Jafntefli banvænt fyrir Króatíu og Skotland en óvíst að það henti Englandi að vinna toppslaginn Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2021 14:02 Scott McTominay freistar þess að fylgja félaga sínum Marcus Rashford áfram í 16-liða úrslitin á EM í kvöld. Hér eigast þeir við í leik Skotlands og Englands sem lauk með markalausu jafntefli. Getty/Robbie Jay Barratt Tékkland og England leika um efsta sæti D-riðils á Wembley í kvöld en bæði lið eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum EM. Króatía og Skotland leika úrslitaleik þar sem jafntefli yrði banabiti fyrir bæði lið. Ljóst er að Króatía og Skotland munu spila til sigurs í kvöld. Liðin eru með eitt stig hvort og ef þau gera jafntefli eru þau bæði úr leik. Ef annað liðið vinnur leikinn endar það með fjögur stig og kemst í 16-liða úrslit, jafnvel þó að það endi í 3. sæti riðilsins. Eftir úrslit gærdagsins er nefnilega ljóst að fjögur stig duga til að fara áfram sem lið í 3. sæti. Það gæti því orðið fróðlegt að sjá Króatíu og Skotland bæði tilbúin að taka áhættu í lok leiks í kvöld, verði staðan þá jöfn. Staðan og leikirnir í D-riðli á EM. Tékkland eða England mun enda efst í riðlinum en það er ekki endilega eftirsóknarvert, því efsta lið riðilsins mætir liðinu úr 2. sæti í F-riðli (Frakklandi, Þýskalandi, Portúgal eða Ungverjalandi). Sá leikur mun fara fram á Wembley. Liðið sem endar í 2. sæti D-riðils mætir liðinu úr 2. sæti E-riðils (Svíþjóð, Slóvakíu, Spáni eða Póllandi), sem ágætar líkur eru á að verði Spánn þó ómögulegt sé að segja til um það. Sá leikur fer fram á Parken í Kaupmannahöfn. Ef liðið í 3. sæti D-riðils kemst áfram mun það mæta efsta liði C-riðils (Hollandi) eða E-riðils (Svíþjóð, Slóvakíu, Spáni eða Póllandi). Tékkland getur aðeins endað í 3. sæti ef liðið tapar fyrir Englandi og Króatía vinnur nógu stóran sigur til að komast yfir Tékkland á markatölu (þremur mörkum munar á markatölu liðanna fyrir kvöldið). England getur aðeins endað í 3. sæti ef liðið tapar fyrir Tékklandi og Skotland vinnur nógu stóran sigur til að komast yfir England á markatölu (þremur mörkum munar á markatölu liðanna fyrir kvöldið). EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Ljóst er að Króatía og Skotland munu spila til sigurs í kvöld. Liðin eru með eitt stig hvort og ef þau gera jafntefli eru þau bæði úr leik. Ef annað liðið vinnur leikinn endar það með fjögur stig og kemst í 16-liða úrslit, jafnvel þó að það endi í 3. sæti riðilsins. Eftir úrslit gærdagsins er nefnilega ljóst að fjögur stig duga til að fara áfram sem lið í 3. sæti. Það gæti því orðið fróðlegt að sjá Króatíu og Skotland bæði tilbúin að taka áhættu í lok leiks í kvöld, verði staðan þá jöfn. Staðan og leikirnir í D-riðli á EM. Tékkland eða England mun enda efst í riðlinum en það er ekki endilega eftirsóknarvert, því efsta lið riðilsins mætir liðinu úr 2. sæti í F-riðli (Frakklandi, Þýskalandi, Portúgal eða Ungverjalandi). Sá leikur mun fara fram á Wembley. Liðið sem endar í 2. sæti D-riðils mætir liðinu úr 2. sæti E-riðils (Svíþjóð, Slóvakíu, Spáni eða Póllandi), sem ágætar líkur eru á að verði Spánn þó ómögulegt sé að segja til um það. Sá leikur fer fram á Parken í Kaupmannahöfn. Ef liðið í 3. sæti D-riðils kemst áfram mun það mæta efsta liði C-riðils (Hollandi) eða E-riðils (Svíþjóð, Slóvakíu, Spáni eða Póllandi). Tékkland getur aðeins endað í 3. sæti ef liðið tapar fyrir Englandi og Króatía vinnur nógu stóran sigur til að komast yfir Tékkland á markatölu (þremur mörkum munar á markatölu liðanna fyrir kvöldið). England getur aðeins endað í 3. sæti ef liðið tapar fyrir Tékklandi og Skotland vinnur nógu stóran sigur til að komast yfir England á markatölu (þremur mörkum munar á markatölu liðanna fyrir kvöldið).
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira