Hagstofan og „einstæðir foreldrar“ Lúðvík Júlíusson skrifar 21. júní 2021 13:01 Þann 18. júní birti Hagstofan niðurstöður rannsóknar á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „Einstæðir foreldrar og einmenningsheimili líklegust til að búa við fjárhagsvanda.“(1) Þessi fyrirsögn er því miður röng og villandi. Þegar rannsóknir eru gerðar þá þarf að setja markmið, skilgreina hugtök, tilgreina takmarkanir o.s.fr.v. Ein megin reglan er sú að ekki er hægt að svara öðrum spurningum en rannsókninni er ætlað að svara. Það er ekki hægt að spyrja fólk hvort það drekki gosdrykk A, kynna svo niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að þeir sem drekka ekki A drekki gosdrykk B. Það er augljóslega rangt og villandi. Þessi mistök gerir hins vegar Hagstofan. „Einstætt foreldri“ Heimilisgerðin „einstætt foreldri“ er skilgreind á Íslandi sem heimili með einu foreldri þar sem barn/börn hafa auk þess lögheimili. Búi barn til skiptis hjá foreldrum þá er önnur heimilisgerðin „einstætt foreldri“ en hin heimilisgerðin er „einstaklingur“(Barnlaust heimili). Flestir sjá að þessar skilgreiningar passa ekki við nútíma samfélag þar sem börn búa oft jafnt hjá foreldrum eftir skilnað og ábyrgð oftast sameiginleg(jöfn umgengni og forsjá sameiginleg). Hagstofan spurði ekki í rannsókn sinni hversu mörg börn hefðu lögheimili á heimilinu heldur hversu mörg börn byggju á heimilinu. Þess vegna er ekki hægt að nota hugtakið „einstætt foreldri“ þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar og ræddar heldur aðeins „eitt foreldri með barn/börn“ án tillits til lögheimilis barnsins. Nauðsynlegt er að kynna þessar takmarkanir á niðurstöðunum. Barnabætur og stuðningur til foreldra Barnabætur eru greiddar til foreldra þar sem börn hafa lögheimili. Ekki er tekið mið af framfærslubyrði, umönnunarbyrði, álagi, umgengni o.s.fr.v. Þess vegna er ekki hægt að nota niðurstöður þessarar rannsóknar til að meta byrðar „einstæðra foreldra“, taka ákvarðanir um barnabætur, stuðning til „einstæðra foreldra“ o.s.fr.v. Niðurstöður þessarar rannsóknar nýtast ekkert þegar kemur að því að ræða stuðning við börn og foreldra eða kortleggja fátækt barna. Gamlar hugmyndir, gamlir tímar Þegar Hagstofan gerir ekki fyrirvara í framsetningu rannsókna og birtir niðurstöður með þessum hætti þá skaðar það hagsmuni bæði barna og foreldra. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir feðraveldisins þar sem aðeins eitt heimili sér um umönnun en hitt heimilið er fyrirvinnan. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir um að börn geti aðeins átt eitt heimili, einn umönnunaraðila og eitt heimili eigi hinn eina sanna rétt á stuðningi. Þetta er ákveðin „heilaþvottur“ sem skaðar réttindi barna og foreldra. Jafnrétti kynjanna snýst um að berjast gegn þessum úreltu staðalímyndum kynjanna en hér er Hagstofan að toga samfélagið aftur í fortíðina. Traust Það verður að vera hægt að treysta Hagstofunni. Hagstofan verður að kynna niðurstöður rannsókna sinna með faglegum hætti en ekki fúski. Það er aðeins gert með því að setja faglega fyrirvara og skilgreina faglega þau hugtök sem Hagstofan notar. Hagstofan á ekki að slá ryki í augu fólks og Alþingis sem tekur ákvarðanir byggðar á niðurstöðum rannsóknanna. Góð byrjun væri að fjalla aðeins um það efni sem rannsóknirnar ná til og varast að fjalla um eitthvað annað og draga ályktanir sem rannsóknirnar styðja ekki. Getur rannsóknin svarað spurningunum “Hver er staða foreldra?“ og „Hver er staða barna?“ Nei, hún getur það ekki. Hagstofan fær falleinkunn. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þann 18. júní birti Hagstofan niðurstöður rannsóknar á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „Einstæðir foreldrar og einmenningsheimili líklegust til að búa við fjárhagsvanda.“(1) Þessi fyrirsögn er því miður röng og villandi. Þegar rannsóknir eru gerðar þá þarf að setja markmið, skilgreina hugtök, tilgreina takmarkanir o.s.fr.v. Ein megin reglan er sú að ekki er hægt að svara öðrum spurningum en rannsókninni er ætlað að svara. Það er ekki hægt að spyrja fólk hvort það drekki gosdrykk A, kynna svo niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að þeir sem drekka ekki A drekki gosdrykk B. Það er augljóslega rangt og villandi. Þessi mistök gerir hins vegar Hagstofan. „Einstætt foreldri“ Heimilisgerðin „einstætt foreldri“ er skilgreind á Íslandi sem heimili með einu foreldri þar sem barn/börn hafa auk þess lögheimili. Búi barn til skiptis hjá foreldrum þá er önnur heimilisgerðin „einstætt foreldri“ en hin heimilisgerðin er „einstaklingur“(Barnlaust heimili). Flestir sjá að þessar skilgreiningar passa ekki við nútíma samfélag þar sem börn búa oft jafnt hjá foreldrum eftir skilnað og ábyrgð oftast sameiginleg(jöfn umgengni og forsjá sameiginleg). Hagstofan spurði ekki í rannsókn sinni hversu mörg börn hefðu lögheimili á heimilinu heldur hversu mörg börn byggju á heimilinu. Þess vegna er ekki hægt að nota hugtakið „einstætt foreldri“ þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar og ræddar heldur aðeins „eitt foreldri með barn/börn“ án tillits til lögheimilis barnsins. Nauðsynlegt er að kynna þessar takmarkanir á niðurstöðunum. Barnabætur og stuðningur til foreldra Barnabætur eru greiddar til foreldra þar sem börn hafa lögheimili. Ekki er tekið mið af framfærslubyrði, umönnunarbyrði, álagi, umgengni o.s.fr.v. Þess vegna er ekki hægt að nota niðurstöður þessarar rannsóknar til að meta byrðar „einstæðra foreldra“, taka ákvarðanir um barnabætur, stuðning til „einstæðra foreldra“ o.s.fr.v. Niðurstöður þessarar rannsóknar nýtast ekkert þegar kemur að því að ræða stuðning við börn og foreldra eða kortleggja fátækt barna. Gamlar hugmyndir, gamlir tímar Þegar Hagstofan gerir ekki fyrirvara í framsetningu rannsókna og birtir niðurstöður með þessum hætti þá skaðar það hagsmuni bæði barna og foreldra. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir feðraveldisins þar sem aðeins eitt heimili sér um umönnun en hitt heimilið er fyrirvinnan. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir um að börn geti aðeins átt eitt heimili, einn umönnunaraðila og eitt heimili eigi hinn eina sanna rétt á stuðningi. Þetta er ákveðin „heilaþvottur“ sem skaðar réttindi barna og foreldra. Jafnrétti kynjanna snýst um að berjast gegn þessum úreltu staðalímyndum kynjanna en hér er Hagstofan að toga samfélagið aftur í fortíðina. Traust Það verður að vera hægt að treysta Hagstofunni. Hagstofan verður að kynna niðurstöður rannsókna sinna með faglegum hætti en ekki fúski. Það er aðeins gert með því að setja faglega fyrirvara og skilgreina faglega þau hugtök sem Hagstofan notar. Hagstofan á ekki að slá ryki í augu fólks og Alþingis sem tekur ákvarðanir byggðar á niðurstöðum rannsóknanna. Góð byrjun væri að fjalla aðeins um það efni sem rannsóknirnar ná til og varast að fjalla um eitthvað annað og draga ályktanir sem rannsóknirnar styðja ekki. Getur rannsóknin svarað spurningunum “Hver er staða foreldra?“ og „Hver er staða barna?“ Nei, hún getur það ekki. Hagstofan fær falleinkunn. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun