Hægt að létta verulega á takmörkunum Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 24. júní 2021 16:52 Þórólfur Guðnason eftir einn ríkisstjórnarfundinn í vor. Ef allt fer að óskum mun hann síður venja komur sínar á þær samkundur á komandi tímum. Vísir/Vilhelm Viðbúið er að verulegar breytingar á samkömutakmörkunum verði kynntar á morgun. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir innanlands og á landamærunum. Óhætt er að segja að staða kórónuverufaraldursins hér á landi sé nokkuð góð en enginn hefur greinst með veiruna innanlands í átta daga. Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tvö minnisblöð, annað um aðgerðir innanlands en hitt um aðgerðir á landamærunum. Aðspurður hvort Íslendingar megi eiga von á góðu á morgun segir Þórólfur í samtali við fréttastofu: „Ríkisstjórnin er bara að fjalla um þetta núna og skoða málið og ákveður síðan hvað verður gert.“ Forsendur til að létta verulega á Samkvæmt heimildum fréttastofu eru verulegar breytingar boðaðar en heilbrigðisráðherra hefur sagt að stefnt sé að því að aflétta öllum takmörkunum innanlands fyrir lok mánaðar. Lagðir þú til að öllu yrði aflétt? „Ég lagði ýmislegt til og ég tel ekki ástæður til að greina frá því núna frekar en áður,“ segir Þórólfur. „Allar takmarkanir sem eru í gangi eru undir í sjálfu sér, að létta á því. Það hefur gengið mjög vel núna innanlands. Síðasta innanlandstilfellið var 15. júní, þannig að það hefur gengið bara gríðarlega vel. Það hefur gengið líka vel á landamærunum, þannig að það eru alveg forsendur til að létta verulega á núna, finnst mér.“ Þórólfur vonast til að þurfa ekki að herða reglurnar aftur. „Svo sannarlega vonast ég til þess. En við þurfum líka að vera við því búin því faraldurinn er bara í mikilli útbreiðslu víða og það er bara brot af heiminum sem hefur verið bólusettur þannig að veiran verður með okkur í heiminum áfram þó að þetta gangi vel hér.“ Minnisblöðin verða kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun og er venjan að tilkynnt sé um breytingar að honum loknum. Draga úr skimunum en á ábyrgan hátt Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði verkefnastjóri hjá heilsugæslunni að ekki sé hægt að anna áframhaldandi skimunum á bólusettum og þeim sem eru með mótefnavottorð á landamærunum. „Þetta blasir eins við okkur. Það er alltaf að bætast í farþegafjöldann hjá okkur og met sleginn nánast daglega í farþegafjöldanum og biðin fyrir fólk er að verða ansi löng. Það er komið yfir tvo tíma sem fólk er í röð,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Flestir sýni þolinmæði en alls ekki allir. „Við höfum þurft að hafa afskipti af fólki vegna pirrings svo að maður taki vægt til orða,“ segir Sigurgeir. Þórólfur hefur sagst stefna að því að hætta að skima þennan hóp við landamærin um mánaðamótin, enda hlutfall smitaðra afar lágt og engin dreifing út frá þeim. „Það er mjög mikilvægt að við rýnum í okkar gögn og þær upplýsingar sem við höfum safnað til að reyna einfalda þetta á landamærunum en gera það samt á ábyrgan og öruggan hátt og það mun koma fram í mínum minnisblöðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum um aðgerðir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um breytingar á samkomutakmörkunum innanlands. Ætla má að ríkisstjórnin ræði þær á fundi sínum í fyrramálið. 24. júní 2021 12:55 Ekki hægt að anna skimunum á bólusettum við landamærin Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekki hægt að anna áframhamhaldandi skimunum á bólusettum og þeim sem eru með mótefnavottorð á landamærunum. 23. júní 2021 21:28 Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. 23. júní 2021 09:02 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Óhætt er að segja að staða kórónuverufaraldursins hér á landi sé nokkuð góð en enginn hefur greinst með veiruna innanlands í átta daga. Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tvö minnisblöð, annað um aðgerðir innanlands en hitt um aðgerðir á landamærunum. Aðspurður hvort Íslendingar megi eiga von á góðu á morgun segir Þórólfur í samtali við fréttastofu: „Ríkisstjórnin er bara að fjalla um þetta núna og skoða málið og ákveður síðan hvað verður gert.“ Forsendur til að létta verulega á Samkvæmt heimildum fréttastofu eru verulegar breytingar boðaðar en heilbrigðisráðherra hefur sagt að stefnt sé að því að aflétta öllum takmörkunum innanlands fyrir lok mánaðar. Lagðir þú til að öllu yrði aflétt? „Ég lagði ýmislegt til og ég tel ekki ástæður til að greina frá því núna frekar en áður,“ segir Þórólfur. „Allar takmarkanir sem eru í gangi eru undir í sjálfu sér, að létta á því. Það hefur gengið mjög vel núna innanlands. Síðasta innanlandstilfellið var 15. júní, þannig að það hefur gengið bara gríðarlega vel. Það hefur gengið líka vel á landamærunum, þannig að það eru alveg forsendur til að létta verulega á núna, finnst mér.“ Þórólfur vonast til að þurfa ekki að herða reglurnar aftur. „Svo sannarlega vonast ég til þess. En við þurfum líka að vera við því búin því faraldurinn er bara í mikilli útbreiðslu víða og það er bara brot af heiminum sem hefur verið bólusettur þannig að veiran verður með okkur í heiminum áfram þó að þetta gangi vel hér.“ Minnisblöðin verða kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun og er venjan að tilkynnt sé um breytingar að honum loknum. Draga úr skimunum en á ábyrgan hátt Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði verkefnastjóri hjá heilsugæslunni að ekki sé hægt að anna áframhaldandi skimunum á bólusettum og þeim sem eru með mótefnavottorð á landamærunum. „Þetta blasir eins við okkur. Það er alltaf að bætast í farþegafjöldann hjá okkur og met sleginn nánast daglega í farþegafjöldanum og biðin fyrir fólk er að verða ansi löng. Það er komið yfir tvo tíma sem fólk er í röð,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Flestir sýni þolinmæði en alls ekki allir. „Við höfum þurft að hafa afskipti af fólki vegna pirrings svo að maður taki vægt til orða,“ segir Sigurgeir. Þórólfur hefur sagst stefna að því að hætta að skima þennan hóp við landamærin um mánaðamótin, enda hlutfall smitaðra afar lágt og engin dreifing út frá þeim. „Það er mjög mikilvægt að við rýnum í okkar gögn og þær upplýsingar sem við höfum safnað til að reyna einfalda þetta á landamærunum en gera það samt á ábyrgan og öruggan hátt og það mun koma fram í mínum minnisblöðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum um aðgerðir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um breytingar á samkomutakmörkunum innanlands. Ætla má að ríkisstjórnin ræði þær á fundi sínum í fyrramálið. 24. júní 2021 12:55 Ekki hægt að anna skimunum á bólusettum við landamærin Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekki hægt að anna áframhamhaldandi skimunum á bólusettum og þeim sem eru með mótefnavottorð á landamærunum. 23. júní 2021 21:28 Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. 23. júní 2021 09:02 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum um aðgerðir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um breytingar á samkomutakmörkunum innanlands. Ætla má að ríkisstjórnin ræði þær á fundi sínum í fyrramálið. 24. júní 2021 12:55
Ekki hægt að anna skimunum á bólusettum við landamærin Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekki hægt að anna áframhamhaldandi skimunum á bólusettum og þeim sem eru með mótefnavottorð á landamærunum. 23. júní 2021 21:28
Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. 23. júní 2021 09:02