Milljarðamæringur fjárfestir í veiðihúsum á Íslandi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júní 2021 23:57 MONACO, MONACO - JULY 26: Jim Ratcliffe attends the 71th Monaco Red Cross Ball Gala on July 26, 2019 in Monaco, Monaco. (Photo by Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images) Getty/Stephane Cardinale Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe ætlar að fjárfesta fyrir fjóra milljarða í verkefni sem ætlað er að vernda laxastofninn á Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að snúa við hnignun Norður-Atlantshafslaxstofnsins. Fyrirætlanirnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag en þær gera ráð fyrir byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á Norðausturlandi með fjárfestingu fyrir allt að fjóra milljarða króna. Fjármagnið kemur frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Veiðihúsunum er ætlað að laða að laxveiðimenn sem láta sig viðgang og verndun Norður-Atlantshafslaxins varða. Þau verða staðsett við Miðfjarðará í Bakkafirði, Hofsá og í Vesturárdal, auk þess sem rísa mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði. Svona mun veiðihúsið við Miðfjarðará í Bakkafirði koma til með að líta út. Gætum séð fram á útrýmingu laxins Uppbyggingin er hluti af langtímamarkmiði verkefnisins um að gera óhagnaðardrifið verndarstarfið sjálfbært í viðleitni sinni til að snúa við hnignun Norður-Atlantshafsstofnsins. Allur hagnaður af verkefninu mun renna beint til verndarstarfsins. „Hagnaðurinn er að snúa þeirri þróun við, að við horfum fram á það að laxinum verði útrýmt. Í tölum eru sennilega tveir þriðju af laxastofni Norður-Atlantshafs horfnir á síðastliðnum hundrað árum og ef fram horfir þá gætum við séð fram á það á okkar líftíma að laxinn verði útdauður, “ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Project á Íslandi. Svona mun veiðihúsið við Hofsá koma til með að líta út. Í tilkynningu frá Six Rivers Project segir að starfsemin muni færa Norðausturlandi sjálfbæra fjárfestingu og styðja við verndun Norður-Atlantshafslaxins á svæðinu til lengri tíma. „Ávinningurinn fest í því að okkar ár þarna á Norðausturlandi hafa haldið ágætlega veiði og haldið ágætlega göngum, en líftími laxa er fjögur til fimm ár. Þannig að hver kynslóð er fjögur til fimm ár að vaxa, þannig þetta gerist hægt en vonandi sem fyrst,“ segir Gísli. Svona mun veiðihúsið í Vesturárdal koma til með að líta út. Svona mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði koma til með að líta út Stangveiði Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Langanesbyggð Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Sjá meira
Fyrirætlanirnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag en þær gera ráð fyrir byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á Norðausturlandi með fjárfestingu fyrir allt að fjóra milljarða króna. Fjármagnið kemur frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Veiðihúsunum er ætlað að laða að laxveiðimenn sem láta sig viðgang og verndun Norður-Atlantshafslaxins varða. Þau verða staðsett við Miðfjarðará í Bakkafirði, Hofsá og í Vesturárdal, auk þess sem rísa mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði. Svona mun veiðihúsið við Miðfjarðará í Bakkafirði koma til með að líta út. Gætum séð fram á útrýmingu laxins Uppbyggingin er hluti af langtímamarkmiði verkefnisins um að gera óhagnaðardrifið verndarstarfið sjálfbært í viðleitni sinni til að snúa við hnignun Norður-Atlantshafsstofnsins. Allur hagnaður af verkefninu mun renna beint til verndarstarfsins. „Hagnaðurinn er að snúa þeirri þróun við, að við horfum fram á það að laxinum verði útrýmt. Í tölum eru sennilega tveir þriðju af laxastofni Norður-Atlantshafs horfnir á síðastliðnum hundrað árum og ef fram horfir þá gætum við séð fram á það á okkar líftíma að laxinn verði útdauður, “ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Project á Íslandi. Svona mun veiðihúsið við Hofsá koma til með að líta út. Í tilkynningu frá Six Rivers Project segir að starfsemin muni færa Norðausturlandi sjálfbæra fjárfestingu og styðja við verndun Norður-Atlantshafslaxins á svæðinu til lengri tíma. „Ávinningurinn fest í því að okkar ár þarna á Norðausturlandi hafa haldið ágætlega veiði og haldið ágætlega göngum, en líftími laxa er fjögur til fimm ár. Þannig að hver kynslóð er fjögur til fimm ár að vaxa, þannig þetta gerist hægt en vonandi sem fyrst,“ segir Gísli. Svona mun veiðihúsið í Vesturárdal koma til með að líta út. Svona mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði koma til með að líta út
Stangveiði Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Langanesbyggð Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Sjá meira