78% ónæmi náð: Um tvær vikur í afléttingu allra takmarkana Snorri Másson skrifar 15. júní 2021 17:09 Svandís Svavarsdóttir talar um að aflétta öllum takmörkunum í lok júní. Vísir/Vilhelm Hlutfall fullorðinna Íslendinga sem eru ónæmir fyrir Covid-19 er komið upp í 78,1%, þ.e. þeirra sem eru annaðhvort komnir með fyrsta skammt bóluefnis eða ónæmi vegna sýkingar. Heilbrigðisráðuneytið gaf út fyrr á þessu ári að þegar 75% fólks væri komið með fyrsta skammt yrði öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands aflétt. Á skýringarmynd með þeim áformum er meira að segja miðað við 280.000 en ekki 295.000, sem er fjöldinn í bólusetningarhópnum á boluefni.is. Miðað við töflu stjórnvalda eru því í raun um 83% Íslendinga komnir með ónæmi. Ísland er í þriðja sæti á heimsvísu yfir fjölda sem hefur fengið fyrstu bólusetningu, samanber Our World In Data. Afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudaginn að „í lok júní“ væri stefnt að því að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Ráðherra kynnti þá tilslakanir sem tóku gildi í dag, þar sem 300 mega koma saman. „Við erum að slaka í áttina að því að geta bara slakað alveg,“ sagði Svandís. Ef stjórnvöldum tekst að aflétta öllum takmörkunum fyrir lok mánaðar stenst tafla þeirra enn, enda er þar talað um að ráðist verði í það í „síðari hluta júní.“ Heilbrigðisráðherra hefur því 15 daga. „Ef allt heldur áfram að ganga svona vel þá mun það líka verða þannig að við getum losað um takmarkanir innanlands um mánaðamótin,“ sagði Svandís. Ráðherra bætti því við að strax 25. júní hefðu allir gjaldgengir Íslendingar fengið boð í fyrstu sprautuna af bóluefni. Mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á öðru en að skipuleggjendur stórra viðburða, svo sem Þjóðhátíðar og Menningarnætur, geti miðað við að blása til góðrar veislu. „Ráðherra hefur svo sem boðað að það yrði,“ segir Þórólfur. Hann nefnir þó að ráðherra eigi eftir að fá frá honum tillögur um afléttingar fyrir næstu mánaðamót. Góður gangur sé þó í bólusetningu og við á réttri leið. „Ef þetta gengur allt svona sé ég bara fyrir mér að við getum haldið áfram að létta innanlands og reynt að halda öllu öruggu á landamærum. Við ættum líka að geta létt á aðgerðum þar,“ segir Þórólfur. „Það eru mjög margir fullbólusettir og áfram mikill gangur í bólusetningu. Við ættum að vera komin með mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur.“ Sóttvarnalæknir er bjartsýnn. „Mér finnst þetta líta bara mjög vel út.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15. júní 2021 12:39 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15. júní 2021 10:54 Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu. 15. júní 2021 06:56 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið gaf út fyrr á þessu ári að þegar 75% fólks væri komið með fyrsta skammt yrði öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands aflétt. Á skýringarmynd með þeim áformum er meira að segja miðað við 280.000 en ekki 295.000, sem er fjöldinn í bólusetningarhópnum á boluefni.is. Miðað við töflu stjórnvalda eru því í raun um 83% Íslendinga komnir með ónæmi. Ísland er í þriðja sæti á heimsvísu yfir fjölda sem hefur fengið fyrstu bólusetningu, samanber Our World In Data. Afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudaginn að „í lok júní“ væri stefnt að því að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Ráðherra kynnti þá tilslakanir sem tóku gildi í dag, þar sem 300 mega koma saman. „Við erum að slaka í áttina að því að geta bara slakað alveg,“ sagði Svandís. Ef stjórnvöldum tekst að aflétta öllum takmörkunum fyrir lok mánaðar stenst tafla þeirra enn, enda er þar talað um að ráðist verði í það í „síðari hluta júní.“ Heilbrigðisráðherra hefur því 15 daga. „Ef allt heldur áfram að ganga svona vel þá mun það líka verða þannig að við getum losað um takmarkanir innanlands um mánaðamótin,“ sagði Svandís. Ráðherra bætti því við að strax 25. júní hefðu allir gjaldgengir Íslendingar fengið boð í fyrstu sprautuna af bóluefni. Mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á öðru en að skipuleggjendur stórra viðburða, svo sem Þjóðhátíðar og Menningarnætur, geti miðað við að blása til góðrar veislu. „Ráðherra hefur svo sem boðað að það yrði,“ segir Þórólfur. Hann nefnir þó að ráðherra eigi eftir að fá frá honum tillögur um afléttingar fyrir næstu mánaðamót. Góður gangur sé þó í bólusetningu og við á réttri leið. „Ef þetta gengur allt svona sé ég bara fyrir mér að við getum haldið áfram að létta innanlands og reynt að halda öllu öruggu á landamærum. Við ættum líka að geta létt á aðgerðum þar,“ segir Þórólfur. „Það eru mjög margir fullbólusettir og áfram mikill gangur í bólusetningu. Við ættum að vera komin með mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur.“ Sóttvarnalæknir er bjartsýnn. „Mér finnst þetta líta bara mjög vel út.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15. júní 2021 12:39 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15. júní 2021 10:54 Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu. 15. júní 2021 06:56 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15. júní 2021 12:39
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15. júní 2021 10:54
Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu. 15. júní 2021 06:56