„Hann hefði ekki komist í Brimborgarboltann“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2021 14:31 Adam Szalai og Hjammi voru báðir á Evrópumótinu 2016 þar sem Szalai kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Ungverja og Íslendinga. Hann er fyrirliði Ungverja á EM í ár. Samsett/Getty Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur og strandblakliðseigandi, var svo sannarlega ekki hrifinn af fyrirliða Ungverja, Ádám Szalai, í tapinu gegn Portúgölum á EM í gær. Hjálmar og þjálfararnir Freyr Alexandersson og Ólafur Kristjánsson voru gestir í þættinum EM í dag, á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem farið var yfir leiki dagsins. Hjálmar átti vart orð yfir vonlausri skottilraun Szalai á 75. mínútu eins og sjá má í kostulegu innslagi hér að neðan: Klippa: Hjammi hakkaði fyrirliða Ungverja í sig „Þarna hugsaði ég bara: „Þetta er búið“,“ sagði Hjálmar sem átti auðvelt með að tengja við tilburði Szalais: „Ég hef upplifað þetta milljón sinnum sjálfur í bumbubolta. Sjáið bara. Þetta var alveg skelfilegt. Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þetta sjálfur. Klukkan að verða ellefu og tíminn búinn. „Ég ætla að taka eitt sirkusmark áður en ég fer.““ Gummi Ben og Helena Ólafsdóttir stýra EM í dag, og Gummi benti á að fleira í fasi Szalai hefði minnt á erkitýpu úr íslenskum „bumbubolta“: „Sjáið þegar boltinn fer yfir hann fyrst. Hann er byrjaður að rífast við sendingagæjann. Síðan kemur boltinn til hans að lokum: „Ég skýt þá bara!““ Freyr bar í bætifláka Szalai er eins og fyrr segir fyrirliði Ungverja og býsna virtur, enda búinn að skora 23 mörk fyrir sína þjóð og langmarkahæstur í ungverska hópnum. Hjálmar var engu að síður lítt hrifinn: „Ég var alveg hissa að sjá þennan mann, í byrjunarliðinu hjá Ungverjum. „How low can you go?“ Þetta er alveg svakalegt. Hann er búinn að skora eitt mark í bundesligunni, fyrir Mainz,“ sagði Hjálmar. „Sástu samt hvaða skrið Mainz fór á eftir að hann kom? Þeir voru í fallsæti og þá fékk Szalai aftur traustið. Hann er segullinn; tekur til sín og tengir saman,“ benti Freyr Alexandersson þá á. „Jæja, maður verður að treysta þessum sérfræðingum. En fyrir mér var þetta bara einhver algjör… Hann hefði ekki komist í Brimborgarboltann 2003, bara því miður,“ sagði Hjálmar laufléttur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Hjálmar og þjálfararnir Freyr Alexandersson og Ólafur Kristjánsson voru gestir í þættinum EM í dag, á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem farið var yfir leiki dagsins. Hjálmar átti vart orð yfir vonlausri skottilraun Szalai á 75. mínútu eins og sjá má í kostulegu innslagi hér að neðan: Klippa: Hjammi hakkaði fyrirliða Ungverja í sig „Þarna hugsaði ég bara: „Þetta er búið“,“ sagði Hjálmar sem átti auðvelt með að tengja við tilburði Szalais: „Ég hef upplifað þetta milljón sinnum sjálfur í bumbubolta. Sjáið bara. Þetta var alveg skelfilegt. Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þetta sjálfur. Klukkan að verða ellefu og tíminn búinn. „Ég ætla að taka eitt sirkusmark áður en ég fer.““ Gummi Ben og Helena Ólafsdóttir stýra EM í dag, og Gummi benti á að fleira í fasi Szalai hefði minnt á erkitýpu úr íslenskum „bumbubolta“: „Sjáið þegar boltinn fer yfir hann fyrst. Hann er byrjaður að rífast við sendingagæjann. Síðan kemur boltinn til hans að lokum: „Ég skýt þá bara!““ Freyr bar í bætifláka Szalai er eins og fyrr segir fyrirliði Ungverja og býsna virtur, enda búinn að skora 23 mörk fyrir sína þjóð og langmarkahæstur í ungverska hópnum. Hjálmar var engu að síður lítt hrifinn: „Ég var alveg hissa að sjá þennan mann, í byrjunarliðinu hjá Ungverjum. „How low can you go?“ Þetta er alveg svakalegt. Hann er búinn að skora eitt mark í bundesligunni, fyrir Mainz,“ sagði Hjálmar. „Sástu samt hvaða skrið Mainz fór á eftir að hann kom? Þeir voru í fallsæti og þá fékk Szalai aftur traustið. Hann er segullinn; tekur til sín og tengir saman,“ benti Freyr Alexandersson þá á. „Jæja, maður verður að treysta þessum sérfræðingum. En fyrir mér var þetta bara einhver algjör… Hann hefði ekki komist í Brimborgarboltann 2003, bara því miður,“ sagði Hjálmar laufléttur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira