Persónuvernd telur mögulega tilefni til að útvíkka athugun sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2021 11:57 Persónuvernd hefur nú til skoðunar vinnubrögð við meðferð persónuupplýsinga við flutninga leghálssýna til Danmerkur. Persónuvernd hefur borist svar frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um það hvernig leitast er við að tryggja öryggi við auðkenningu leghálssýna sem send eru til Danmerkur og upplýsinga sem verða til við rannsóknir á þeim. Persónuvernd sendi fyrirspurn til heilsugæslunnar 17. maí síðastliðinn og barst svar 31. maí. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn Ernu Bjarnadóttur, sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ en honum tilheyra nú 16.700 einstaklingar. Í fyrirspurninni er meðal annars spurt að því hvers vegna það sé afstaða Embættis landæknis að sýni sem tekin eru vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini þurfi ekki að geyma í nema fimm ár og því falli þau ekki undir lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000. Leiða má líkur að því að tilefni spurningarinnar sé sú staðreynd að upp getur komið sú staða að kona reynist hafa fengið ranga greiningu og þá eru geymd sýni endurskoðuð. Í svarinu segist Persónuvernd ekki getað svarað til um afstöðu Landlæknisembættisins en í lögum 110/2000 sé ekki mælt fyrir um skyldu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu til að varðveita lífsýni sem tekin eru vegna þjónusturannsókna. Hins vegar sé skylt að halda sjúkraskrá vegna sjúklings og þá geti reynt á það hvort þjónustusýni teljist tilheyra slíkri skrá. Þá segir að tilefni kunni að gefast til að bæta varðveislu umræddra sýna við athugun Persónuverndar. Í svarinu segir einnig að mögulega kunni að gefast tilefni til að kanna frekar gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þjónustusýni en í fyrirspurn Ernu var bent á að skýrar reglur hefðu gilt um lífsýnasafn frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins. Persónuvernd ítrekar að samkvæmt lögum sé heimilt að senda lífsýni úr landi, meðal annars vegna sjúkdómsgreininga og gæðaeftirlits. Það breyti því þó ekki að mikilvægt sé að viðhöfð séu vönduð vinnubrögð þegar það er gert og því hafi stofnunin hafið athugun á fyrirkomulaginu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengd skjöl Svar_PersonuverndarPDF2.8MBSækja skjal Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Persónuvernd sendi fyrirspurn til heilsugæslunnar 17. maí síðastliðinn og barst svar 31. maí. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn Ernu Bjarnadóttur, sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ en honum tilheyra nú 16.700 einstaklingar. Í fyrirspurninni er meðal annars spurt að því hvers vegna það sé afstaða Embættis landæknis að sýni sem tekin eru vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini þurfi ekki að geyma í nema fimm ár og því falli þau ekki undir lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000. Leiða má líkur að því að tilefni spurningarinnar sé sú staðreynd að upp getur komið sú staða að kona reynist hafa fengið ranga greiningu og þá eru geymd sýni endurskoðuð. Í svarinu segist Persónuvernd ekki getað svarað til um afstöðu Landlæknisembættisins en í lögum 110/2000 sé ekki mælt fyrir um skyldu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu til að varðveita lífsýni sem tekin eru vegna þjónusturannsókna. Hins vegar sé skylt að halda sjúkraskrá vegna sjúklings og þá geti reynt á það hvort þjónustusýni teljist tilheyra slíkri skrá. Þá segir að tilefni kunni að gefast til að bæta varðveislu umræddra sýna við athugun Persónuverndar. Í svarinu segir einnig að mögulega kunni að gefast tilefni til að kanna frekar gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þjónustusýni en í fyrirspurn Ernu var bent á að skýrar reglur hefðu gilt um lífsýnasafn frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins. Persónuvernd ítrekar að samkvæmt lögum sé heimilt að senda lífsýni úr landi, meðal annars vegna sjúkdómsgreininga og gæðaeftirlits. Það breyti því þó ekki að mikilvægt sé að viðhöfð séu vönduð vinnubrögð þegar það er gert og því hafi stofnunin hafið athugun á fyrirkomulaginu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengd skjöl Svar_PersonuverndarPDF2.8MBSækja skjal
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira