Lagið er nú þegar komið með yfir tuttugu þúsund spilanir og hefur dulúðin sem hvílir á bak við tónlistarmanninn vakið mikla forvitni.
Hvergi hefur verið gefið upp né hið rétt nafn hans né sést í andlit hans á samfélagsmiðlum.
Athygli vakti í gær að athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir birti mynd á Instagram síðu sinni með teiknaðri katta-fígúrú og merkir undir myllumerkið #alvoruhugo. Undir myndina setur hún emoji táknið handaband.
Í samtali við Vísi segist Birgitta nú vera orðin umboðsmaður tónlistarmannsins Húgó en jafnframt segist hún sjálf ekki vita hvaða manneskja er á bak við nafnið þó hún muni taka við bókunum fyrir hönd Húgós.
Ég hafði samband við Húgó á Instagram eftir að ég heyrði lagið hans á Spotify en ég hef verið að leita eftir tónlistarfólki til að bóka á staðinn sem ég er að opna, Bankastræti club. Mér fannst þetta eitthvað spennandi, sérstaklega þar sem enginn veit hver þetta er í raun og veru.