Tilkynnti rangan sigurvegara í Morfís: „Mér líður ömurlega“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 13:27 Mistökin eru skiljanleg en einstaklega óheppileg. youtube/morfís Bæði keppnislið á úrslitakvöldi MORFÍS í gær komust í sigurvímu og bæði upplifðu hræðilega vonbrigðatilfinningu þess sem tapar í úrslitakeppni. Sigurgleði Flensborgarskólans entist þó skemur en Verslunarskólans því oddadómari keppninnar tilkynnti þar ranglega að Flensborg hefði unnið áður en hann leiðrétti sig nokkru síðar. Flensborgarskóli fagnaði því ákaft í um hálfa mínútu áður en dómarinn steig aftur í pontu og leiðrétti sig. Það var Versló sem vann – ekki Flensborg. Afar mjótt var á munum í keppninni, raunar lygilega mjótt því aðeins munaði 22 stigum á liðunum af 4.704 heildarstigum og var Flensborgarskólinn með fleiri stig en Versló. Það réð þó úrslitum að þrír dómarar af fimm dæmdu Versló sigur, þó skólinn fengi færri stig í heildina þegar stig allra dómara voru lögð saman. Mistök oddadómarans Ingvars Þóroddssonar verða því að teljast skiljanleg þó þau hafi verið óheppileg í meira lagi. Afsakið, afsakið, afsakið „Sigurvegari Morfís 2021 er… Flensborgarskólinn!“ tilkynnti Ingvar og brutust þá út gríðarleg fagnaðarlæti Flensborgar megin í salnum með gleðiópum og konfettísprengju. Fagnaðarlætin entust í um hálfa mínútu áður en heyrðist aftur í oddadómaranum í pontunni: „Nei, afsakið, afsakið, afsakið. Ég verð að fá þögn í salinn. Ég verð að fá þögn í salinn,“ sagði Ingvar og tókst loks að róa áhorfendur. „Ég biðst innilegrar afsökunar á þessu. Mér þykir þetta ótrúlega leitt, mér líður ömurlega. Það lið sem var með fleiri dómara með sér og vann þar af leiðandi keppnina er Verslunarskólinn,“ tilkynnti hann hálflúpulegur og steig svo af sviðinu. Við tóku þá fagnaðarlæti Verslinga, sem voru enginn eftirbátur Flensborgarnema. Þar var borðum velt um koll og tók einn stuðningsmaður liðsins sig til og hvatti samnemendur sína til að fagna sigrinum almennilega það kvöldið: „Allir að fokking djamma! Umræðuefni keppninnar var „Ísland er spillt land“ og mælti Flensborgarskólinn með fullyrðingunni en Verslunarskólinn á móti. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Morfís Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Flensborgarskóli fagnaði því ákaft í um hálfa mínútu áður en dómarinn steig aftur í pontu og leiðrétti sig. Það var Versló sem vann – ekki Flensborg. Afar mjótt var á munum í keppninni, raunar lygilega mjótt því aðeins munaði 22 stigum á liðunum af 4.704 heildarstigum og var Flensborgarskólinn með fleiri stig en Versló. Það réð þó úrslitum að þrír dómarar af fimm dæmdu Versló sigur, þó skólinn fengi færri stig í heildina þegar stig allra dómara voru lögð saman. Mistök oddadómarans Ingvars Þóroddssonar verða því að teljast skiljanleg þó þau hafi verið óheppileg í meira lagi. Afsakið, afsakið, afsakið „Sigurvegari Morfís 2021 er… Flensborgarskólinn!“ tilkynnti Ingvar og brutust þá út gríðarleg fagnaðarlæti Flensborgar megin í salnum með gleðiópum og konfettísprengju. Fagnaðarlætin entust í um hálfa mínútu áður en heyrðist aftur í oddadómaranum í pontunni: „Nei, afsakið, afsakið, afsakið. Ég verð að fá þögn í salinn. Ég verð að fá þögn í salinn,“ sagði Ingvar og tókst loks að róa áhorfendur. „Ég biðst innilegrar afsökunar á þessu. Mér þykir þetta ótrúlega leitt, mér líður ömurlega. Það lið sem var með fleiri dómara með sér og vann þar af leiðandi keppnina er Verslunarskólinn,“ tilkynnti hann hálflúpulegur og steig svo af sviðinu. Við tóku þá fagnaðarlæti Verslinga, sem voru enginn eftirbátur Flensborgarnema. Þar var borðum velt um koll og tók einn stuðningsmaður liðsins sig til og hvatti samnemendur sína til að fagna sigrinum almennilega það kvöldið: „Allir að fokking djamma! Umræðuefni keppninnar var „Ísland er spillt land“ og mælti Flensborgarskólinn með fullyrðingunni en Verslunarskólinn á móti.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Morfís Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira