Bjóða þeim sem hafa fengið Covid í bólusetningu Birgir Olgeirsson skrifar 21. júní 2021 11:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Rúmlega 20 þúsund skammtar áttu að berast af bóluefni AstraZeneca í vikunni. Þeir munu þó ekki koma í tækatíð til að nota þá í þessari viku og fresta því bólusetning með efninu fram í næstu viku. Um 20 þúsund á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá endurbólusetningu með AstraZeneca. „Það er einhver seinkun á sendingum frá AstraZeneca. Þetta er náttúrlega búið að vera svona, það hefur ýmislegt komið upp á með sendingar af þessum efni sem gerir það að verkum að það verður ekki hægt að bólusetja með því fyrr en í næstu viku,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Um 10 þúsund skammtar af Janssen verða gefnir á morgun og um 10 þúsund skammtar af Pfizer á miðvikudag. Við erum að klára handahófskenndu hópana. Þannig að það ættu allir að vera komnir með fyrsta boð. Þessi vika, þá erum við að klára þá sem eru að fá fyrstu skammtana. Næstu vikur, fram í júlí, verðum við eiginlega bara með endurbólusetningar,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eftir klukkan tvö á morgun verður opið fyrir alla í bólusetningu með Janssen, sérstaklega þá sem eiga boð í bólusetningu en hafa hingað til ekki mætt, á meðan birgðir endast. Það á einnig við á miðvikudag eftir klukkan þrjú. Á morgun og miðvikudag verður þeim sem hafa áður sýkst af kórónuveirunni boðið í bólusetningu við kórónuveirunni. Hópurinn á höfuðborgarsvæðinu telur 4.500 manns. Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu fyrir þá sem hafa áður sýkst af Covid. „Nú er að koma niðurstöður úr rannsóknum sem sýna að það er sennilega heppilegt að bólusetja þá sem hafa fengið Covid þar sem mótefnasvar þeirra er þrengra og veigaminna en eftir tvær bólusetningar. Á þeim grunni munum við bjóða þeim í bólusetningu,“ segir Þórólfur. Eru þeir sem hafa sýkst af Covid með jafn góða vörn fyrir nýjum afbrigðum og þeir sem eru fullbólusettir? „Það virðist vera, en það spurning hvað það endist lengi og það er greinilegt af þeim rannsóknarniðurstöðum sem eru að koma núna að mótefnasvarið er ekki eins breytt og hjá bólusettum. Á þeim grunni er heppilegt að bólusetja þetta fólk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Sjá meira
Rúmlega 20 þúsund skammtar áttu að berast af bóluefni AstraZeneca í vikunni. Þeir munu þó ekki koma í tækatíð til að nota þá í þessari viku og fresta því bólusetning með efninu fram í næstu viku. Um 20 þúsund á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá endurbólusetningu með AstraZeneca. „Það er einhver seinkun á sendingum frá AstraZeneca. Þetta er náttúrlega búið að vera svona, það hefur ýmislegt komið upp á með sendingar af þessum efni sem gerir það að verkum að það verður ekki hægt að bólusetja með því fyrr en í næstu viku,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Um 10 þúsund skammtar af Janssen verða gefnir á morgun og um 10 þúsund skammtar af Pfizer á miðvikudag. Við erum að klára handahófskenndu hópana. Þannig að það ættu allir að vera komnir með fyrsta boð. Þessi vika, þá erum við að klára þá sem eru að fá fyrstu skammtana. Næstu vikur, fram í júlí, verðum við eiginlega bara með endurbólusetningar,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eftir klukkan tvö á morgun verður opið fyrir alla í bólusetningu með Janssen, sérstaklega þá sem eiga boð í bólusetningu en hafa hingað til ekki mætt, á meðan birgðir endast. Það á einnig við á miðvikudag eftir klukkan þrjú. Á morgun og miðvikudag verður þeim sem hafa áður sýkst af kórónuveirunni boðið í bólusetningu við kórónuveirunni. Hópurinn á höfuðborgarsvæðinu telur 4.500 manns. Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu fyrir þá sem hafa áður sýkst af Covid. „Nú er að koma niðurstöður úr rannsóknum sem sýna að það er sennilega heppilegt að bólusetja þá sem hafa fengið Covid þar sem mótefnasvar þeirra er þrengra og veigaminna en eftir tvær bólusetningar. Á þeim grunni munum við bjóða þeim í bólusetningu,“ segir Þórólfur. Eru þeir sem hafa sýkst af Covid með jafn góða vörn fyrir nýjum afbrigðum og þeir sem eru fullbólusettir? „Það virðist vera, en það spurning hvað það endist lengi og það er greinilegt af þeim rannsóknarniðurstöðum sem eru að koma núna að mótefnasvarið er ekki eins breytt og hjá bólusettum. Á þeim grunni er heppilegt að bólusetja þetta fólk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Sjá meira