Viðurkennir bótaskyldu vegna sjúklings sem slasaðist í sturtu Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2021 14:13 Slysið var í ágúst 2017, en fyrir dómi var sérstaklega deilt um gólfdúk sem hafði þá verið nýlagður. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu úr ábyrgðartryggingu SÁÁ hjá tryggingafélaginu TM vegna slyss sem kona varð fyrir þegar hún rann í sturtu á sjúkrahúsinu Vogi í ágúst 2017. Þá hefur TM verið gert að greiða konunni 1,25 milljónir vegna málskostnaðar. Í dómnum kemur fram að konan hafi verið í fíknimeðferð á Vogi þegar slysið átti sér stað, en hún hafði innritast þremur dögum áður en slysið varð. Hún slasaðist þegar hún í sturtunni hafði ætlað sér að sækja handklæði sem hún hafði skilið eftir á slá á vegg nokkru frá sturtunni. Rann hún á sléttum dúknum og hlaut slæman snúningsáverka á hægri ökkla. Konan rakti fyrir dómi að gólfdúkurinn hafi verið stamur í sturtunni sjálfri en aftur á móti háll hjá handklæðaveggnum. Efnið hafi þá ekki verið eins gróft þar sem hún steig niður og í sturtunni sjálfri. Hringdu ekki á sjúkrabíl Fram kemur í dómnum að starfsmenn sjúkrahússins hafi ekki hringt á sjúkrabíl í kjölfar slyssins heldur var henni bent á að hafa samband við eiginmann sinn til að aka henni á slysadeild Landspítala. Fór svo að sonur konunnar ók henni síðar um daginn. Eftir röntgenmyndatöku kom í ljós að konan hafi hlotið beinbrot í fæti. Fór hún í aðgerð vegna brotsins og var í gifsi eða göngugifsi í samtals fimm vikur. Síðar hafi hún svo farið í aðra aðgerð til að fjarlægja plötur og skrúfur, en fengið sýkingu í skurðsárið. Varanleg læknisfræðileg örorka konunnar var síðar metin 10 prósent. „Óforsvaranlegar“ aðstæður og aðbúnaður Konan byggði mál sitt á því að SÁÁ bæri ábyrgð á slysinu og að aðstæður og aðbúnaður á sjúkrahúsinu hafi verið „óforsvaranlegur og að SÁÁ hafi vanrækt að tryggja stefnanda öruggt umhverfi eins og skylda beri til“. Í málsvörn stefnda kom fram að dúkurinn hafi staðist ítrustu kröfur og að starfsmenn Heilbrigðiseftirlits hafi ekki gert neinar athugasamdir varðandi frágang, en dúkurinn hafði verið lagður um tveimur mánuðum áður en slysið varð. Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg.Vísir/Vilhelm Hefðu átt að grípa til ráðstafana Í dómi segir að nýlagður dúkur hafi gefið ábyrgðarmönnum fasteignarinnar sérstakt tilefni til að gæta vel að hættueiginleikum efnisins og aðstæðum þar sem aðstaðan öll hafði greinilega verið tekin í gegn og nýtt efni lagt á gólf. Mjög brýnt hafi verið að fylgjast með framgangi mála og öryggi þeirra sem aðstöðuna þurftu að nota svo skömmu eftir framkvæmdirnar. Sömuleiðis eru gerðar ríkari kröfur til fasteigna þar sem almenningur þarf að sækja þjónustu, verslun, aðhlynningu, aðstoð, skemmtun, eða eitthvað annað utan heimila og sakarmat undir slíkum kringumstæðum strangara. „Tiltölulega auðvelt var fyrir ábyrgðarmenn húsnæðisins að grípa til þeirra ráðstafna sem sannanlega eru til þess fallnar að draga mjög úr slysahættu í sturtuaðstöðu sjúkrahússins líkt og gert var fljótlega eftir slysið,“ segir í dómnum, en fljótlega eftir slysið var sérstökum gúmmídúk komið fyrir á umræddum stað. Dómari segir ekkert benda til þess að slysið megi rekja til eigin sakar konunnar og er því fallist á kröfu hennar. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Þá hefur TM verið gert að greiða konunni 1,25 milljónir vegna málskostnaðar. Í dómnum kemur fram að konan hafi verið í fíknimeðferð á Vogi þegar slysið átti sér stað, en hún hafði innritast þremur dögum áður en slysið varð. Hún slasaðist þegar hún í sturtunni hafði ætlað sér að sækja handklæði sem hún hafði skilið eftir á slá á vegg nokkru frá sturtunni. Rann hún á sléttum dúknum og hlaut slæman snúningsáverka á hægri ökkla. Konan rakti fyrir dómi að gólfdúkurinn hafi verið stamur í sturtunni sjálfri en aftur á móti háll hjá handklæðaveggnum. Efnið hafi þá ekki verið eins gróft þar sem hún steig niður og í sturtunni sjálfri. Hringdu ekki á sjúkrabíl Fram kemur í dómnum að starfsmenn sjúkrahússins hafi ekki hringt á sjúkrabíl í kjölfar slyssins heldur var henni bent á að hafa samband við eiginmann sinn til að aka henni á slysadeild Landspítala. Fór svo að sonur konunnar ók henni síðar um daginn. Eftir röntgenmyndatöku kom í ljós að konan hafi hlotið beinbrot í fæti. Fór hún í aðgerð vegna brotsins og var í gifsi eða göngugifsi í samtals fimm vikur. Síðar hafi hún svo farið í aðra aðgerð til að fjarlægja plötur og skrúfur, en fengið sýkingu í skurðsárið. Varanleg læknisfræðileg örorka konunnar var síðar metin 10 prósent. „Óforsvaranlegar“ aðstæður og aðbúnaður Konan byggði mál sitt á því að SÁÁ bæri ábyrgð á slysinu og að aðstæður og aðbúnaður á sjúkrahúsinu hafi verið „óforsvaranlegur og að SÁÁ hafi vanrækt að tryggja stefnanda öruggt umhverfi eins og skylda beri til“. Í málsvörn stefnda kom fram að dúkurinn hafi staðist ítrustu kröfur og að starfsmenn Heilbrigðiseftirlits hafi ekki gert neinar athugasamdir varðandi frágang, en dúkurinn hafði verið lagður um tveimur mánuðum áður en slysið varð. Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg.Vísir/Vilhelm Hefðu átt að grípa til ráðstafana Í dómi segir að nýlagður dúkur hafi gefið ábyrgðarmönnum fasteignarinnar sérstakt tilefni til að gæta vel að hættueiginleikum efnisins og aðstæðum þar sem aðstaðan öll hafði greinilega verið tekin í gegn og nýtt efni lagt á gólf. Mjög brýnt hafi verið að fylgjast með framgangi mála og öryggi þeirra sem aðstöðuna þurftu að nota svo skömmu eftir framkvæmdirnar. Sömuleiðis eru gerðar ríkari kröfur til fasteigna þar sem almenningur þarf að sækja þjónustu, verslun, aðhlynningu, aðstoð, skemmtun, eða eitthvað annað utan heimila og sakarmat undir slíkum kringumstæðum strangara. „Tiltölulega auðvelt var fyrir ábyrgðarmenn húsnæðisins að grípa til þeirra ráðstafna sem sannanlega eru til þess fallnar að draga mjög úr slysahættu í sturtuaðstöðu sjúkrahússins líkt og gert var fljótlega eftir slysið,“ segir í dómnum, en fljótlega eftir slysið var sérstökum gúmmídúk komið fyrir á umræddum stað. Dómari segir ekkert benda til þess að slysið megi rekja til eigin sakar konunnar og er því fallist á kröfu hennar.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira