„Ung móðir og á lausu“ Lúðvík Júlíusson skrifar 14. júní 2021 13:00 Það er nokkuð augljóst að ég er ekki að tala um mig. Ég ætla að ræða hugtakanotkun í stuttu máli. Þegar foreldrar skilja þá verður annað foreldrið „einstætt foreldri“ en hitt foreldrið verður „einstaklingur.“ „Einstætt“ þýðir aðeins að foreldrið sé á lausu. Hér flækjast málin nefnilega. Hugtakið „einstaklingur“ segir ekkert til um kostnað, álag, ábyrgð vegna umönnunar barna o.s.fr.v.. Það sama á við um hugtakið „einstætt foreldri“. Samt eru ótrúlega margir sem draga ályktun um að svo sé. Dragi fólk þessar ályktanir þá er það gott dæmi um að ekki hafi tekist að ná markmiðum Jafnréttislaga(1) um að „vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla.“ Hugmyndir feðraveldisins um að konur eigi að sinna umönnun barna og að feður eigi að vera fyrirvinnur endurspeglast í mikið viðhorfum fólks til hugtakanna „einstæð móðir“ og „einstaklingur“. Móðir er bundin barni en faðirinn er orðinn frjáls einstaklingur. Fæstir myndu samt viðurkenna að andstöðu sína við jafnrétti og femínisma. Til að vinna gegn þessum fordómum og auka réttindi barna þá er nauðsynlegt að Alþingi breyti lögum um Þjóðskrá og láti stofnunina skrá umgengni foreldra. Þá væri hægt að breyta fjölskyldugerðinni „einstætt foreldri“ einfaldlega í „foreldri“. Báðir foreldrar barnsins yrðu þá skráðir „foreldrar“. Það myndi ekki flækja skráninguna eða valda ruglingi vegna þess að til staðar eru hugtökin „hjón með börn“ og „hjón án barna“. Ef það þarf að fá ítarlegri upplýsingar um stöðu barna og foreldra þá væri hægt að greina þessa hópa eftir bæði forsjá, umgengni, lögheimili barna og sambandsstöðu. Ef Þessar breytingar væru gerðar þá loks gætum við loksins átt innihaldsríkar og málefnalegar umræður um stöðu barna og foreldra. Í dag veit enginn hverjar tekjur foreldra eru, hvar börn búa í fátækt og hvernig best sé að styðja við foreldra. Eins og kerfið er sett upp í dag þá myndi hækkun barnabóta út í hið óendanlega ekki útrýma fátækt barna. Eigum við ekki að fá svör við þessum spurningum og hjálpa börnum og foreldrum sem eru hjálparþurfi? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir: (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2020150.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Það er nokkuð augljóst að ég er ekki að tala um mig. Ég ætla að ræða hugtakanotkun í stuttu máli. Þegar foreldrar skilja þá verður annað foreldrið „einstætt foreldri“ en hitt foreldrið verður „einstaklingur.“ „Einstætt“ þýðir aðeins að foreldrið sé á lausu. Hér flækjast málin nefnilega. Hugtakið „einstaklingur“ segir ekkert til um kostnað, álag, ábyrgð vegna umönnunar barna o.s.fr.v.. Það sama á við um hugtakið „einstætt foreldri“. Samt eru ótrúlega margir sem draga ályktun um að svo sé. Dragi fólk þessar ályktanir þá er það gott dæmi um að ekki hafi tekist að ná markmiðum Jafnréttislaga(1) um að „vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla.“ Hugmyndir feðraveldisins um að konur eigi að sinna umönnun barna og að feður eigi að vera fyrirvinnur endurspeglast í mikið viðhorfum fólks til hugtakanna „einstæð móðir“ og „einstaklingur“. Móðir er bundin barni en faðirinn er orðinn frjáls einstaklingur. Fæstir myndu samt viðurkenna að andstöðu sína við jafnrétti og femínisma. Til að vinna gegn þessum fordómum og auka réttindi barna þá er nauðsynlegt að Alþingi breyti lögum um Þjóðskrá og láti stofnunina skrá umgengni foreldra. Þá væri hægt að breyta fjölskyldugerðinni „einstætt foreldri“ einfaldlega í „foreldri“. Báðir foreldrar barnsins yrðu þá skráðir „foreldrar“. Það myndi ekki flækja skráninguna eða valda ruglingi vegna þess að til staðar eru hugtökin „hjón með börn“ og „hjón án barna“. Ef það þarf að fá ítarlegri upplýsingar um stöðu barna og foreldra þá væri hægt að greina þessa hópa eftir bæði forsjá, umgengni, lögheimili barna og sambandsstöðu. Ef Þessar breytingar væru gerðar þá loks gætum við loksins átt innihaldsríkar og málefnalegar umræður um stöðu barna og foreldra. Í dag veit enginn hverjar tekjur foreldra eru, hvar börn búa í fátækt og hvernig best sé að styðja við foreldra. Eins og kerfið er sett upp í dag þá myndi hækkun barnabóta út í hið óendanlega ekki útrýma fátækt barna. Eigum við ekki að fá svör við þessum spurningum og hjálpa börnum og foreldrum sem eru hjálparþurfi? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir: (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2020150.html
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun