Þjóðgarðsverðir máttu þakka ruglingi hrútsins að rúðan brotnaði en ekki þeir. Verðirnir hugðust reka hrútinn brott en hann brást ókvæða við og ætlaði að hjóla í þá.
Blessunarlega sá hrúturinn þá ógn sem hann taldi meira aðkallandi en landverðina, eigin spegilmynd.
Hrúturinn réðst á eigin spegilmynd og stangaði rúðuna með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði. Tjónið eftir hrútinn er talið nema um einni milljón króna. Ólíklegt er að hrúturinn verði látinn bera skaðabótaábyrgð.