Sjáðu mörkin frá þjóðhátíðinni á Parken og öll hin úr EM-leikjum gærdagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2021 08:30 Andreas Christensen skoraði þriðja mark Danmerkur gegn Rússlandi og tileinkaði það Christian Eriksen. getty/Stuart Franklin Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum fjórum á Evrópumótinu í gær. Fimm þeirra komu á Parken þar sem Danir unnu Rússa. Danmörk hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í B-riðli en átti samt möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit. Danir þurftu að vinna Rússa og treysta á að Belgar myndu sigra Finna á sama tíma. Og það gekk eftir. Danir unnu 4-1 sigur á Rússum á Parken þar sem gleðin var við völd. Mikkel Damsgaard, Yussuf Poulsen, Andreas Christensen og Joakim Mæhle skoruðu mörk danska liðsins. Artem Dzyuba skoraði mark Rússlands úr vítaspyrnu. Danir mæta Walesverjum í sextán liða úrslitum EM en Rússar eru úr leik. Sjálfsmark Lukás Hrádecky og þriðja mark Romelus Lukaku á EM tryggðu Belgum sigur á Finnum, 2-0, í St. Pétursborg. Belgía vann alla leiki sína í B-riðlinum. Klippa: 21. júní - Markasúpa dagsins Úrslitin réðust einnig í C-riðli í gær. Austurríki tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslit með 1-0 sigri á Úkraínu í Búkarest, 1-0. Christoph Baumgartner skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu. Í hinum leik riðilsins sigraði Holland Norður-Makedóníu, 3-0. Georginio Wijnaldum skoraði tvö mörk og Memphis Depay eitt. Hollendingar unnu riðilinn með fullu húsi stiga en Norður-Makedóníumenn enduðu stigalausir á botni hans. Öll mörkin úr leikjum gærdagsins á EM má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
Danmörk hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í B-riðli en átti samt möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit. Danir þurftu að vinna Rússa og treysta á að Belgar myndu sigra Finna á sama tíma. Og það gekk eftir. Danir unnu 4-1 sigur á Rússum á Parken þar sem gleðin var við völd. Mikkel Damsgaard, Yussuf Poulsen, Andreas Christensen og Joakim Mæhle skoruðu mörk danska liðsins. Artem Dzyuba skoraði mark Rússlands úr vítaspyrnu. Danir mæta Walesverjum í sextán liða úrslitum EM en Rússar eru úr leik. Sjálfsmark Lukás Hrádecky og þriðja mark Romelus Lukaku á EM tryggðu Belgum sigur á Finnum, 2-0, í St. Pétursborg. Belgía vann alla leiki sína í B-riðlinum. Klippa: 21. júní - Markasúpa dagsins Úrslitin réðust einnig í C-riðli í gær. Austurríki tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslit með 1-0 sigri á Úkraínu í Búkarest, 1-0. Christoph Baumgartner skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu. Í hinum leik riðilsins sigraði Holland Norður-Makedóníu, 3-0. Georginio Wijnaldum skoraði tvö mörk og Memphis Depay eitt. Hollendingar unnu riðilinn með fullu húsi stiga en Norður-Makedóníumenn enduðu stigalausir á botni hans. Öll mörkin úr leikjum gærdagsins á EM má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira