Færu líklega á hausinn ef þau ætti að borga konunum það sama og körlunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 09:31 Megan Rapinoe og félagar í bandaríska landsliðinu hafa barist fyrir jöfnum kjörum í mörg ár. Getty/Catherine Ivill Cindy Parlow Cone, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins, segir að sambandið myndi ekki ráða við það fjárhagslega að verða við kröfum leikmanna kvennalandsliðsins sem hafa stefnt sambandinu. Parlow Cone er fyrrum heims- og Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og lék á sínum tíma 158 landsleiki. Hún hefur verið forseti sambandsins frá því í mars 2020 þegar fyrirrennari hennar sagði af sér. U.S Soccer president: USWNT request to make up World Cup payment discrepancies would bankrupt federation https://t.co/VNM4qFkclm— Sentinel Sports (@orlandosports) June 15, 2021 Parlow Cone segir það ómögulegt fyrir sambandið að jafna út árangurstengdar greiðslur milli kynjanna og ástæðan sé mikill munur á verðlaunafé frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Hún segir að það sé stefna bandaríska knattspyrnusambandsins að borga landsliðskonum og landsliðskörlum það sama en að það sé ómögulegt að verða við kröfum landsliðskvennanna sem vilja meðal annars 66 milljónir dollara í bætur. „Við getum ekki orðið við því af því að við höfum enga stjórn á verðlaunafénu frá FIFA. Það væri ógerlegt fyrir okkur að vega upp mismuninn og myndi líklega setja sambandið á hausinn,“ sagði Cindy Parlow Cone. „Aðalhindrunin er eins og allir vita þessi risastóri og hreinlega ósanngjarni munur hjá FIFA á verðlaunfé kynjanna á heimsmeistaramótunum. Þar er tekjulind sem bandaríska sambandið hefur engin áhrif á því FIFA stjórnar því algjörlega sjálft,“ sagði Parlow Cone. U.S. Soccer Federation president Cindy Parlow Cone said asking the federation to make up the difference in FIFA prize money is untenable, and would likely bankrupt the Federation. -@JeffreyCarlisle https://t.co/3tYKIMgUJf— Amy Dash (@AmyDashTV) June 16, 2021 „Eins og staðan er núna þá vill bandaríska kvennalandsliðið að sambandið borgi sér upp mismuninn bæði úr fortíðinni og í framtíðinni. Það eru meira en fimmtíu milljónir fyrir síðustu tvær heimsmeistarakeppnir og óþekkt upphæð í framtíðinni,“ sagði Parlow Cone. Heimsmeistarar karlaliðs Frakka fengu 38 milljónir dollara fyrir sigur sinn í síðustu heimsmeistarakeppni en heildarverðlaunaféð á mótinu voru 400 milljónir dollara. Heildarverðlaunféð á síðustu heimsmeistarakeppni hjá konum var aftur á móti bara 30 milljónir dollara þar af fóru fjórar milljónir dollara til heimsmeistara Bandaríkjanna. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur lofað að tvöfalda verðlaunaféð á HM kvenna árið 2023 en það myndi þá hækka upp í sextíu milljónir dollara. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira
Parlow Cone er fyrrum heims- og Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og lék á sínum tíma 158 landsleiki. Hún hefur verið forseti sambandsins frá því í mars 2020 þegar fyrirrennari hennar sagði af sér. U.S Soccer president: USWNT request to make up World Cup payment discrepancies would bankrupt federation https://t.co/VNM4qFkclm— Sentinel Sports (@orlandosports) June 15, 2021 Parlow Cone segir það ómögulegt fyrir sambandið að jafna út árangurstengdar greiðslur milli kynjanna og ástæðan sé mikill munur á verðlaunafé frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Hún segir að það sé stefna bandaríska knattspyrnusambandsins að borga landsliðskonum og landsliðskörlum það sama en að það sé ómögulegt að verða við kröfum landsliðskvennanna sem vilja meðal annars 66 milljónir dollara í bætur. „Við getum ekki orðið við því af því að við höfum enga stjórn á verðlaunafénu frá FIFA. Það væri ógerlegt fyrir okkur að vega upp mismuninn og myndi líklega setja sambandið á hausinn,“ sagði Cindy Parlow Cone. „Aðalhindrunin er eins og allir vita þessi risastóri og hreinlega ósanngjarni munur hjá FIFA á verðlaunfé kynjanna á heimsmeistaramótunum. Þar er tekjulind sem bandaríska sambandið hefur engin áhrif á því FIFA stjórnar því algjörlega sjálft,“ sagði Parlow Cone. U.S. Soccer Federation president Cindy Parlow Cone said asking the federation to make up the difference in FIFA prize money is untenable, and would likely bankrupt the Federation. -@JeffreyCarlisle https://t.co/3tYKIMgUJf— Amy Dash (@AmyDashTV) June 16, 2021 „Eins og staðan er núna þá vill bandaríska kvennalandsliðið að sambandið borgi sér upp mismuninn bæði úr fortíðinni og í framtíðinni. Það eru meira en fimmtíu milljónir fyrir síðustu tvær heimsmeistarakeppnir og óþekkt upphæð í framtíðinni,“ sagði Parlow Cone. Heimsmeistarar karlaliðs Frakka fengu 38 milljónir dollara fyrir sigur sinn í síðustu heimsmeistarakeppni en heildarverðlaunaféð á mótinu voru 400 milljónir dollara. Heildarverðlaunféð á síðustu heimsmeistarakeppni hjá konum var aftur á móti bara 30 milljónir dollara þar af fóru fjórar milljónir dollara til heimsmeistara Bandaríkjanna. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur lofað að tvöfalda verðlaunaféð á HM kvenna árið 2023 en það myndi þá hækka upp í sextíu milljónir dollara.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira