægt að sá sem að tekur við liðinu máli sína mynd upp sjálfur og ákveði hvort hann vilji nýta mína krafta eða einhverra annarra. Ég er bara KR-ingur og vil vera til staðar að því marki sem þeir hafa áhuga á, og innan þeirra marka sem ég hef tækifæri til,“ segir Darri. Aldrei ánægðir með árangur sem skilar ekki titli Eftir að hafa unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði voru þá mistókst KR að landa titlinum í ár, eftir að liðinu var sópað út af Keflavík í undanúrslitum. Darri segir að sú niðurstaða ráði engu um það að hann hætti núna, og að sér hafi staðið til boða að halda áfram: „Já, ég var með tveggja ára samning og þetta var í sjálfu sér einhliða ákvörðun mín, og snýst bara um tíma. Samstarfið var frábært og að mínu viti eru báðir aðilar mjög sáttir. KR-ingar eru aldrei ánægðir með árangur sem að endar ekki á titli en þegar maður jafnar sig á því, og fer að hugsa um framþróun og breytingar inni í klúbbnum, þá held ég að við getum alveg horft þannig á málin að jarðvegurinn til árangurs á næstu árum sé ágætur,“ segir Darri sem hyggst taka sér frí frá körfubolta næsta vetur verði krafta hans ekki óskað hjá KR. Dominos-deild karla KR Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Darri tók við KR í fyrra eftir að hafa verið sigursæll sem þjálfari kvennaliðs Vals. Hann hefur hins vegar í nógu að snúast við að stýra viðskiptaþróun hjá Lucinity, sem er nýsköpunarfyrirtæki í fjártækni, og ákvað því að stíga til hliðar nú. „Það er bara erfitt að „djöggla“ þessum boltum saman. Ég hef bara ekki tíma til að sinna þessu starfi eins vel og ég vil gera það. Þetta er allt saman gert í góðu samstarfi við félagið og það er gott á milli okkar. Ég sé alveg fyrir mér að hjálpa liðinu áfram sé einhver eftirspurn eftir því,“ segir Darri. Samkvæmt heimildum karfan.is gæti Helgi Már Magnússon orðið næsti aðalþjálfari KR. Darri gæti þá hugsanlega orðið honum til aðstoðar. Nýr þjálfari ráði því hvort Darri hjálpi KR Darri segir sjálfur að nýr þjálfari verði að ráða því hvort að hann komi að einhverju leyti að þjálfun KR á næstu leiktíð. Hann hefur ekki rætt það frekar við Böðvar Guðjónsson, formann körfuknattleiksdeildar KR, en Vísir hefur ekki náð tali af Böðvari í dag. „Við höfum ekkert farið út í nákvæmar útlistingar varðandi þetta. Það er mikilvægt að sá sem að tekur við liðinu máli sína mynd upp sjálfur og ákveði hvort hann vilji nýta mína krafta eða einhverra annarra. Ég er bara KR-ingur og vil vera til staðar að því marki sem þeir hafa áhuga á, og innan þeirra marka sem ég hef tækifæri til,“ segir Darri. Aldrei ánægðir með árangur sem skilar ekki titli Eftir að hafa unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði voru þá mistókst KR að landa titlinum í ár, eftir að liðinu var sópað út af Keflavík í undanúrslitum. Darri segir að sú niðurstaða ráði engu um það að hann hætti núna, og að sér hafi staðið til boða að halda áfram: „Já, ég var með tveggja ára samning og þetta var í sjálfu sér einhliða ákvörðun mín, og snýst bara um tíma. Samstarfið var frábært og að mínu viti eru báðir aðilar mjög sáttir. KR-ingar eru aldrei ánægðir með árangur sem að endar ekki á titli en þegar maður jafnar sig á því, og fer að hugsa um framþróun og breytingar inni í klúbbnum, þá held ég að við getum alveg horft þannig á málin að jarðvegurinn til árangurs á næstu árum sé ágætur,“ segir Darri sem hyggst taka sér frí frá körfubolta næsta vetur verði krafta hans ekki óskað hjá KR.
Dominos-deild karla KR Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn