Stend með strandveiðum! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 22. júní 2021 12:00 Efling sjávarbyggða landsins er mér afar hugleikin. Hef ég sem formaður atvinnuveganefndar unnið að eflingu Strandveiðikerfisins með þverpólitískri samstöðu innan atvinnuveganefndar á þessu kjörtímabili. Það hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á strandveiðum þar sem komið hefur verið á dagakerfi með auknum fyrirsjáanleika með öryggi sjómanna að leiðarljósi, auknum aflaheimildum og jafnræði á milli landshluta. Mikil ánægja hefur ríkt meðal sjómanna og sjávarbyggðanna með þessar breytingar hver útgerðaraðili fær tólf daga í mánuði frá maí til ágúst. Það sem út af stendur til að tryggja kerfið varanlega er að hafa meiri sveigjanleika innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins svo að aflaheimildir verði tryggðar fyrir strandveiðisjómenn allt strandveiðitímabilið í 48 daga. Í skýrslu Byggðastofnunar sem atvinnuveganefnd lét gera kemur fram að öflugt strandveiðikerfi væri ein sterkasta byggðaaðgerðin fyrir minni sjávarbyggðir! Aflaheimildir dugðu ekki fyrir allt strandveiðitímbilið 2020 og blasað hefur við að þær myndu ekki duga í ár. Hef ég reynt með öllum ráðum að fá sjávarútvegsráðherra til að auka sveigjanleika innan kerfisins og færa t.d. af almenna byggðakvótanum í strandveiðar þegar á þyrfti að halda. Það reyndist ekki hægt sumarið 2020 nema með lagabreytingu sem reynt hefur verið að ná fram með ráðherra og aftur nú í vor með engum árangri. Það var því á lokametrum þingsins sem ég ásamt fleirum lögðum fram frumvarp sem með bráðabrigðaákvæði heimilaði að taka af byggðakvóta næsta árs ef aflaheimildir dyggðu ekki til strandveiðanna í ár. Frumvarpið kom seint fram þar sem reynt var á stuðning ráðherra fram á það síðasta. Þetta útspil mitt var því þrautarlending og þar sem allt getur gerst í þinglokasamningum ef vilji er til þá vonaðist ég vissulega til þess að þverpólitísk samstaða gæti náðst um þetta þjóðþrifamál að tryggja atvinnu sjómanna og fiskvinnslufólks út sumarið ef á þyrfti að halda með lagastoð fyrir heimild ráðherra til að færa aflaheimildir á milli ára eins og heimilt er í stóra hluta fiskveiðikerfisins og einnig í almenna byggðakvótanum. Uppi varð fótur og fit við þinglok , þinglokasamningar í uppnámi og engin samstaða náðist um málið því miður, sem sýnir í raun takmarkaðan áhuga á þessum málaflokki á Alþingi en mikil samstaða og vilji hefur þó ríkt innan atvinnuveganefndar um að efla strandveiðar en það dugði ekki til í þetta sinn enda tíminn naumur. Bent hefur verið á frumvarp ráðherra um breytingar á almenna byggðakvótanum en þær gengu m.a. út á það að festa samninga um byggðakvóta til 6 ára og skerða heimildir til strandveiða og veikja þar með kerfið, það hefðum við í VG aldrei getað samþykkt. Það frumvarp var saltað að vilja ráðherra þar sem vilji hans til að kvótasetja grásleppu náði ekki fram að ganga m.a. vegna andstöðu okkar í VG. Ég mun halda áfram að berjast fyrir málum sem snúa að öflugri landsbyggðum hvar sem þar er borið niður til sjávar eða sveita og öflugar strandveiðar eru hlekkur í þeirri keðju. Ég legg því traust mitt á að fá stuðning til áframhaldandi þingsetu í haust nú í 2. sæti, baráttusæti VG í komandi kosningum. Mitt mottó er: „við gefumst ekki upp þó móti blási“. Höfundur er alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Efling sjávarbyggða landsins er mér afar hugleikin. Hef ég sem formaður atvinnuveganefndar unnið að eflingu Strandveiðikerfisins með þverpólitískri samstöðu innan atvinnuveganefndar á þessu kjörtímabili. Það hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á strandveiðum þar sem komið hefur verið á dagakerfi með auknum fyrirsjáanleika með öryggi sjómanna að leiðarljósi, auknum aflaheimildum og jafnræði á milli landshluta. Mikil ánægja hefur ríkt meðal sjómanna og sjávarbyggðanna með þessar breytingar hver útgerðaraðili fær tólf daga í mánuði frá maí til ágúst. Það sem út af stendur til að tryggja kerfið varanlega er að hafa meiri sveigjanleika innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins svo að aflaheimildir verði tryggðar fyrir strandveiðisjómenn allt strandveiðitímabilið í 48 daga. Í skýrslu Byggðastofnunar sem atvinnuveganefnd lét gera kemur fram að öflugt strandveiðikerfi væri ein sterkasta byggðaaðgerðin fyrir minni sjávarbyggðir! Aflaheimildir dugðu ekki fyrir allt strandveiðitímbilið 2020 og blasað hefur við að þær myndu ekki duga í ár. Hef ég reynt með öllum ráðum að fá sjávarútvegsráðherra til að auka sveigjanleika innan kerfisins og færa t.d. af almenna byggðakvótanum í strandveiðar þegar á þyrfti að halda. Það reyndist ekki hægt sumarið 2020 nema með lagabreytingu sem reynt hefur verið að ná fram með ráðherra og aftur nú í vor með engum árangri. Það var því á lokametrum þingsins sem ég ásamt fleirum lögðum fram frumvarp sem með bráðabrigðaákvæði heimilaði að taka af byggðakvóta næsta árs ef aflaheimildir dyggðu ekki til strandveiðanna í ár. Frumvarpið kom seint fram þar sem reynt var á stuðning ráðherra fram á það síðasta. Þetta útspil mitt var því þrautarlending og þar sem allt getur gerst í þinglokasamningum ef vilji er til þá vonaðist ég vissulega til þess að þverpólitísk samstaða gæti náðst um þetta þjóðþrifamál að tryggja atvinnu sjómanna og fiskvinnslufólks út sumarið ef á þyrfti að halda með lagastoð fyrir heimild ráðherra til að færa aflaheimildir á milli ára eins og heimilt er í stóra hluta fiskveiðikerfisins og einnig í almenna byggðakvótanum. Uppi varð fótur og fit við þinglok , þinglokasamningar í uppnámi og engin samstaða náðist um málið því miður, sem sýnir í raun takmarkaðan áhuga á þessum málaflokki á Alþingi en mikil samstaða og vilji hefur þó ríkt innan atvinnuveganefndar um að efla strandveiðar en það dugði ekki til í þetta sinn enda tíminn naumur. Bent hefur verið á frumvarp ráðherra um breytingar á almenna byggðakvótanum en þær gengu m.a. út á það að festa samninga um byggðakvóta til 6 ára og skerða heimildir til strandveiða og veikja þar með kerfið, það hefðum við í VG aldrei getað samþykkt. Það frumvarp var saltað að vilja ráðherra þar sem vilji hans til að kvótasetja grásleppu náði ekki fram að ganga m.a. vegna andstöðu okkar í VG. Ég mun halda áfram að berjast fyrir málum sem snúa að öflugri landsbyggðum hvar sem þar er borið niður til sjávar eða sveita og öflugar strandveiðar eru hlekkur í þeirri keðju. Ég legg því traust mitt á að fá stuðning til áframhaldandi þingsetu í haust nú í 2. sæti, baráttusæti VG í komandi kosningum. Mitt mottó er: „við gefumst ekki upp þó móti blási“. Höfundur er alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar