Partý út um allt og veislusalir að bókast upp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. júní 2021 18:48 Dagmar Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka viðburðafyrirtækja. Vísir/Sigurjón Viðburðafyrirtæki hafa vart undan við að skipuleggja samkomur fyrir hópa og fyrirtæki og viðlíka sala hefur varla sést síðan fyrir bankahrun. Salir eru að bókast upp og síminn stoppar varla hjá tónlistarfólki landsins, að sögn skipuleggjanda. „Það er bara brjálað að gera. Við höfum ekki undan við að svara fyrirspurnum og tölvupóstum. Það eru allir að bíða eftir að gera eitthvað saman,” segir Dagmar Haraldsdóttir, formaður Samtaka viðburðafyrirtækja. Sléttir fimmtán mánuðir eru á morgun fráþví að samkomubann var sett á hér á landi, í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, sagði forsætisráðherra og óraði engan fyrir því að næsta tæpa eina og hálfa árið myndi einkennast af inniveru og fjarfundum. Loks er farið að sjást til sólar nú þegar bólusetningum vindur fram og vinir, vandamenn og vinnufélagar fá að koma saman að nýju. Fyrirtæki stukku mörg hver á tækifærið þegar dregið var úr samkomutakmörkunum í síðasta mánuði og hafa nýtt sér 150 manna heimildina til hins ítrasta. „Maður finnur að fyrirtækin eru ekki bara að bóka einn viðburð heldur fjóra, fimm viðburði næstu mánuði bara til að setja í dagatalið,” segir Dagmar. Fréttastofa heyrði frá viðburðafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að viðlíka sala hafi ekki sést síðan fyrir bankahrun – þó veislurnar séu nokkuð lágstemmdari en til dæmis Baugsveislan fræga í Mónakó þegar Tina Turner steig á svið. Dagmar segir að nóg sé til í starfsmannasjóðum og að fólki sé farið að lengja eftir því að hittast, fagna og skemmta sér. Veislurnar séu því margar vissulega veglegar. „Fólk er klárlega að leyfa sér kannski aðeins meira þvíþaðá nóg til,” segir hún. Nú sé hins vegar hver að verða síðastur að skipuleggja árið. „Maður finnur það að salirnir eru að verða uppbókaðir og ekki síst tónlistarfólkið, sem er alveg frábært.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Það er bara brjálað að gera. Við höfum ekki undan við að svara fyrirspurnum og tölvupóstum. Það eru allir að bíða eftir að gera eitthvað saman,” segir Dagmar Haraldsdóttir, formaður Samtaka viðburðafyrirtækja. Sléttir fimmtán mánuðir eru á morgun fráþví að samkomubann var sett á hér á landi, í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, sagði forsætisráðherra og óraði engan fyrir því að næsta tæpa eina og hálfa árið myndi einkennast af inniveru og fjarfundum. Loks er farið að sjást til sólar nú þegar bólusetningum vindur fram og vinir, vandamenn og vinnufélagar fá að koma saman að nýju. Fyrirtæki stukku mörg hver á tækifærið þegar dregið var úr samkomutakmörkunum í síðasta mánuði og hafa nýtt sér 150 manna heimildina til hins ítrasta. „Maður finnur að fyrirtækin eru ekki bara að bóka einn viðburð heldur fjóra, fimm viðburði næstu mánuði bara til að setja í dagatalið,” segir Dagmar. Fréttastofa heyrði frá viðburðafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að viðlíka sala hafi ekki sést síðan fyrir bankahrun – þó veislurnar séu nokkuð lágstemmdari en til dæmis Baugsveislan fræga í Mónakó þegar Tina Turner steig á svið. Dagmar segir að nóg sé til í starfsmannasjóðum og að fólki sé farið að lengja eftir því að hittast, fagna og skemmta sér. Veislurnar séu því margar vissulega veglegar. „Fólk er klárlega að leyfa sér kannski aðeins meira þvíþaðá nóg til,” segir hún. Nú sé hins vegar hver að verða síðastur að skipuleggja árið. „Maður finnur það að salirnir eru að verða uppbókaðir og ekki síst tónlistarfólkið, sem er alveg frábært.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira