Ósáttur við að vinalisti á Facebook hafi ratað í vinnustaðagreiningu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júní 2021 15:51 Dæmi um Facebook-vinalista. Fólkið á myndinni tengist fréttinni þó ekki að öðru leyti en því að vera starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og Facebook-vinir þess sem fréttina skrifar. Persónuvernd segir að vinnsla vinnuveitanda á persónuupplýsingum um starfsmenn geti talist eðlilegur þáttur í starfsemi hans. Starfsmaður fyrirtækis nokkurs kvartaði yfir því að vinnuveitandi hefði notað upplýsingar af vinalista starfsmannsins á Facebook við vinnustaðagreiningu. Í úrskurði Persónuverndar má lesa að vinnustaðagreiningin hafi farið fram í fyrirtækinu. Starfsmaðurinn sagði að í vinnustaðagreiningunni hefði verið fjallað um vinalista hans og birti skjáskot því til stuðnings. Þar kom fram að þeir starfsmenn sem hefðu verið ósammála honum hefðu fundið fyrir því í samskiptum við hann. Einum hefði til dæmis verið hent út af vinalistanum. Fyrirtækið hélt uppi vörnum og sagði vinalistann ekki hafa verið skoðaðan, hvorki í tengslum við vinnustaðagreiningu né annað hjá félaginu. Kvartandanum hefði verið tilkynnt um það. Hins vegar staðfesti fyrirtækið að umræddur texti, sem kvartandinn tók skjáskot af, hefði komið fram í vinnustaðagreiningunni. Við gerð hennar hefði sérfræðingur verið fenginn til að taka samtöl við samstarfsmenn og útbúa samantekt úr þeim auk þess að gera tillögur að úrbótum. Persónuvernd segir í niðurstöðu sinni að almennt sé litið svo á að vinnsla vinnuveitanda á persónuupplýsingum um starfsmenn geti talist eðlilegur þáttur í starfsemi hans. Vinnuveitandi hafi lögmæta hagsmuni af slíkri vinnslu að því gefnu að meginreglum persónuverndarlaga sé fylgt, meðal annars um meðalhóf. Með vísan til þess telur Persónuvernd að ekki hafi átt sér stað vinnsla persónuupplýsinga sem brýtur gegn lögum. Ekki sé tilefni fyrir Persónuvernd að rannsaka málið nánar. Facebook Persónuvernd Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Í úrskurði Persónuverndar má lesa að vinnustaðagreiningin hafi farið fram í fyrirtækinu. Starfsmaðurinn sagði að í vinnustaðagreiningunni hefði verið fjallað um vinalista hans og birti skjáskot því til stuðnings. Þar kom fram að þeir starfsmenn sem hefðu verið ósammála honum hefðu fundið fyrir því í samskiptum við hann. Einum hefði til dæmis verið hent út af vinalistanum. Fyrirtækið hélt uppi vörnum og sagði vinalistann ekki hafa verið skoðaðan, hvorki í tengslum við vinnustaðagreiningu né annað hjá félaginu. Kvartandanum hefði verið tilkynnt um það. Hins vegar staðfesti fyrirtækið að umræddur texti, sem kvartandinn tók skjáskot af, hefði komið fram í vinnustaðagreiningunni. Við gerð hennar hefði sérfræðingur verið fenginn til að taka samtöl við samstarfsmenn og útbúa samantekt úr þeim auk þess að gera tillögur að úrbótum. Persónuvernd segir í niðurstöðu sinni að almennt sé litið svo á að vinnsla vinnuveitanda á persónuupplýsingum um starfsmenn geti talist eðlilegur þáttur í starfsemi hans. Vinnuveitandi hafi lögmæta hagsmuni af slíkri vinnslu að því gefnu að meginreglum persónuverndarlaga sé fylgt, meðal annars um meðalhóf. Með vísan til þess telur Persónuvernd að ekki hafi átt sér stað vinnsla persónuupplýsinga sem brýtur gegn lögum. Ekki sé tilefni fyrir Persónuvernd að rannsaka málið nánar.
Facebook Persónuvernd Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira