Segir að enska landsliðið vilji spila „Kampavínsfótbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2021 13:31 Harry Kane náði ekki að skora í leikjunum þremur í riðlinum en það var Raheem Sterling sem skoraði bæði mörk enska landsliðsins á þessum 270 mínútum. AP/Neil Hall Enska landsliðið vann riðil sinn á Evrópumótinu þrátt fyrir að skora bara tvö mörk á 270 mínútum. Enski landsliðsþjálfarinn var spurður út í leikstílinn hjá liðinu. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hrósaði skiljanlega varnarleik liðsins í gær eftir að þeir ensku héldu marki sínu hreinu í þriðja leiknum í röð á EM í 1-0 sigri á Tékkum. Enska liðið tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum en verðlaunin eru að mæta mögulega Frakklandi, Þýskalandi eða Portúgal í sextán liða úrslitunum. Manager Gareth Southgate says England aspire to play "champagne football" but that he has been pleased with the defensive solidity they have shown to qualify top of Group D.#ENG #bbceuro2020 #Euro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2021 Eftir leikinn vildu menn á BBC Radio 5 vita hvort að enska landsliðið vildi ekki spila betri og skemmtilegri fótbolta, svokallaðan „Kampavínsfótbolta“ eins og blaðamaðurinn orðaði það. „Við viljum sjá það líka,“ sagði Gareth Southgate. „Ef þú myndir tala við leikmennina sjálfa þá myndu þeir segja þér að við höfum talað mikið um frjálsræði inn á vellinum en að við séum ekki alveg þar sem við viljum vera hvað varðar form og skerpu. Þegar leið á leikinn þá kom það betur í ljós,“ sagði Southgate. „Við höfum skotið í slá eða stöng í öllum leikjunum en við þurfum að bæta okkur í uppsettum sóknarleik sem er vanalega að skila okkur mörkum. Fyrirgjafarnir hafa verið mjög slakar í þessum leikjum,“ sagði Southgate. „Það er erfitt að skora hjá okkur eins og er og þó að sóknarleikurinn sé ekki eins flæðandi og við viljum þá er samstaðan í varnarleiknum ástæðan fyrir því af hverju liðinu gengur svona vel,“ sagði Southgate. „Það besta sem leikmennirnir gátu gert var að vinna riðilinn og það hafa þeir gert,“ sagði Southgate. Englendingar spila ekki í sextán liða úrslitunum fyrr en eftir sex daga eða þriðjudaginn 29. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hrósaði skiljanlega varnarleik liðsins í gær eftir að þeir ensku héldu marki sínu hreinu í þriðja leiknum í röð á EM í 1-0 sigri á Tékkum. Enska liðið tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum en verðlaunin eru að mæta mögulega Frakklandi, Þýskalandi eða Portúgal í sextán liða úrslitunum. Manager Gareth Southgate says England aspire to play "champagne football" but that he has been pleased with the defensive solidity they have shown to qualify top of Group D.#ENG #bbceuro2020 #Euro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2021 Eftir leikinn vildu menn á BBC Radio 5 vita hvort að enska landsliðið vildi ekki spila betri og skemmtilegri fótbolta, svokallaðan „Kampavínsfótbolta“ eins og blaðamaðurinn orðaði það. „Við viljum sjá það líka,“ sagði Gareth Southgate. „Ef þú myndir tala við leikmennina sjálfa þá myndu þeir segja þér að við höfum talað mikið um frjálsræði inn á vellinum en að við séum ekki alveg þar sem við viljum vera hvað varðar form og skerpu. Þegar leið á leikinn þá kom það betur í ljós,“ sagði Southgate. „Við höfum skotið í slá eða stöng í öllum leikjunum en við þurfum að bæta okkur í uppsettum sóknarleik sem er vanalega að skila okkur mörkum. Fyrirgjafarnir hafa verið mjög slakar í þessum leikjum,“ sagði Southgate. „Það er erfitt að skora hjá okkur eins og er og þó að sóknarleikurinn sé ekki eins flæðandi og við viljum þá er samstaðan í varnarleiknum ástæðan fyrir því af hverju liðinu gengur svona vel,“ sagði Southgate. „Það besta sem leikmennirnir gátu gert var að vinna riðilinn og það hafa þeir gert,“ sagði Southgate. Englendingar spila ekki í sextán liða úrslitunum fyrr en eftir sex daga eða þriðjudaginn 29. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira