Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 16:24 Árni Bragi Eyjólfsson var bestur í Olís-deildinni í vetur. Stöð 2 Sport Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. Árni Bragi var auk þess valinn besti sóknarmaður deildarinnar, krýndur markakóngur, hlaut Valdimarsbikarinn sem mikilvægasti leikmaðurinn og háttvísisverðlaunin. Guðjón Guðmundsson tók Árna Braga tali á verðlaunahófi HSÍ í dag og spurði hann út í þessa miklu velgengni hans í búningi KA: Klippa: Árni Bragi bestur í vetur og vill titil í Mosó „Ég var í umhverfi sem ég naut mín rosalega vel í. Allir mínir liðsfélagar, þjálfari og það traust sem ég hef fengið í vetur hefur skilað sér alveg út í gegn. Ég hef fundið fyrir því [traustinu] frá byrjun, lagði á mig það sem ég þurfti að gera og vissi að fólkið í kringum mann hafði trú á manni, og þá skilar maður sínu,“ sagði Árni Bragi sem virtist bara verða betri eftir því sem leið á tímabilið: „Ég hef oft sagt að ég fúnkeri vel í mikið af leikjum og minna af æfingum… Nei, nei. Það var mikill stígandi og maður fann að maður efldist með hverjum leik. Það besta fyrir leikmann þegar vel gengur er að það sé sem styst í næsta leik. Það gekk vonum framar,“ sagði Árni Bragi. Guðjón benti á að Árni Bragi hefði ekki verið svona góður með KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni, þar sem hann lék áður en hann kom til KA í fyrra. Hvað breyttist? „Það er hárrétt. Þarna kemur að andlegu hliðinni í íþróttunum. Eins og ég segi þá var ég í svo frábæru umhverfi [hjá KA] og fann strax fyrir svo miklu trausti frá Jonna [Jónatani Magnússyni, þjálfara] og öllum í kringum mig, til að láta manni líða vel. Maður blómstrar í því umhverfi sem manni líður vel í. Ég ætlaði mér stóra hluti í fyrra en komst sjálfur aldrei í gang og svo flautaði Covid mann heim. Þetta komst aldrei á flug, maður fann það snemma, svo ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið menn sem að tóku svona vel á móti manni því það var ekki sjálfsagt,“ sagði Árni Bragi. Árni Bragi á lokahófi HSÍ @ArniBragi Besti leikmaður #olisdeildin karla Besti sóknarmaður Markahæsti leikmaður deildarinnar Háttvísisverðlaun Valdimarsbikarinn#LifiFyrirKA pic.twitter.com/PobopOyoGW— KA (@KAakureyri) June 23, 2021 Hann hóf meistaraflokksferil sinn með Aftureldingu og snýr aftur í Mosfellsbæinn fyrir næstu leiktíð, tilbúinn í nýja áskorun: „Ég er ógeðslega spenntur fyrir henni. Mér finnst frábært að hafa getað komið norður og endurgoldið það traust sem KA-menn gáfu mér. Þeir höfðu trú á mér sem þeim leikmanni sem ég var og mér finnst ég hafa skilað því heim. Núna á ég bara eitt eftir og það er hjá hinum uppeldisklúbbnum. Okkur vantar einn titil þar og vonandi kemur hann.“ Olís-deild karla KA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Árni Bragi var auk þess valinn besti sóknarmaður deildarinnar, krýndur markakóngur, hlaut Valdimarsbikarinn sem mikilvægasti leikmaðurinn og háttvísisverðlaunin. Guðjón Guðmundsson tók Árna Braga tali á verðlaunahófi HSÍ í dag og spurði hann út í þessa miklu velgengni hans í búningi KA: Klippa: Árni Bragi bestur í vetur og vill titil í Mosó „Ég var í umhverfi sem ég naut mín rosalega vel í. Allir mínir liðsfélagar, þjálfari og það traust sem ég hef fengið í vetur hefur skilað sér alveg út í gegn. Ég hef fundið fyrir því [traustinu] frá byrjun, lagði á mig það sem ég þurfti að gera og vissi að fólkið í kringum mann hafði trú á manni, og þá skilar maður sínu,“ sagði Árni Bragi sem virtist bara verða betri eftir því sem leið á tímabilið: „Ég hef oft sagt að ég fúnkeri vel í mikið af leikjum og minna af æfingum… Nei, nei. Það var mikill stígandi og maður fann að maður efldist með hverjum leik. Það besta fyrir leikmann þegar vel gengur er að það sé sem styst í næsta leik. Það gekk vonum framar,“ sagði Árni Bragi. Guðjón benti á að Árni Bragi hefði ekki verið svona góður með KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni, þar sem hann lék áður en hann kom til KA í fyrra. Hvað breyttist? „Það er hárrétt. Þarna kemur að andlegu hliðinni í íþróttunum. Eins og ég segi þá var ég í svo frábæru umhverfi [hjá KA] og fann strax fyrir svo miklu trausti frá Jonna [Jónatani Magnússyni, þjálfara] og öllum í kringum mig, til að láta manni líða vel. Maður blómstrar í því umhverfi sem manni líður vel í. Ég ætlaði mér stóra hluti í fyrra en komst sjálfur aldrei í gang og svo flautaði Covid mann heim. Þetta komst aldrei á flug, maður fann það snemma, svo ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið menn sem að tóku svona vel á móti manni því það var ekki sjálfsagt,“ sagði Árni Bragi. Árni Bragi á lokahófi HSÍ @ArniBragi Besti leikmaður #olisdeildin karla Besti sóknarmaður Markahæsti leikmaður deildarinnar Háttvísisverðlaun Valdimarsbikarinn#LifiFyrirKA pic.twitter.com/PobopOyoGW— KA (@KAakureyri) June 23, 2021 Hann hóf meistaraflokksferil sinn með Aftureldingu og snýr aftur í Mosfellsbæinn fyrir næstu leiktíð, tilbúinn í nýja áskorun: „Ég er ógeðslega spenntur fyrir henni. Mér finnst frábært að hafa getað komið norður og endurgoldið það traust sem KA-menn gáfu mér. Þeir höfðu trú á mér sem þeim leikmanni sem ég var og mér finnst ég hafa skilað því heim. Núna á ég bara eitt eftir og það er hjá hinum uppeldisklúbbnum. Okkur vantar einn titil þar og vonandi kemur hann.“
Olís-deild karla KA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn