Orri: Við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júní 2021 21:08 Orri Freyr segir að sigurinn í dag hafi ekki verið fallegur. Þór Akureyri Þór sló Grindavík út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri á Salt-Pay vellinum á Akureyri í dag. Jakob Snær Árnason og Alvaro Montejo komu Þórsurum í 2-0 áður en Mirza Hasercic minnkaði muninn. Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, var sáttur með að vera kominn áfram í næstu umferð en fannst leikurinn sjálfur ekki upp á marga fiska. „Þetta var náttúrulega bara barningur frá fyrstu mínútu til síðustu. Aðstæðurnar voru krefjandi en við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur, en sigur er sigur og við erum komnir áfram sem er bara flott.” Völlurinn er ekki mjög góðu ásigkomulagi og gat Orri því skilið að fótboltinn sem slíkur hafi ekki verið frábær hjá báðum liðum í dag. „Nei nei völlurinn bara hreinlega býður eiginlega ekki upp á neinn Brasilíu bolta því miður. Hann lítur ágætlega út úr stúkunni en er mjög slæmur þegar inn á hann er komið. Mér fannst bæði lið vera reyna að spila eftir grasinu en það gekk bara mjög illa hjá báðum liðum.” „Það er ekkert gaman að íþróttum nema að það sé harka í þeim, fullorðnir menn eiga að takast á bara og það var bara flott, ég bjóst ekki við neinu öðru, þeir eru með mjög flott lið og eru í toppbaráttunni í deildinni okkar og það er góð ástæða fyrir því. Þeir eru vel mannaðir og með mjög marga öfluga leikmenn”, sagði Orri þegar hann var spurður út í hörkuna sem myndaðist á milli liðanna inni á vellinum. Orri tók undir það að sigurinn í kvöld geti gefið liðinu aukna trú á komandi leikjum í deildinni þar sem árangurinn hefur ekki verið nægilega góður hingað til. „Já klárlega sko, það er alltaf miklu skemmtirlegra þegar maður vinnur heldur en þegar maður tapar og þegar þú nærð að tengja nokkra leiki í röð án sigurs verður stemmingin í klefanum aðeins daprari fyrir vikið. Ég heyrði að þeir fögnuðu vel áðan og vonandi er þetta eitthvað sem þeir geta nýtt sér í framhaldinu.” Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn Þór Akureyri Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, var sáttur með að vera kominn áfram í næstu umferð en fannst leikurinn sjálfur ekki upp á marga fiska. „Þetta var náttúrulega bara barningur frá fyrstu mínútu til síðustu. Aðstæðurnar voru krefjandi en við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur, en sigur er sigur og við erum komnir áfram sem er bara flott.” Völlurinn er ekki mjög góðu ásigkomulagi og gat Orri því skilið að fótboltinn sem slíkur hafi ekki verið frábær hjá báðum liðum í dag. „Nei nei völlurinn bara hreinlega býður eiginlega ekki upp á neinn Brasilíu bolta því miður. Hann lítur ágætlega út úr stúkunni en er mjög slæmur þegar inn á hann er komið. Mér fannst bæði lið vera reyna að spila eftir grasinu en það gekk bara mjög illa hjá báðum liðum.” „Það er ekkert gaman að íþróttum nema að það sé harka í þeim, fullorðnir menn eiga að takast á bara og það var bara flott, ég bjóst ekki við neinu öðru, þeir eru með mjög flott lið og eru í toppbaráttunni í deildinni okkar og það er góð ástæða fyrir því. Þeir eru vel mannaðir og með mjög marga öfluga leikmenn”, sagði Orri þegar hann var spurður út í hörkuna sem myndaðist á milli liðanna inni á vellinum. Orri tók undir það að sigurinn í kvöld geti gefið liðinu aukna trú á komandi leikjum í deildinni þar sem árangurinn hefur ekki verið nægilega góður hingað til. „Já klárlega sko, það er alltaf miklu skemmtirlegra þegar maður vinnur heldur en þegar maður tapar og þegar þú nærð að tengja nokkra leiki í röð án sigurs verður stemmingin í klefanum aðeins daprari fyrir vikið. Ég heyrði að þeir fögnuðu vel áðan og vonandi er þetta eitthvað sem þeir geta nýtt sér í framhaldinu.” Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn Þór Akureyri Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira