Hvetur foreldra til að ýta við ungmennum fæddum 2003 og 2004 Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. júní 2021 19:53 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Erfiðlega gekk að koma út bóluefni Janssen í dag. Til að tryggja að skammtar eyðilegðust ekki var öllum boðið að mæta. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir hefðbundin boð hafa verið send út í hádeginu, en klukkan tvö hafi enn verið fimmtán hundruð skammtar eftir. Þá var ákveðið að senda út opið boð með góðum árangri, en klukkan fjögur voru allir skammtar búnir. „Það virkaði mjög vel. Fólk var ánægð og gat komið og fengið sprautu,“ segir Ragnheiður. Hún segir mætingu í vetur hafa verið í kringum áttatíu prósent, en sé að fara niður í sjötíu prósent núna. Hún segir lítinn mun vera á mætingu eftir því hvaða bóluefni sé í boði, en mætingin sé mögulega örlítið slakari þegar Janssen og Astra Zeneca eru í boði, heldur en Pfizer. Ástæðuna telur hún vera umræðuna í samfélaginu um að Pfizer þyki betra. „En við erum alveg gallhörð á því að þetta eru allt góð efni og fólk á að koma þegar það er boðað.“ Það er stór vika framundan í Laugardalshöllinni, en tæplega fjörutíu þúsund manns verða bólusettir í vikunni. Unnið er hratt að því markmiði að allir verði komnir með fyrri sprautu í lok mánaðar. Haldið verður áfram með handahófskennda aldurshópa auk þess sem fólk er að fá seinni skammt. Bólusett verður með Pfizer á morgun og Moderna á miðvikudag. Á meðal þeirra sem eru boðaðir á morgun eru árgangar fæddir 2003 og 2004. Ragnheiður hvetur foreldra til þess að ýta við börnum sínum. Þau sem hafi ekki fengið SMS skilaboð, ættu að hafa fengið skilaboð inni á Heilsuveru. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bólusetningum lokið í dag Bólusetningu með bóluefni Janssen við kórónuveirunni er lokið á höfuðborgarsvæðinu í dag, en síðustu skammtarnir kláruðust nú fyrir skömmu. Bólusetningarballið er því búið í bili, eða þangað til á morgun. 14. júní 2021 16:33 Dræm mæting í bólusetningu og fleiri hópar boðaðir Tveir hópar sem ekki stóð til að bólusetja í dag hafa verið boðaðir í bólusetningu heilsugæslunnar með bóluefni Janssen í Laugardalshöll. 14. júní 2021 12:46 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir hefðbundin boð hafa verið send út í hádeginu, en klukkan tvö hafi enn verið fimmtán hundruð skammtar eftir. Þá var ákveðið að senda út opið boð með góðum árangri, en klukkan fjögur voru allir skammtar búnir. „Það virkaði mjög vel. Fólk var ánægð og gat komið og fengið sprautu,“ segir Ragnheiður. Hún segir mætingu í vetur hafa verið í kringum áttatíu prósent, en sé að fara niður í sjötíu prósent núna. Hún segir lítinn mun vera á mætingu eftir því hvaða bóluefni sé í boði, en mætingin sé mögulega örlítið slakari þegar Janssen og Astra Zeneca eru í boði, heldur en Pfizer. Ástæðuna telur hún vera umræðuna í samfélaginu um að Pfizer þyki betra. „En við erum alveg gallhörð á því að þetta eru allt góð efni og fólk á að koma þegar það er boðað.“ Það er stór vika framundan í Laugardalshöllinni, en tæplega fjörutíu þúsund manns verða bólusettir í vikunni. Unnið er hratt að því markmiði að allir verði komnir með fyrri sprautu í lok mánaðar. Haldið verður áfram með handahófskennda aldurshópa auk þess sem fólk er að fá seinni skammt. Bólusett verður með Pfizer á morgun og Moderna á miðvikudag. Á meðal þeirra sem eru boðaðir á morgun eru árgangar fæddir 2003 og 2004. Ragnheiður hvetur foreldra til þess að ýta við börnum sínum. Þau sem hafi ekki fengið SMS skilaboð, ættu að hafa fengið skilaboð inni á Heilsuveru.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bólusetningum lokið í dag Bólusetningu með bóluefni Janssen við kórónuveirunni er lokið á höfuðborgarsvæðinu í dag, en síðustu skammtarnir kláruðust nú fyrir skömmu. Bólusetningarballið er því búið í bili, eða þangað til á morgun. 14. júní 2021 16:33 Dræm mæting í bólusetningu og fleiri hópar boðaðir Tveir hópar sem ekki stóð til að bólusetja í dag hafa verið boðaðir í bólusetningu heilsugæslunnar með bóluefni Janssen í Laugardalshöll. 14. júní 2021 12:46 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bólusetningum lokið í dag Bólusetningu með bóluefni Janssen við kórónuveirunni er lokið á höfuðborgarsvæðinu í dag, en síðustu skammtarnir kláruðust nú fyrir skömmu. Bólusetningarballið er því búið í bili, eða þangað til á morgun. 14. júní 2021 16:33
Dræm mæting í bólusetningu og fleiri hópar boðaðir Tveir hópar sem ekki stóð til að bólusetja í dag hafa verið boðaðir í bólusetningu heilsugæslunnar með bóluefni Janssen í Laugardalshöll. 14. júní 2021 12:46