Eriksen sendi samherjum sínum skilaboð af sjúkrabeði og sagði frammistöðu þeirra stórkostlega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júní 2021 11:30 Leikmenn danska liðsins þakka fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Belgíu. getty/Jonathan Nackstrand Christian Eriksen hrósaði samherjum sínum í danska landsliðinu fyrir frammistöðu þeirra gegn Belgíu á EM í gær og sagði hana stórkostlega. Eriksen dvelur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á laugardaginn. Eriksen er á batavegi og fylgdist með félögum sínum gegn Belgíu, liðinu í efsta sæti styrkleikalista FIFA, í gær. Danir byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og komust yfir strax á 2. mínútu þegar Yussuf Poulsen skoraði. Á 10. mínútu var leikurinn stöðvaður og allir viðstaddir á Parken klöppuðu fyrir Eriksen. Kevin De Bruyne, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti gangi mála í leiknum. Hann lagði upp jöfnunarmark Belga fyrir Thorgan Hazard á 55. mínútu og skoraði svo sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok. Belgía vann, 1-2, og tryggði sér þar með sæti í sextán liða úrslitunum. Von Danmerkur á að komast þangað er hins vegar afar veik. Eftir leikinn sagði Martin Braithwaite að Eriksen hefði sent samherjum sínum í danska liðinu skilaboð á Whatsapp og hrósað þeim fyrir frammistöðuna. „Hann skrifaði í hópspjallið okkar að við hefðum verið frábærir. Ég las skilaboðin á leiðinni til búningsherbergja,“ sagði Braithwaite. Hann sagði jafnframt að UEFA hefði nánast neytt Dani til að klára leikinn gegn Finnum á laugardaginn. „Við hefðum unnið leikinn, ég er viss um það. En við vorum neyddir til að spila eftir það sem gerðist. Það er ótrúlegt að við séum ekki komnir með stig en ég hef það á tilfinningunni að við munum komast áfram,“ sagði Braithwaite. Danir mæta Rússum í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudaginn á meðan Belgar mæta Finnum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Belgar kláruðu Dani á Parken Danir þurftu á sigri að halda þegar Belgar mættu í heimsókn á Parken í Kaupmannahöfn á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Danir byrjuðu með látum en innkoma Kevin De Bruyne skilaði Belgum 2-1 sigri. 17. júní 2021 18:05 Bjargráður verður græddur í Eriksen Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. 17. júní 2021 10:08 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Sjá meira
Eriksen dvelur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á laugardaginn. Eriksen er á batavegi og fylgdist með félögum sínum gegn Belgíu, liðinu í efsta sæti styrkleikalista FIFA, í gær. Danir byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og komust yfir strax á 2. mínútu þegar Yussuf Poulsen skoraði. Á 10. mínútu var leikurinn stöðvaður og allir viðstaddir á Parken klöppuðu fyrir Eriksen. Kevin De Bruyne, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti gangi mála í leiknum. Hann lagði upp jöfnunarmark Belga fyrir Thorgan Hazard á 55. mínútu og skoraði svo sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok. Belgía vann, 1-2, og tryggði sér þar með sæti í sextán liða úrslitunum. Von Danmerkur á að komast þangað er hins vegar afar veik. Eftir leikinn sagði Martin Braithwaite að Eriksen hefði sent samherjum sínum í danska liðinu skilaboð á Whatsapp og hrósað þeim fyrir frammistöðuna. „Hann skrifaði í hópspjallið okkar að við hefðum verið frábærir. Ég las skilaboðin á leiðinni til búningsherbergja,“ sagði Braithwaite. Hann sagði jafnframt að UEFA hefði nánast neytt Dani til að klára leikinn gegn Finnum á laugardaginn. „Við hefðum unnið leikinn, ég er viss um það. En við vorum neyddir til að spila eftir það sem gerðist. Það er ótrúlegt að við séum ekki komnir með stig en ég hef það á tilfinningunni að við munum komast áfram,“ sagði Braithwaite. Danir mæta Rússum í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudaginn á meðan Belgar mæta Finnum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Belgar kláruðu Dani á Parken Danir þurftu á sigri að halda þegar Belgar mættu í heimsókn á Parken í Kaupmannahöfn á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Danir byrjuðu með látum en innkoma Kevin De Bruyne skilaði Belgum 2-1 sigri. 17. júní 2021 18:05 Bjargráður verður græddur í Eriksen Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. 17. júní 2021 10:08 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Belgar kláruðu Dani á Parken Danir þurftu á sigri að halda þegar Belgar mættu í heimsókn á Parken í Kaupmannahöfn á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Danir byrjuðu með látum en innkoma Kevin De Bruyne skilaði Belgum 2-1 sigri. 17. júní 2021 18:05
Bjargráður verður græddur í Eriksen Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. 17. júní 2021 10:08