Ofnæmi eyðilagði tímabilið fyrir silfurmanni síðustu heimsleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 14:31 Samuel Kwant er æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur en þau sjást hér fá fyrirmæli frá þjálfara sínum Ben Bergeron. Bæði unnu silfur á síðustu heimsleikum. Instagram/@samuelkwant Æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, sem vann silfurverðlaun eins og hún á síðustu heimsleikum, tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðuna fyrir því að Samuel Kwant náði sér ekki á strik í undanúrslitunum. Á komandi heimsleikum í CrossFit verða hvorki heimsmeistarinn Matthew Fraser eða silfurmaðurinn Samuel Kwant frá leikunum í fyrra. Fraser hætti eftir fimmta heimsmeistaratitilinn en Kwant náði ekki einu af þeim sætum sem skiluðu farseðli á heimsleikana í lok júlí. Comptrain, heimavöllur Katrínar Tönju og Samuel Kwant, útskýrði betur hvað gerðist fyrir Samuel Kwant í undanúrslitunum en hann keppti á Mid-Atlantic CrossFit Challenge. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Kwant lenti í því að fá alvarleg ofnæmisviðbrögð í keppnisvikunni og losnaði aldrei við þau. Það gæti talist verið léleg afsökun að kenna ofnæmi um slæmt gengi hjá sér en þetta er ekkert venjulegt ofnæmi sem Kwant var að glíma við. Kwant lenti því að líkaminn hans fór að bregðast við ógn af mikilli hörku en skoraði í raun sjálfsmark, fór í það að vinna gegn eigin líkama. Blóðþrýstingurinn hans féll, öndurnavegurinn þrengdist og hann átti erfitt með að anda. Ekki beint það sem CrossFit maður þarf á að halda í mjög harði keppni. Allt byrjaði þetta tveimur dögum fyrir keppnina en þá vaknaði Sam með mikinn kláða og bólgna rauða húð. „Ég hóstaði og hóstaði og mér leið eins og það væri eitthvað í kokinu á mér,“ sagði Samuel Kwant. „Ég hafði aldrei lenti í einhverju svona áður,“ sagði Kwant og þjálfarinn hans keyrði hann upp á spítala. View this post on Instagram A post shared by Sam Kwant (@samuelkwant) Samuel Kwant þrjóskaðist samt við og hætti ekki við að keppa í undanúrslitunum. „Þar til á sunnudeginum þá hafði ég enn trú á því að ég ætti möguleika,“ sagði Kwant en hann var hins vegar alveg kraftlaus á lokadeginum. Samuel hafði aldrei lent í svona alvarlegum ofnæmisviðbrögðum áður en hann hafði engu að síður verið að glíma við vandamál þessu tengdu síðan 2017. Nú er tímabilið búið hjá honum og algjört forgangsatriði hjá honum að leita sér lækninga svo að svona gerist ekki aftur. „Þetta gæti hafa verið það besta sem kom fyrir mig,“ sagði Samuel Kwant sem ætlar að taka á þessu vandamáli og koma enn sterkari til baka. CrossFit Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira
Á komandi heimsleikum í CrossFit verða hvorki heimsmeistarinn Matthew Fraser eða silfurmaðurinn Samuel Kwant frá leikunum í fyrra. Fraser hætti eftir fimmta heimsmeistaratitilinn en Kwant náði ekki einu af þeim sætum sem skiluðu farseðli á heimsleikana í lok júlí. Comptrain, heimavöllur Katrínar Tönju og Samuel Kwant, útskýrði betur hvað gerðist fyrir Samuel Kwant í undanúrslitunum en hann keppti á Mid-Atlantic CrossFit Challenge. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Kwant lenti í því að fá alvarleg ofnæmisviðbrögð í keppnisvikunni og losnaði aldrei við þau. Það gæti talist verið léleg afsökun að kenna ofnæmi um slæmt gengi hjá sér en þetta er ekkert venjulegt ofnæmi sem Kwant var að glíma við. Kwant lenti því að líkaminn hans fór að bregðast við ógn af mikilli hörku en skoraði í raun sjálfsmark, fór í það að vinna gegn eigin líkama. Blóðþrýstingurinn hans féll, öndurnavegurinn þrengdist og hann átti erfitt með að anda. Ekki beint það sem CrossFit maður þarf á að halda í mjög harði keppni. Allt byrjaði þetta tveimur dögum fyrir keppnina en þá vaknaði Sam með mikinn kláða og bólgna rauða húð. „Ég hóstaði og hóstaði og mér leið eins og það væri eitthvað í kokinu á mér,“ sagði Samuel Kwant. „Ég hafði aldrei lenti í einhverju svona áður,“ sagði Kwant og þjálfarinn hans keyrði hann upp á spítala. View this post on Instagram A post shared by Sam Kwant (@samuelkwant) Samuel Kwant þrjóskaðist samt við og hætti ekki við að keppa í undanúrslitunum. „Þar til á sunnudeginum þá hafði ég enn trú á því að ég ætti möguleika,“ sagði Kwant en hann var hins vegar alveg kraftlaus á lokadeginum. Samuel hafði aldrei lent í svona alvarlegum ofnæmisviðbrögðum áður en hann hafði engu að síður verið að glíma við vandamál þessu tengdu síðan 2017. Nú er tímabilið búið hjá honum og algjört forgangsatriði hjá honum að leita sér lækninga svo að svona gerist ekki aftur. „Þetta gæti hafa verið það besta sem kom fyrir mig,“ sagði Samuel Kwant sem ætlar að taka á þessu vandamáli og koma enn sterkari til baka.
CrossFit Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira