Partýsprengja um helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2021 10:15 Skál fyrir þér, We are the champions og Djamm í kvöld eru lög sem munu eflaust hljóma í einhverjum útskriftarveislum um helgina á milli þess sem korkurinn flýgur úr flöskunum. Vísir/vilhelm Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. Því til viðbótar eru afmæli, brúðkaup, steggjanir og gæsanir skipulagðar um allt land. Það má því reikna með því að vínið flæði og timburmenn á sunnudeginum verði mögulega sögulegir, hvað fjölda timburmanna varðar í það minnsta. Við bætist auðvitað uppsöfnuð partýþörf eftir kórónuveiruárið 2020. Árið þar sem fresta þurfti stórafmælum, brúðkaupum og veislum af öllum toga. Nú þegar slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum og góður gangur er í bólusetningum er víða komið að því að blása til veislu. Finna fyrir veislunum í Vínbúðinni Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir starfsfólkið finna vel fyrir veislustandi í sumar. Reikna má með að margir leggi leið sína í vínbúðirnar í dag að versla inn fyrir morgundaginn. Hvítvínið verður örugglega flæðandi víða um helgina.Vísir/Vilhelm „Við sjáum það sem gerist í dag ekki fyrr en á morgun,“ segir Sigrún Ósk. Starfsfólkið hafi þó fundið fyrir auknu álagi. Koma verði í ljós hvort fólk sé búið að gera ráðstafanir fyrir veislur morgundagsins eða örtröð verði í dag. En veislutímabilið sé svo sannarlega hafið. „Þau hafa fundið fyrir því í veisluþjónustunni að það eru veislur fram undan. Það er uppsöfnuð veisluþörf,“ segir Sigrún Ósk. Háskólaútskriftunum fylgi auðvitað fjöldi veisla. Allt uppbókað um helgina Þegar skipuleggja á flotta veislu eru margir sem stækka húsnæðið sitt með því að henda upp tjaldi í garðinn. Einhverjir fylgdust með nágrönnum sínum nýta frídaginn í gær til að setja upp tjald í garðinum. Seglagerðin er á meðal þeirra sem leigja út tjöld. Björgvin Barðdal, seglasaumari hjá Seglagerðinni, finnur sannarlega fyrir veisluhöldum helgarinnar. Fjölmargir nemendur við Háskóla Íslands útskrifast á morgun.Vísir/vilhelm „Þessi helgi er öll uppbókuð og sú næsta líka,“ segir Björgvin. Tjöldin eru af öllum stærðum og gerðum, svo eru bekkir, borð og fleira sem fólk næli sér í fyrir veislur. Leiga á slíkum búnaði í kórónuveirufaraldrinum hafi verið engin, eðli máls samkvæmt, en nú sé allt á uppleið. „Flestum er boðið í fjórar til fimm veislur um helgina, með kostum og göllum,“ segir Björgvin. Háskólar Áfengi og tóbak Næturlíf Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Því til viðbótar eru afmæli, brúðkaup, steggjanir og gæsanir skipulagðar um allt land. Það má því reikna með því að vínið flæði og timburmenn á sunnudeginum verði mögulega sögulegir, hvað fjölda timburmanna varðar í það minnsta. Við bætist auðvitað uppsöfnuð partýþörf eftir kórónuveiruárið 2020. Árið þar sem fresta þurfti stórafmælum, brúðkaupum og veislum af öllum toga. Nú þegar slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum og góður gangur er í bólusetningum er víða komið að því að blása til veislu. Finna fyrir veislunum í Vínbúðinni Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir starfsfólkið finna vel fyrir veislustandi í sumar. Reikna má með að margir leggi leið sína í vínbúðirnar í dag að versla inn fyrir morgundaginn. Hvítvínið verður örugglega flæðandi víða um helgina.Vísir/Vilhelm „Við sjáum það sem gerist í dag ekki fyrr en á morgun,“ segir Sigrún Ósk. Starfsfólkið hafi þó fundið fyrir auknu álagi. Koma verði í ljós hvort fólk sé búið að gera ráðstafanir fyrir veislur morgundagsins eða örtröð verði í dag. En veislutímabilið sé svo sannarlega hafið. „Þau hafa fundið fyrir því í veisluþjónustunni að það eru veislur fram undan. Það er uppsöfnuð veisluþörf,“ segir Sigrún Ósk. Háskólaútskriftunum fylgi auðvitað fjöldi veisla. Allt uppbókað um helgina Þegar skipuleggja á flotta veislu eru margir sem stækka húsnæðið sitt með því að henda upp tjaldi í garðinn. Einhverjir fylgdust með nágrönnum sínum nýta frídaginn í gær til að setja upp tjald í garðinum. Seglagerðin er á meðal þeirra sem leigja út tjöld. Björgvin Barðdal, seglasaumari hjá Seglagerðinni, finnur sannarlega fyrir veisluhöldum helgarinnar. Fjölmargir nemendur við Háskóla Íslands útskrifast á morgun.Vísir/vilhelm „Þessi helgi er öll uppbókuð og sú næsta líka,“ segir Björgvin. Tjöldin eru af öllum stærðum og gerðum, svo eru bekkir, borð og fleira sem fólk næli sér í fyrir veislur. Leiga á slíkum búnaði í kórónuveirufaraldrinum hafi verið engin, eðli máls samkvæmt, en nú sé allt á uppleið. „Flestum er boðið í fjórar til fimm veislur um helgina, með kostum og göllum,“ segir Björgvin.
Háskólar Áfengi og tóbak Næturlíf Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent