Fagnar góðu gengi kvenna í prófkjörum flokksins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 13:17 Vala Pálsdóttir segir það sérstaklega ánægjulegt hversu vel konum hefur gengið í prófkjörum flokksins. Vísir/Sigurjón Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna fagnar góðum árangri kvenna í prófkjörum flokksins fyrir komandi kosningar. Kynjahlutföll oddvitanna í kjördæmunum sex eru jöfn og útlit er fyrir að sjö konur muni taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn á næsta kjörtímabili, haldi flokkurinn fylgi sínu. „Ég held að við getum bara verið ánægðar með starfið á síðustu árum. Við eigum fjöldann allan af konum í sveitarstjórnarmálum og höfum lagt áherslu á að sýna það og gera konur sýnilegar í flokknum. Nú þegar prófkjörin fóru í hönd þá var ég ánægð með hve margar konru stigu fram og gáfu kost á sér,” segir Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Líkt og fram hefur komið hlaut Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í dag oddvitasæti í norðvesturkjördæmi, en Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leiðir í Reykjavík, en ekki liggur fyrir hvort það verði í norður eða suður. Sjö konur fengju örugg þingsæti Fjórar konur eiga nú sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk en ef flokkurinn fær jafn mörg sæti á næsta kjörtímabili verða þær sjö talsins. Flokkurinn átti síðast svo margar konur á þingi árið 2016 en þá voru þingmenn hans fleiri, eða 21 talsins. „Ef við tökum mið af síðustu þingkosningum þar sem að flokkurinn fær fimmtán sæti, það eru í rauninni sjö konur sem myndu þá fá örugg þingsæti ef við horfum til síðustu kosninga. En ég tel að þessi þátttaka sýni það að flokkurinn er í sókn þannig að vonandi fjölgar þingmönnum, en þetta er auðvitað frábær árangur að sjá að við förum úr fjórum þingkonum í sjö,” segir Vala. Ekki endilega ákall um breytingar Diljá Mist Einarsdóttir var hástökkvari flokksins í Reykjavíkurkjördæmi, en þetta var hennar fyrsta framboð og hún hafnaði í þriðja sæti listans. Þá hlaut Guðrún Hafsteinsdóttir einnig brautargengi þegar hún bauð sig fram, í fyrsta sinn, í oddvitasæti í Suðurkjördæmi. Vala vill ekki endilega meina að kjósendur flokksins þyrsti í breytingar. „Mér fannst kjósendur bæði sýna skýran vilja með hvaða þingmenn þeir vildu að sætu áfram en vildu líka hleypa nýju fólki að og ég held að við séum að sýna það að við erum bara í sóknargír," segir hún. „Á síðustu árum hefur til að mynda Landssamband Sjálfstæðiskvenna lagt áherslu á þær konur sem starfa í stjórnmálum, bæði á vettvangi sveitarstjórna og landsmála. Við höfum líka fengið tvær ungar konur sem hafa tekið ráðherrasæti og staðið sig bara með góðri prýði og látið verkin tala. Þeim hefur verið treyst til verka og þetta blæs auðvitað fleirum byr í brjóst.” Kynjahlutföll oddvita hjá Vinstri grænum, Viðreisn og Pírötum eru einnig jöfn en fleiri karlar skipa efstu sætin hjá Framsókn og fleiri konur hjá Samfylkingu. Ekki eru komnir fram framboðslistar frá Miðflokki og Flokki fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Ég held að við getum bara verið ánægðar með starfið á síðustu árum. Við eigum fjöldann allan af konum í sveitarstjórnarmálum og höfum lagt áherslu á að sýna það og gera konur sýnilegar í flokknum. Nú þegar prófkjörin fóru í hönd þá var ég ánægð með hve margar konru stigu fram og gáfu kost á sér,” segir Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Líkt og fram hefur komið hlaut Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í dag oddvitasæti í norðvesturkjördæmi, en Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leiðir í Reykjavík, en ekki liggur fyrir hvort það verði í norður eða suður. Sjö konur fengju örugg þingsæti Fjórar konur eiga nú sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk en ef flokkurinn fær jafn mörg sæti á næsta kjörtímabili verða þær sjö talsins. Flokkurinn átti síðast svo margar konur á þingi árið 2016 en þá voru þingmenn hans fleiri, eða 21 talsins. „Ef við tökum mið af síðustu þingkosningum þar sem að flokkurinn fær fimmtán sæti, það eru í rauninni sjö konur sem myndu þá fá örugg þingsæti ef við horfum til síðustu kosninga. En ég tel að þessi þátttaka sýni það að flokkurinn er í sókn þannig að vonandi fjölgar þingmönnum, en þetta er auðvitað frábær árangur að sjá að við förum úr fjórum þingkonum í sjö,” segir Vala. Ekki endilega ákall um breytingar Diljá Mist Einarsdóttir var hástökkvari flokksins í Reykjavíkurkjördæmi, en þetta var hennar fyrsta framboð og hún hafnaði í þriðja sæti listans. Þá hlaut Guðrún Hafsteinsdóttir einnig brautargengi þegar hún bauð sig fram, í fyrsta sinn, í oddvitasæti í Suðurkjördæmi. Vala vill ekki endilega meina að kjósendur flokksins þyrsti í breytingar. „Mér fannst kjósendur bæði sýna skýran vilja með hvaða þingmenn þeir vildu að sætu áfram en vildu líka hleypa nýju fólki að og ég held að við séum að sýna það að við erum bara í sóknargír," segir hún. „Á síðustu árum hefur til að mynda Landssamband Sjálfstæðiskvenna lagt áherslu á þær konur sem starfa í stjórnmálum, bæði á vettvangi sveitarstjórna og landsmála. Við höfum líka fengið tvær ungar konur sem hafa tekið ráðherrasæti og staðið sig bara með góðri prýði og látið verkin tala. Þeim hefur verið treyst til verka og þetta blæs auðvitað fleirum byr í brjóst.” Kynjahlutföll oddvita hjá Vinstri grænum, Viðreisn og Pírötum eru einnig jöfn en fleiri karlar skipa efstu sætin hjá Framsókn og fleiri konur hjá Samfylkingu. Ekki eru komnir fram framboðslistar frá Miðflokki og Flokki fólksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent