Áhugaleysi ríkisstjórnarinnar á málefnum barna Lúðvík Júlíusson skrifar 16. júní 2021 12:01 Ríkisstjórn Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks er nær áhugalaus um málefni barna. Miklar yfirlýsingar hafa verið gefnar en efndir hafa verið litlar sem engar. Nokkrum lögum verið breytt en þau hafa ekki skipt miklu máli.(1) Aðallega hefur þetta snúist um að búa til glansmynd, halda skemmtilega blaðamannafundi og brosa framan í myndavélar. Ef spurt er um efndir þá er svarið oftast að þær muni koma í framtíðinni með öðrum lögum sem hvorki eru tímasett né mikilvægum málum forgangsraðað. Brýn mál þarf að leysa en stjórnvöld gera lítið sem ekkert. Ráðherrar áhugalausir um málefni barna Ég óskaði eftir fundi með forsætisráðherra um stöðu barna með fötlun þann 14. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra 3. október 2018 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með dómsmálaráðherra 18. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með félagsmálaráðherra og fékk einn fund. Sá fundur skilaði litlu. Á fundinum lagði ég áherslu á að börn sem þurfa á aðstoð að halda á lífsleiðinni gætu haft báða foreldra sér til halds og trausts. Í frumvarpi um samþættingu þjónustu í þágu barna greiddi Ásmundur Einar Daðason, ásamt öllum stjórnarþingmönnum, gegn breytingatillögu minnihluta velferðarnefndar um að foreldrar væru skilgreindir þeir sem hefðu lögheimili, forsjá(einnig sameiginlega) og/eða reglulega umgengni.(1) Foreldrar og fjölskyldur sem fá engan stuðning vegna COVID Félagsmálaráðuneytið, Menntamálaráðuneytið og Forsætisráðuneytið skilgreina nefnilega ekki foreldra með sama hætti og gert er í barnalögum. Þessi ráðuneyti telja til foreldra aðeins þá sem hafa lögheimili barna sinna. Þetta er mjög útilokandi skilgreining sem bitnar sannanlega á börnum. Foreldrar sem sinna mikilli umönnun barna eru einfaldlega ekki hafðir með í úrræðum stjórnvalda. Besta dæmið um þröngsýni stjórnvalda í málefnum barna er að ekki ein króna fór í að styðja fjölskyldur og foreldra sem ekki hafa lögheimili barna sinna þrátt fyrir að þeir hafi sannanlega sinnt umönnun barnanna og borið þungar byrðar þegar skólar voru lokaðir og tómstundir lágu niðri, ekkert minna en aðrir foreldrar. Lélegt vinnusiðferði Þegar mál eru smá þá skipta þau oftast litlu máli. En lítil mál er auðvelt að leysa og það tekjur oftast litla fyrirhöfn og lágmarks kostnað. Ef þessi mál sem ég ræði um eru svona smávægileg og skipta ekki máli þá ætti ekki að vera nokkur vandi fyrir stjórnvöld að leysa þau til frambúðar. Vilja og áhugaleysi stjórnvalda sýnir einfaldlega lélegt vinnusiðferði. Tími kominn á breytingar Börn eru ekki að fá þann stuðning og þá þjónustu sem þau þurfa vegna þröngsýni stjórnvalda. Er ekki kominn tími á breytingar? Á hugarfari, vinnusiðferði og nálgun í málefnum barna? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um málefni barna. Heimildir: (1) https://www.visir.is/g/20212102451d (2) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2021-06-11+11:06:46&etim=2021-06-11+11:18:01 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks er nær áhugalaus um málefni barna. Miklar yfirlýsingar hafa verið gefnar en efndir hafa verið litlar sem engar. Nokkrum lögum verið breytt en þau hafa ekki skipt miklu máli.(1) Aðallega hefur þetta snúist um að búa til glansmynd, halda skemmtilega blaðamannafundi og brosa framan í myndavélar. Ef spurt er um efndir þá er svarið oftast að þær muni koma í framtíðinni með öðrum lögum sem hvorki eru tímasett né mikilvægum málum forgangsraðað. Brýn mál þarf að leysa en stjórnvöld gera lítið sem ekkert. Ráðherrar áhugalausir um málefni barna Ég óskaði eftir fundi með forsætisráðherra um stöðu barna með fötlun þann 14. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra 3. október 2018 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með dómsmálaráðherra 18. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með félagsmálaráðherra og fékk einn fund. Sá fundur skilaði litlu. Á fundinum lagði ég áherslu á að börn sem þurfa á aðstoð að halda á lífsleiðinni gætu haft báða foreldra sér til halds og trausts. Í frumvarpi um samþættingu þjónustu í þágu barna greiddi Ásmundur Einar Daðason, ásamt öllum stjórnarþingmönnum, gegn breytingatillögu minnihluta velferðarnefndar um að foreldrar væru skilgreindir þeir sem hefðu lögheimili, forsjá(einnig sameiginlega) og/eða reglulega umgengni.(1) Foreldrar og fjölskyldur sem fá engan stuðning vegna COVID Félagsmálaráðuneytið, Menntamálaráðuneytið og Forsætisráðuneytið skilgreina nefnilega ekki foreldra með sama hætti og gert er í barnalögum. Þessi ráðuneyti telja til foreldra aðeins þá sem hafa lögheimili barna sinna. Þetta er mjög útilokandi skilgreining sem bitnar sannanlega á börnum. Foreldrar sem sinna mikilli umönnun barna eru einfaldlega ekki hafðir með í úrræðum stjórnvalda. Besta dæmið um þröngsýni stjórnvalda í málefnum barna er að ekki ein króna fór í að styðja fjölskyldur og foreldra sem ekki hafa lögheimili barna sinna þrátt fyrir að þeir hafi sannanlega sinnt umönnun barnanna og borið þungar byrðar þegar skólar voru lokaðir og tómstundir lágu niðri, ekkert minna en aðrir foreldrar. Lélegt vinnusiðferði Þegar mál eru smá þá skipta þau oftast litlu máli. En lítil mál er auðvelt að leysa og það tekjur oftast litla fyrirhöfn og lágmarks kostnað. Ef þessi mál sem ég ræði um eru svona smávægileg og skipta ekki máli þá ætti ekki að vera nokkur vandi fyrir stjórnvöld að leysa þau til frambúðar. Vilja og áhugaleysi stjórnvalda sýnir einfaldlega lélegt vinnusiðferði. Tími kominn á breytingar Börn eru ekki að fá þann stuðning og þá þjónustu sem þau þurfa vegna þröngsýni stjórnvalda. Er ekki kominn tími á breytingar? Á hugarfari, vinnusiðferði og nálgun í málefnum barna? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um málefni barna. Heimildir: (1) https://www.visir.is/g/20212102451d (2) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2021-06-11+11:06:46&etim=2021-06-11+11:18:01
Heimildir: (1) https://www.visir.is/g/20212102451d (2) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2021-06-11+11:06:46&etim=2021-06-11+11:18:01
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun