Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason skrifar 22. júní 2021 08:01 Í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikið verið rætt um vegamál og framkvæmdir við þjóðvegi landsins. Þar hefur líklega farið fremstur í flokki háttvirtur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem hreykir sér af þeim framkvæmdum sem í gangi eru í vegakerfi landsins. Ekki hvarflar að mér að draga úr nauðsyn þeirra framkvæmda sem hafnar eru eða ákveðið hefur verið að ráðast í. Hinsvegar eru það þær nauðsynlegu framkvæmdir sem EKKI er verið að sinna sem mig langar að benda á. Ef skoðað er í hvaða kjördæmi mest er af malarvegum kemur í ljós að það er norðurland vestra, sama kjördæmi og ár eftir ár hefur verið útundan þegar kemur að útdeilingu fjármuna til vegagerðar og viðhalds vega. Það kemur líka í ljós að viðhald malarvega hefur verið skorið svo mikið niður mörg undanfarin ár að vegir eru að verða ónýtir, sem þá þarfnast endurbygginga með mun meiri tilkostnaði en að halda þeim eðlilega við. Stjórnvöld sem stæra sig af því að vera dugleg að setja fé í vegakerfið mega ekki komast ekki upp með það að setja alla fjármunina í mjög svo takmarkaðan hluta þess, en að sleppa nánast alfarið miklu stærri hluta. Hér í mínu kjördæmi á norðurlandi vestra, nánar tiltekið í Skagafirði, eru margir malarvegir sem eiga það sameiginlegt að fá lítið og margir hverjir ekkert viðhald. Hér keyrir fólk víða um á stórgrýti burðarlags veganna þar sem á skiptast risastórir jarðfastir steinar og djúpar, krappar holur. Þó eru til mýkri vegir í firðinum, en það er þá helst þar sem ekkert burðarlag er í veginum heldur moldarjarðvegur rétt undir efsta laginu. Þess sjást ágætlega merki á vorin þegar starfsmenn Vegagerðarinnar fara um sveitirnar og setja upp skilti um þungatakmarkanir svo stærri bílar sökkvi ekki á bólakaf í vegina. Skortur margra undangenginna ára á almennilegum ofaníburði er hrópandi. Nú er það á allra vitorði að vegur sem á hefur verið sett bundið slitlag þarf margfalt minna viðhald en malarvegur og fyrstu árin líklega ekkert. Það er því löngu tímabært að ráðherra málaflokksins með stuðningi þingsins taki á sig rögg og setji stóraukið fjármagn í að setja bundið slitlag á malarvegi landsins. Ekki einasta veldur það sparnaði hjá ríkissjóði til lengri tíma, heldur ekki síður hjá okkur íbúum þessa lands sem margir hverjir búum við þessa vegi… þetta ástand. Þannig mætti koma í veg fyrir ótímabær vírslit/eyðileggingu dekkja, brotna demparagorma, stóraukið slit og skemmdir á undirvagni bílanna og lakki ásamt rúðubrotum sem eru ótrúlega algeng við þessar aðstæður. Annað viðblasandi verkefni fyrir háttvirtan samgönguráðherra sem hefur gaman af að segja frá afrekum sínum er að setja í gang endurbyggingu og viðhald eldri vega sem hafa þegar verið klæddir bundnu slitlagi. Hér í Skagafirði eru einmitt vegir af slíku tagi, en að aka eftir sumum þeirra er svipað og að skella sér í veglegan rússíbana, þvílíkar holur og stökkpallar eru í þeim. Þá er það víða þannig að máli skiptir hvort frost er eða þýða þar sem stökkpallarnir stækka þegar vetra fer og frost kemur í jörðu, en það getur verið stórhættulegt ef fólk veit ekki af slíku þegar að er komið. Nú þegar eytt hefur verið stórfé af sköttum bíleigenda í að búa til hjólreiðastíga í höfuðborginni ásamt því að niðurgreiða ferðir með almenningsvögnum hefur háttvirtur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ásamt allri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákveðið að eyða tugum þúsunda milljóna í að nýjan ofurstrætó á höfuðborgarsvæðinu. Ekki að þar með sé allt upp talið því það er algjörlega ófyrirséð með framtíðar fjárútlát úr ríkiskassanum í þessa nýju hít sem líklega mun aldrei standa undir sér í rekstri. Nær hefði verið að nota þá fjármuni í betri vegtengingu landsmanna við höfuðborgina með nýrri Sundabraut ásamt því að nútímavæða vegakerfi landsins með bundnu slitlagi. Slíkt átak ætti að fara í forgang með öðrum mikilvægum verkefnum því þörfin er mikil. Til samanburðar og gamans má geta þess að það eru orðin 35 ár síðan undirritaður réði sig sem fjósamann eitt sumar í Danmörku og þá var hver einasti vegaspotti, hver einasta heimreið allsstaðar… malbikuð… það er því tímabært að taka til hendinni i þessum málaflokki. Ef undirrituðum gæfist færi á lífsleiðinni til að hafa áhrif á umbætur í þessum málum stæði ekki á því. Tökum höndum saman og gerum okkar besta til að vekja athygli allra frambjóðenda til alþingis Íslendinga á slæmri stöðu vegakerfis landsins… Dropinn holar steininn. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samgöngur Vegagerð Högni Elfar Gylfason Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikið verið rætt um vegamál og framkvæmdir við þjóðvegi landsins. Þar hefur líklega farið fremstur í flokki háttvirtur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem hreykir sér af þeim framkvæmdum sem í gangi eru í vegakerfi landsins. Ekki hvarflar að mér að draga úr nauðsyn þeirra framkvæmda sem hafnar eru eða ákveðið hefur verið að ráðast í. Hinsvegar eru það þær nauðsynlegu framkvæmdir sem EKKI er verið að sinna sem mig langar að benda á. Ef skoðað er í hvaða kjördæmi mest er af malarvegum kemur í ljós að það er norðurland vestra, sama kjördæmi og ár eftir ár hefur verið útundan þegar kemur að útdeilingu fjármuna til vegagerðar og viðhalds vega. Það kemur líka í ljós að viðhald malarvega hefur verið skorið svo mikið niður mörg undanfarin ár að vegir eru að verða ónýtir, sem þá þarfnast endurbygginga með mun meiri tilkostnaði en að halda þeim eðlilega við. Stjórnvöld sem stæra sig af því að vera dugleg að setja fé í vegakerfið mega ekki komast ekki upp með það að setja alla fjármunina í mjög svo takmarkaðan hluta þess, en að sleppa nánast alfarið miklu stærri hluta. Hér í mínu kjördæmi á norðurlandi vestra, nánar tiltekið í Skagafirði, eru margir malarvegir sem eiga það sameiginlegt að fá lítið og margir hverjir ekkert viðhald. Hér keyrir fólk víða um á stórgrýti burðarlags veganna þar sem á skiptast risastórir jarðfastir steinar og djúpar, krappar holur. Þó eru til mýkri vegir í firðinum, en það er þá helst þar sem ekkert burðarlag er í veginum heldur moldarjarðvegur rétt undir efsta laginu. Þess sjást ágætlega merki á vorin þegar starfsmenn Vegagerðarinnar fara um sveitirnar og setja upp skilti um þungatakmarkanir svo stærri bílar sökkvi ekki á bólakaf í vegina. Skortur margra undangenginna ára á almennilegum ofaníburði er hrópandi. Nú er það á allra vitorði að vegur sem á hefur verið sett bundið slitlag þarf margfalt minna viðhald en malarvegur og fyrstu árin líklega ekkert. Það er því löngu tímabært að ráðherra málaflokksins með stuðningi þingsins taki á sig rögg og setji stóraukið fjármagn í að setja bundið slitlag á malarvegi landsins. Ekki einasta veldur það sparnaði hjá ríkissjóði til lengri tíma, heldur ekki síður hjá okkur íbúum þessa lands sem margir hverjir búum við þessa vegi… þetta ástand. Þannig mætti koma í veg fyrir ótímabær vírslit/eyðileggingu dekkja, brotna demparagorma, stóraukið slit og skemmdir á undirvagni bílanna og lakki ásamt rúðubrotum sem eru ótrúlega algeng við þessar aðstæður. Annað viðblasandi verkefni fyrir háttvirtan samgönguráðherra sem hefur gaman af að segja frá afrekum sínum er að setja í gang endurbyggingu og viðhald eldri vega sem hafa þegar verið klæddir bundnu slitlagi. Hér í Skagafirði eru einmitt vegir af slíku tagi, en að aka eftir sumum þeirra er svipað og að skella sér í veglegan rússíbana, þvílíkar holur og stökkpallar eru í þeim. Þá er það víða þannig að máli skiptir hvort frost er eða þýða þar sem stökkpallarnir stækka þegar vetra fer og frost kemur í jörðu, en það getur verið stórhættulegt ef fólk veit ekki af slíku þegar að er komið. Nú þegar eytt hefur verið stórfé af sköttum bíleigenda í að búa til hjólreiðastíga í höfuðborginni ásamt því að niðurgreiða ferðir með almenningsvögnum hefur háttvirtur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ásamt allri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákveðið að eyða tugum þúsunda milljóna í að nýjan ofurstrætó á höfuðborgarsvæðinu. Ekki að þar með sé allt upp talið því það er algjörlega ófyrirséð með framtíðar fjárútlát úr ríkiskassanum í þessa nýju hít sem líklega mun aldrei standa undir sér í rekstri. Nær hefði verið að nota þá fjármuni í betri vegtengingu landsmanna við höfuðborgina með nýrri Sundabraut ásamt því að nútímavæða vegakerfi landsins með bundnu slitlagi. Slíkt átak ætti að fara í forgang með öðrum mikilvægum verkefnum því þörfin er mikil. Til samanburðar og gamans má geta þess að það eru orðin 35 ár síðan undirritaður réði sig sem fjósamann eitt sumar í Danmörku og þá var hver einasti vegaspotti, hver einasta heimreið allsstaðar… malbikuð… það er því tímabært að taka til hendinni i þessum málaflokki. Ef undirrituðum gæfist færi á lífsleiðinni til að hafa áhrif á umbætur í þessum málum stæði ekki á því. Tökum höndum saman og gerum okkar besta til að vekja athygli allra frambjóðenda til alþingis Íslendinga á slæmri stöðu vegakerfis landsins… Dropinn holar steininn. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun