Bað tyrknesku þjóðina afsökunar eftir afhroðið á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 13:01 Merih Demiral og félagar í tyrkneska landsliðinu fóru heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa tapað öllum leikjum sínum á EM. getty/Ali Balikci Margir spáðu því að Tyrkir yrðu það lið sem myndi koma mest á óvart á EM 2020. Hið þveröfuga gerðist og sennilega hefur ekkert lið valdið meiri vonbrigðum á mótinu. Tyrkir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í Bakú í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Tyrkir töpuðu öllum þremur leikjum sínum í A-riðli og voru með markatöluna 1-8. „Þegar væntingarnar eru miklar verða vonbrigðin meiri. Við munum fara á önnur stórmót í framtíðinni og sýna úr hverju við erum gerðir. Við erum með ungan hóp og getum bætt upp fyrir þetta,“ sagði Merih Demiral, miðvörður Juventus. „Ég bið þjóðina afsökunar. Við höfum lært mikið af þessu.“ Samkvæmt tölfræðinni hafa aðeins fjögur lið náð verri árangri í sögu EM en Tyrkland á EM 2020. Þetta eru Danmörk 2000, Búlgaría 2004, Írland 2012 og Júgóslavía 1984. Liðin töpuðu öllum þremur leikjum sínum og voru með mínus átta í markatölu. - Turkey finish on 0 points and a goal difference of -7. In the history of the EUROs, only 4 teams had a worse record in a group phase2000 - Denmark (0-8)2004 - Bulgaria (1-9)2012 - Republic of Ireland (1-9)1984 - Yugoslavia (2-10)2020 - Turkey (1-8)#EURO2020 #SUITUR— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 20, 2021 Tyrkir léku vel í undankeppni EM og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Íslendingum á Laugardalsvelli. Tyrkland hélt átta sinnum hreinu í tíu leikjum í undankeppninni og tók fjögur stig af heimsmeisturum Frakklands. Frá undankeppninni hefur hins vegar fjarað undan tyrkneska liðinu og það vann til að mynda aðeins einn af átta leikjum sínum í fyrra. Senol Gunes ætlar ekki að hætta sem landsliðsþjálfari Tyrklands.getty/Ali Balikci „Ég er ábyrgur fyrir þessu en líka leikmenn og einstaklingsmistök. Fyrir mótið áttum við að komast langt en núna erum við gagnrýndir harðlega,“ sagði Senol Gunes, þjálfari Tyrklands. „Ég hef ekki hugsað um að segja af mér. Þetta unga lið mun setja mark sitt á tyrkneskan fótbolta næstu árin en við vitum allir að svona frammistaða var óboðleg.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag. 20. júní 2021 21:31 Tyrkir heim stigalausir Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins. 20. júní 2021 17:58 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Tyrkir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í Bakú í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Tyrkir töpuðu öllum þremur leikjum sínum í A-riðli og voru með markatöluna 1-8. „Þegar væntingarnar eru miklar verða vonbrigðin meiri. Við munum fara á önnur stórmót í framtíðinni og sýna úr hverju við erum gerðir. Við erum með ungan hóp og getum bætt upp fyrir þetta,“ sagði Merih Demiral, miðvörður Juventus. „Ég bið þjóðina afsökunar. Við höfum lært mikið af þessu.“ Samkvæmt tölfræðinni hafa aðeins fjögur lið náð verri árangri í sögu EM en Tyrkland á EM 2020. Þetta eru Danmörk 2000, Búlgaría 2004, Írland 2012 og Júgóslavía 1984. Liðin töpuðu öllum þremur leikjum sínum og voru með mínus átta í markatölu. - Turkey finish on 0 points and a goal difference of -7. In the history of the EUROs, only 4 teams had a worse record in a group phase2000 - Denmark (0-8)2004 - Bulgaria (1-9)2012 - Republic of Ireland (1-9)1984 - Yugoslavia (2-10)2020 - Turkey (1-8)#EURO2020 #SUITUR— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 20, 2021 Tyrkir léku vel í undankeppni EM og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Íslendingum á Laugardalsvelli. Tyrkland hélt átta sinnum hreinu í tíu leikjum í undankeppninni og tók fjögur stig af heimsmeisturum Frakklands. Frá undankeppninni hefur hins vegar fjarað undan tyrkneska liðinu og það vann til að mynda aðeins einn af átta leikjum sínum í fyrra. Senol Gunes ætlar ekki að hætta sem landsliðsþjálfari Tyrklands.getty/Ali Balikci „Ég er ábyrgur fyrir þessu en líka leikmenn og einstaklingsmistök. Fyrir mótið áttum við að komast langt en núna erum við gagnrýndir harðlega,“ sagði Senol Gunes, þjálfari Tyrklands. „Ég hef ekki hugsað um að segja af mér. Þetta unga lið mun setja mark sitt á tyrkneskan fótbolta næstu árin en við vitum allir að svona frammistaða var óboðleg.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag. 20. júní 2021 21:31 Tyrkir heim stigalausir Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins. 20. júní 2021 17:58 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag. 20. júní 2021 21:31
Tyrkir heim stigalausir Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins. 20. júní 2021 17:58
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti