Birkir valdi bestu bakverði EM Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 14:00 Denzel Dumfries ræddi við fjölskyldu og vini í stúkunni eftir sigurinn á Austurríki á EM. Hann skoraði í leiknum og einnig gegn Úkraínu í fyrsta leik. Getty/Alyn Ledang Þegar Birkir Már Sævarsson horfir á leiki á EM fylgist hann sérstaklega vel með bakvörðum liðanna. Það var því við hæfi að „Vindurinn“ tæki að sér að velja bestu bakverði mótsins. Birkir, sem leikið hefur 98 A-landsleiki, hefur haldið vel aftur af mönnum á borð við Cristiano Ronaldo, Memphis Depay og Raheem Sterling á sínum landsliðsferli. Hann þarf að gera sér að góðu að horfa á þá í sjónvarpinu að þessu sinni, og glímu þeirra við varnarmenn annarra þjóða. „Ég horfi alltaf mest á bakverðina eiginlega. Svo reynir maður nú að njóta þess að horfa á leikinn en einhvern veginn sogast maður alltaf að því að fylgjast með bakvörðunum og hvað þeir eru að gera. Maður er alltaf að reyna að læra eitthvað þó að maður sé orðinn gamall í hettunni,“ sagði Birkir í þættinum EM í dag, á EM-rás Stöðvar 2 í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Bestu bakverðir Birkis Bestu bakverðir EM til þessa eru að mati Birkis í landsliðum Hollands, Ítalíu og Þýskalands. „Sá fyrsti sem kom upp í hausinn var Denzel Dumfries. Hann er búinn að vera flottur,“ sagði Birkir um hinn 25 ára gamla Dumfries, hægri vængbakvörð Hollands og leikmann PSV. „Ég er farinn að halda að De Boer sé að hanna „systemið“ að Dumfries. Hann er ekki frábær varnarmaður sem hægri bakvörður í fjögurra manna línu, en þetta system hentar honum einkar vel,“ benti Guðmundur Benediktsson á. „Hann er þarna sem vængbakvörður sem er smá svindlstaða fyrir þessa sóknarsinnuðu bakverði. Þeir njóta sín helvíti vel þar í þessum góðu liðum,“ sagði Birkir. Virkilega gaman að horfa á Spinazzola Næstur í röðinni var Leonardo Spinazzola, 28 ára gamall vinstri bakvörður ítalska landsliðsins og Roma. „Hann er búinn að vera geggjaður. Það er virkilega gaman að horfa á hann spila fótbolta. Hann er góður einn á móti einum, jafnfættur og eiginlega bara eins og kantmaður. Ég hef ekki séð alveg nógu mikið af honum til að meta hversu góður varnarmaður hann er en það skiptir ekki máli. Á stórmótum vill maður fá mörk og blússandi sóknarbolta,“ sagði Birkir. Þjóðverjinn Robin Gosens, sem er 26 ára vinstri vængbakvörður og leikmaður Atalanta á Ítalíu, var svo sá þriðji sem Birkir valdi: „Ég valdi hann eiginlega út af þessum eina leik á móti Portúgal. Hann var geggjaður þar, eins og reyndar Kimmich. Ég hef alltaf mjög gaman að því þegar bakvörður skorar eftir stoðsendingu frá hinum bakverðinum. Það eru mín uppáhalds mörk.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira
Birkir, sem leikið hefur 98 A-landsleiki, hefur haldið vel aftur af mönnum á borð við Cristiano Ronaldo, Memphis Depay og Raheem Sterling á sínum landsliðsferli. Hann þarf að gera sér að góðu að horfa á þá í sjónvarpinu að þessu sinni, og glímu þeirra við varnarmenn annarra þjóða. „Ég horfi alltaf mest á bakverðina eiginlega. Svo reynir maður nú að njóta þess að horfa á leikinn en einhvern veginn sogast maður alltaf að því að fylgjast með bakvörðunum og hvað þeir eru að gera. Maður er alltaf að reyna að læra eitthvað þó að maður sé orðinn gamall í hettunni,“ sagði Birkir í þættinum EM í dag, á EM-rás Stöðvar 2 í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Bestu bakverðir Birkis Bestu bakverðir EM til þessa eru að mati Birkis í landsliðum Hollands, Ítalíu og Þýskalands. „Sá fyrsti sem kom upp í hausinn var Denzel Dumfries. Hann er búinn að vera flottur,“ sagði Birkir um hinn 25 ára gamla Dumfries, hægri vængbakvörð Hollands og leikmann PSV. „Ég er farinn að halda að De Boer sé að hanna „systemið“ að Dumfries. Hann er ekki frábær varnarmaður sem hægri bakvörður í fjögurra manna línu, en þetta system hentar honum einkar vel,“ benti Guðmundur Benediktsson á. „Hann er þarna sem vængbakvörður sem er smá svindlstaða fyrir þessa sóknarsinnuðu bakverði. Þeir njóta sín helvíti vel þar í þessum góðu liðum,“ sagði Birkir. Virkilega gaman að horfa á Spinazzola Næstur í röðinni var Leonardo Spinazzola, 28 ára gamall vinstri bakvörður ítalska landsliðsins og Roma. „Hann er búinn að vera geggjaður. Það er virkilega gaman að horfa á hann spila fótbolta. Hann er góður einn á móti einum, jafnfættur og eiginlega bara eins og kantmaður. Ég hef ekki séð alveg nógu mikið af honum til að meta hversu góður varnarmaður hann er en það skiptir ekki máli. Á stórmótum vill maður fá mörk og blússandi sóknarbolta,“ sagði Birkir. Þjóðverjinn Robin Gosens, sem er 26 ára vinstri vængbakvörður og leikmaður Atalanta á Ítalíu, var svo sá þriðji sem Birkir valdi: „Ég valdi hann eiginlega út af þessum eina leik á móti Portúgal. Hann var geggjaður þar, eins og reyndar Kimmich. Ég hef alltaf mjög gaman að því þegar bakvörður skorar eftir stoðsendingu frá hinum bakverðinum. Það eru mín uppáhalds mörk.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira