Skattaparadís Oddný G. Harðardóttir skrifar 22. júní 2021 11:31 Þegar Panamaskjölin komust í fjölmiðla og myndir af íslenskum ráðherrum voru dregnar upp í blöðum og á skjám út um allan heim, skammaðist þjóðin sín. Báðir eru þó enn á Alþingi Íslendinga, annar formaður stjórnmálaflokks en hinn fjármálaráðherra og yfirmaður skattamála. Við áttum heimsmet í fjölda kennitala í Panamaskjölunum. En við áttum hins vegar ekki heimsmet í úrvinnslu málanna enda of fátt starfsfólk hjá Ríkisskattstjóra og Skattrannsóknarstjóra til að takast á við þessi flóknu mál og tvíverknaður innbyggður í kerfinu. Samherjaskjölin eru einnig dæmi um flókin efnahagsbrot sem ná til margra landa. Á meðan til eru skattaskjól og leiðir greiðar til skattsvika verður fé skotið undan skatti. Jafnvel þó að samfélagið skaffi fyrirtækjum vegi, hafnir, flugvelli, menntað starfsfólk, heilbrigðisþjónustu og löggæslu, þá virðast sumir samborgarar okkar telja að aðrir eigi að bera hitann og þungann af þeim fjárfestingum. Sumir eigendur fyrirtækja, jafnvel þeir sem fénýta auðlindir þjóðarinnar, virðast telja að gróði eigi að renna óskiptur til eigenda fyrirtækjanna. Talið er að skattsvik séu um 80 -100 milljarðar króna á ári hverju hér á landi. Með bættu skatteftirliti og skattrannsóknum gæti stór hluti þeirrar fjárhæðar gengið til heilbrigðismála, menntamála, samgöngumála, húsnæðis- og barnabóta og til að draga úr skerðingum bótakerfisins og leysa fólk úr fátækrargildru. Skattsvikarar vilja láta aðra bera sinn hlut af kostnaði við rekstur velferðarkerfisins, en njóta sjálfir góðs af því. Og stjórnvöld spila með, með veiku opinberu skatteftirliti. Auk þess veldur tvíverknaður því að of langur tími fer í rannsókn og fullvinnslu mála þannig að mál fyrnast eða sektir verða minni en ella. Í stað þess að styrkja embætti Skattrannsóknarstjóra líkt og almannahagsmunir krefjast, ákváðu núverandi stjórnarflokkar nú á dögunum að draga tennurnar úr skattrannsóknum með því að renna embætti Skattrannsóknarstjóra undir Skattinn með mildari sektum fyrir skattsvik og óvissu um hver eigi að rannsaka alvarlegustu skattalagabrotin. Þessari veikingu á skattrannsóknum mótmæltum við í Samfylkingunni harðlega og lögðum þess í stað til að embætti Skattrannsóknarstjóra yrði eflt og fengi ákæruvald til að styrkja og hraða vinnslu mála. Fólk sem felur peningana sína og eignir fyrir Skattinum hefur tekið lögin í sínar hendur og sagt sig úr lögum við samfélagið. Draumar okkar jafnaðarmanna og hugsjónir eru um velferðarsamfélag sem er fyrir alla. Það er hlutverk okkar að vinna gegn ranglæti og spillingu og verja almannahagsmuni gegn rótgrónum sérhagsmunum hér á landi. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar Panamaskjölin komust í fjölmiðla og myndir af íslenskum ráðherrum voru dregnar upp í blöðum og á skjám út um allan heim, skammaðist þjóðin sín. Báðir eru þó enn á Alþingi Íslendinga, annar formaður stjórnmálaflokks en hinn fjármálaráðherra og yfirmaður skattamála. Við áttum heimsmet í fjölda kennitala í Panamaskjölunum. En við áttum hins vegar ekki heimsmet í úrvinnslu málanna enda of fátt starfsfólk hjá Ríkisskattstjóra og Skattrannsóknarstjóra til að takast á við þessi flóknu mál og tvíverknaður innbyggður í kerfinu. Samherjaskjölin eru einnig dæmi um flókin efnahagsbrot sem ná til margra landa. Á meðan til eru skattaskjól og leiðir greiðar til skattsvika verður fé skotið undan skatti. Jafnvel þó að samfélagið skaffi fyrirtækjum vegi, hafnir, flugvelli, menntað starfsfólk, heilbrigðisþjónustu og löggæslu, þá virðast sumir samborgarar okkar telja að aðrir eigi að bera hitann og þungann af þeim fjárfestingum. Sumir eigendur fyrirtækja, jafnvel þeir sem fénýta auðlindir þjóðarinnar, virðast telja að gróði eigi að renna óskiptur til eigenda fyrirtækjanna. Talið er að skattsvik séu um 80 -100 milljarðar króna á ári hverju hér á landi. Með bættu skatteftirliti og skattrannsóknum gæti stór hluti þeirrar fjárhæðar gengið til heilbrigðismála, menntamála, samgöngumála, húsnæðis- og barnabóta og til að draga úr skerðingum bótakerfisins og leysa fólk úr fátækrargildru. Skattsvikarar vilja láta aðra bera sinn hlut af kostnaði við rekstur velferðarkerfisins, en njóta sjálfir góðs af því. Og stjórnvöld spila með, með veiku opinberu skatteftirliti. Auk þess veldur tvíverknaður því að of langur tími fer í rannsókn og fullvinnslu mála þannig að mál fyrnast eða sektir verða minni en ella. Í stað þess að styrkja embætti Skattrannsóknarstjóra líkt og almannahagsmunir krefjast, ákváðu núverandi stjórnarflokkar nú á dögunum að draga tennurnar úr skattrannsóknum með því að renna embætti Skattrannsóknarstjóra undir Skattinn með mildari sektum fyrir skattsvik og óvissu um hver eigi að rannsaka alvarlegustu skattalagabrotin. Þessari veikingu á skattrannsóknum mótmæltum við í Samfylkingunni harðlega og lögðum þess í stað til að embætti Skattrannsóknarstjóra yrði eflt og fengi ákæruvald til að styrkja og hraða vinnslu mála. Fólk sem felur peningana sína og eignir fyrir Skattinum hefur tekið lögin í sínar hendur og sagt sig úr lögum við samfélagið. Draumar okkar jafnaðarmanna og hugsjónir eru um velferðarsamfélag sem er fyrir alla. Það er hlutverk okkar að vinna gegn ranglæti og spillingu og verja almannahagsmuni gegn rótgrónum sérhagsmunum hér á landi. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun