Handbolti

Litáískt landsliðspar á Selfoss

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karolis Stropus og Roberta Ivanauskaité.
Karolis Stropus og Roberta Ivanauskaité. selfoss

Litáíska handboltaparið Karolis Stropus og Roberta Ivanauskaité hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til næstu þriggja ára.

Stropus, sem er þrítugur, lék með Þór í vetur. Hann hefur einnig leikið með Víkingi, Akureyri og Aftureldingu hér á landi.

Hin 23 ára Ivanauskaité lék með Aftureldingu í Olís-deildinni tímabilið 2019-20 en lék ekkert í vetur vegna meiðsla. Hún skoraði 64 mörk í fjórtán leikjum með Aftureldingu á síðasta tímabili.

Stropus og Ivanauskaité hafa bæði leikið með landsliðum Litáens. Þau hafa einnig spilað með Dragunas í heimalandinu, liðinu sem karlalið Selfoss mætti í Evrópukeppninni haustið 2018.

Selfoss endaði í 4. sæti Olís-deildar karla í vetur og féll úr leik fyrir Stjörnunni í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Kvennalið Selfoss endaði í níunda og neðsta sæti Grill 66 deildarinnar í vetur. Svavar Vignisson var um helgina ráðin þjálfari liðsins.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×