Neita yfirvöldum um heimild til að nota brómódíólón gegn músaplágunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2021 09:59 Yfirvöld segja músafaraldurinn fordæmalausan. AP/Rick Rycroft Ástralska stofnunin sem hefur eftirlit með notkun dýralyfja og meindýraeiturs hefur hafnað umsókn yfirvalda í Nýju Suður Wales um að fá að nota brómadíólón til að vernda uppskeru frá músaplágu í ríkinu. Brómódíólón kemur í veg fyrir upptöku K vítamíns í líkamanum, sem er nauðsynlegur þáttur í storknun blóðsins. Þegar það er notað sem meindýraeitur getur það valdið því að dýrum á borð við mýs og rottur blæðir út á aðeins um sólahring en það er illa séð sökum þess að það getur borist í önnur dýr sem leggja sér nagdýrin til munns. Þar ber meðal annars að nefna arnar- og uglutegundir en vísindamenn og umhverfisverndarsinnar hafa einnig lýst áhyggjum yfir því að aukin notkun brómódíólóns í Ástralíu gæti haft afar skaðvænleg áhrif á nokkrar tegundir páfagauka. Adam Marshall, landbúnaðarráðherra Nýju Suður Wales, hafði áður lýst því yfir að yfirvöld hefðu tryggt sér 10 þúsund lítra af brómódíólóni til að „napalm-sprengja mýs“ í sveitum ríkisins en segist nú munu hlíta ákvörðun eftirlitsstofnunarinnar. Eftirlitsstofnunin hefur heimilað notkun sink-fosfats, sem hefur einnig skaðleg áhrif á umhverfið en er ekki jafn langvirkandi. Hinn yfirstandandi músafaraldur hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu á uppskeru í Nýju Suður Wales og skemmdum á heimilum, byggingum og vélbúnaði. Þá hafa fregnir borist af hrúgum af dauðum músum, bitnum börnum og óvelkomnum bólfélögum. Mýsnar hafa valdið gríðarlegu tjóni á uppskeru og ýmsum vélbúnaði.AP/Rick Rycroft Ástralía Umhverfismál Dýr Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira
Brómódíólón kemur í veg fyrir upptöku K vítamíns í líkamanum, sem er nauðsynlegur þáttur í storknun blóðsins. Þegar það er notað sem meindýraeitur getur það valdið því að dýrum á borð við mýs og rottur blæðir út á aðeins um sólahring en það er illa séð sökum þess að það getur borist í önnur dýr sem leggja sér nagdýrin til munns. Þar ber meðal annars að nefna arnar- og uglutegundir en vísindamenn og umhverfisverndarsinnar hafa einnig lýst áhyggjum yfir því að aukin notkun brómódíólóns í Ástralíu gæti haft afar skaðvænleg áhrif á nokkrar tegundir páfagauka. Adam Marshall, landbúnaðarráðherra Nýju Suður Wales, hafði áður lýst því yfir að yfirvöld hefðu tryggt sér 10 þúsund lítra af brómódíólóni til að „napalm-sprengja mýs“ í sveitum ríkisins en segist nú munu hlíta ákvörðun eftirlitsstofnunarinnar. Eftirlitsstofnunin hefur heimilað notkun sink-fosfats, sem hefur einnig skaðleg áhrif á umhverfið en er ekki jafn langvirkandi. Hinn yfirstandandi músafaraldur hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu á uppskeru í Nýju Suður Wales og skemmdum á heimilum, byggingum og vélbúnaði. Þá hafa fregnir borist af hrúgum af dauðum músum, bitnum börnum og óvelkomnum bólfélögum. Mýsnar hafa valdið gríðarlegu tjóni á uppskeru og ýmsum vélbúnaði.AP/Rick Rycroft
Ástralía Umhverfismál Dýr Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira