Ábending um hryðjuverkaógn vakti sérstakan ótta lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. júní 2021 19:00 Runólfur Þórhallsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra. VÍSIR/EGILL Um fimm marktækar ábendingar um hryðjuverkaógn berast ríkislögreglustjóra á hverju ári. Í byrjun árs vakti ein þeirra sérstakan ótta en reyndist svo tilhæfulaus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur þó almennt litlar líkur á hryðjuverki á Íslandi. Hjá ríkislögreglustjóra er starfrækt sérstök greiningadeild sem rannsakar meðal annars hættu á hryðjuverkum. Talsvert berst af ábendingum sem gætu tengst hugsanlegri hryðjuverkaógn að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við fáum nokkrar í viku. Þar sem við fáum ábendingar um eitthvað óeðlilegt eða eitthvað sem einhverjum finnst óeðlilegt. Það getur verið almenningur eða hver sem er sem sendir okkur ábendingarnar,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Allar ábendingar séu skoðaðar vel og vandlega. Um fimm marktækar ábendingar á ári „Þau mál sem fara lengra í skoðun og þar sem við öflum frekari gagna frá innlendum og erlendum stofnunum eru svona þrjú, fjögur og fimm mál ári“, segir Runólfur. Árlega gerir greiningadeildin hættumat vegna hryðjuverkaógnar, nú síðast í janúar. Runólfur segir að almennt séu taldar litlar líkur á að hryðjuverk verði framið á Íslandi. „Við erum friðsamasta land í heimi og höfum verið mjög lengi. Í þessu felast náttúrulega talsverð verðmæti og lífsgæði,“ segir Runólfur. Staðan sé öllu verri á Norðurlöndunum. Þaðan hafi fólk farið til átakasvæða í miðausturlöndunum og jafnvel gengið til liðs við hryðjuverkasamtök og sé svo komið til baka aftur. Ein ábending vakti sérstakan ótta Á þessu ári hefur ein ábending vakið upp sérstakan ótta meðal deildarinnar og var málið tekið til ítarlegrar skoðunar. „Við fengum ábendingu frá Evrópu snemma árs sem við skoðuðum og töldum ástæðu til að deila með lögregluliðunum hér. Það var ekki ástæða til að gera neitt frekar í því, þetta voru frekar óljósar upplýsingar sem reyndust síðan vera tilhæfulausar,“ segir Runólfur en eftir ítarlega rannsókn á málinu kom í ljós að ekkert væri til í ábendingunni. Mál sem þessi sýni mikilvægi sérstakrar greiningadeildar sem fylgist vel með. Flestar ábendingar snúi að ferðamönnum Runólfur segir að flestar ábendingarnar snúi að ferðamönnum. „Og svo fólk sem hefur komið til landsins í öðrum erindagjörðum og stoppað jafnvel stutt og þá hefur málinu lokið þar með og svo aðrir sem hafa dvalið lengur og þá höfum við aflað frekari gagna og metið málið, en ekkert sem hefur leitt okkur út í einhverjar alvöru aðgerðir,“ segir Runólfur. Hann segir stöðu Íslands, sem eyju í atlantshafinu, vera góða í þessu samhengi enda aðkomuleiðir fáar. Það sé þó ekki hægt að útiloka að hryðjuverk eigi sér stað. „En eins og staðan er núna þá eru engar fyrirliggjandi upplýsingar um það og við teljum það ekkert sérstaklega líklegt að það muni gerast í náinni framtíð,“ segir Runólfur. Lögreglumál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Hjá ríkislögreglustjóra er starfrækt sérstök greiningadeild sem rannsakar meðal annars hættu á hryðjuverkum. Talsvert berst af ábendingum sem gætu tengst hugsanlegri hryðjuverkaógn að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við fáum nokkrar í viku. Þar sem við fáum ábendingar um eitthvað óeðlilegt eða eitthvað sem einhverjum finnst óeðlilegt. Það getur verið almenningur eða hver sem er sem sendir okkur ábendingarnar,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Allar ábendingar séu skoðaðar vel og vandlega. Um fimm marktækar ábendingar á ári „Þau mál sem fara lengra í skoðun og þar sem við öflum frekari gagna frá innlendum og erlendum stofnunum eru svona þrjú, fjögur og fimm mál ári“, segir Runólfur. Árlega gerir greiningadeildin hættumat vegna hryðjuverkaógnar, nú síðast í janúar. Runólfur segir að almennt séu taldar litlar líkur á að hryðjuverk verði framið á Íslandi. „Við erum friðsamasta land í heimi og höfum verið mjög lengi. Í þessu felast náttúrulega talsverð verðmæti og lífsgæði,“ segir Runólfur. Staðan sé öllu verri á Norðurlöndunum. Þaðan hafi fólk farið til átakasvæða í miðausturlöndunum og jafnvel gengið til liðs við hryðjuverkasamtök og sé svo komið til baka aftur. Ein ábending vakti sérstakan ótta Á þessu ári hefur ein ábending vakið upp sérstakan ótta meðal deildarinnar og var málið tekið til ítarlegrar skoðunar. „Við fengum ábendingu frá Evrópu snemma árs sem við skoðuðum og töldum ástæðu til að deila með lögregluliðunum hér. Það var ekki ástæða til að gera neitt frekar í því, þetta voru frekar óljósar upplýsingar sem reyndust síðan vera tilhæfulausar,“ segir Runólfur en eftir ítarlega rannsókn á málinu kom í ljós að ekkert væri til í ábendingunni. Mál sem þessi sýni mikilvægi sérstakrar greiningadeildar sem fylgist vel með. Flestar ábendingar snúi að ferðamönnum Runólfur segir að flestar ábendingarnar snúi að ferðamönnum. „Og svo fólk sem hefur komið til landsins í öðrum erindagjörðum og stoppað jafnvel stutt og þá hefur málinu lokið þar með og svo aðrir sem hafa dvalið lengur og þá höfum við aflað frekari gagna og metið málið, en ekkert sem hefur leitt okkur út í einhverjar alvöru aðgerðir,“ segir Runólfur. Hann segir stöðu Íslands, sem eyju í atlantshafinu, vera góða í þessu samhengi enda aðkomuleiðir fáar. Það sé þó ekki hægt að útiloka að hryðjuverk eigi sér stað. „En eins og staðan er núna þá eru engar fyrirliggjandi upplýsingar um það og við teljum það ekkert sérstaklega líklegt að það muni gerast í náinni framtíð,“ segir Runólfur.
Lögreglumál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira