Segir að UEFA hafi hótað að dæma Dönum ósigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2021 13:30 Danir eru án stiga á EM. getty/Wolfgang Rattay Peter Schmeichel segir að UEFA hafi hótað danska fótboltalandsliðinu 3-0 tapi ef það kláraði ekki leikinn gegn Finnlandi á EM um helgina. Í samtali við BBC Radio 5 Live gagnrýndi Schmeichel þá ákvörðun UEFA að láta leikmenn danska liðsins klára leikinn gegn Finnlandi eftir að Christian Eriksen hné niður. Gamli markvörðurinn gekk enn lengra í viðtali við morgunþátt iTV og sagði að UEFA hefði stillt Dönum upp við vegg og hótað því að dæma þeim ósigur ef þeir kláruðu ekki leikinn. „Ég sá tilvitnun frá UEFA í gær þar sem þeir sögðust fara eftir ráðleggingum leikmannsins, að leikmennirnir hefðu verið ákveðnir í að spila. Ég veit að það var ekki satt,“ sagði Schmeichel. „Þeir fengu þrjá möguleika, einn var að byrja strax og spila síðustu fimmtíu mínúturnar. Annar var að klára þær í hádeginu daginn eftir og sá þriðji var að gefa leikinn og tapa 3-0. Svo var það virkilega ósk leikmannanna að spila? Áttu þeir einhvern annan kost í stöðunni? Ég held ekki. Eins og þú heyrðir á blaðamannafundinum í gær sá þjálfarinn mjög mikið eftir því að hafa sett leikmennina aftur inn á.“ Leikurinn var kláraður á laugardagskvöldið. Finnar unnu 1-0 sigur en Joel Pohjanpalo skoraði eina mark leiksins. EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen UEFA Tengdar fréttir Peter Schmeichel um ákvörðun UEFA eftir hjartastopp Eriksen: Þetta var algjörlega fáránlegt Danska knattspyrnugoðsögnin Peter Schmeichel gagnrýndi harðlega ákvörðunartöku UEFA eftir að Christian Eriksen hné niður í leik Dana og Finna. Schmeichel var mjög ósáttur við að danska liðið hafi þurft að klára leikinn seinna um kvöldið. 14. júní 2021 11:30 Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. 14. júní 2021 09:00 Eriksen tjáir sig í fyrsta sinn eftir hjartastoppið: Ég mun ekki gefast upp Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hann hné niður eftir hjartastopp í leik Dana og Finna en danski miðjumaðurinn var síðan lífgaður við niðri á vellinum. 14. júní 2021 08:25 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Í samtali við BBC Radio 5 Live gagnrýndi Schmeichel þá ákvörðun UEFA að láta leikmenn danska liðsins klára leikinn gegn Finnlandi eftir að Christian Eriksen hné niður. Gamli markvörðurinn gekk enn lengra í viðtali við morgunþátt iTV og sagði að UEFA hefði stillt Dönum upp við vegg og hótað því að dæma þeim ósigur ef þeir kláruðu ekki leikinn. „Ég sá tilvitnun frá UEFA í gær þar sem þeir sögðust fara eftir ráðleggingum leikmannsins, að leikmennirnir hefðu verið ákveðnir í að spila. Ég veit að það var ekki satt,“ sagði Schmeichel. „Þeir fengu þrjá möguleika, einn var að byrja strax og spila síðustu fimmtíu mínúturnar. Annar var að klára þær í hádeginu daginn eftir og sá þriðji var að gefa leikinn og tapa 3-0. Svo var það virkilega ósk leikmannanna að spila? Áttu þeir einhvern annan kost í stöðunni? Ég held ekki. Eins og þú heyrðir á blaðamannafundinum í gær sá þjálfarinn mjög mikið eftir því að hafa sett leikmennina aftur inn á.“ Leikurinn var kláraður á laugardagskvöldið. Finnar unnu 1-0 sigur en Joel Pohjanpalo skoraði eina mark leiksins.
EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen UEFA Tengdar fréttir Peter Schmeichel um ákvörðun UEFA eftir hjartastopp Eriksen: Þetta var algjörlega fáránlegt Danska knattspyrnugoðsögnin Peter Schmeichel gagnrýndi harðlega ákvörðunartöku UEFA eftir að Christian Eriksen hné niður í leik Dana og Finna. Schmeichel var mjög ósáttur við að danska liðið hafi þurft að klára leikinn seinna um kvöldið. 14. júní 2021 11:30 Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. 14. júní 2021 09:00 Eriksen tjáir sig í fyrsta sinn eftir hjartastoppið: Ég mun ekki gefast upp Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hann hné niður eftir hjartastopp í leik Dana og Finna en danski miðjumaðurinn var síðan lífgaður við niðri á vellinum. 14. júní 2021 08:25 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Peter Schmeichel um ákvörðun UEFA eftir hjartastopp Eriksen: Þetta var algjörlega fáránlegt Danska knattspyrnugoðsögnin Peter Schmeichel gagnrýndi harðlega ákvörðunartöku UEFA eftir að Christian Eriksen hné niður í leik Dana og Finna. Schmeichel var mjög ósáttur við að danska liðið hafi þurft að klára leikinn seinna um kvöldið. 14. júní 2021 11:30
Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. 14. júní 2021 09:00
Eriksen tjáir sig í fyrsta sinn eftir hjartastoppið: Ég mun ekki gefast upp Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hann hné niður eftir hjartastopp í leik Dana og Finna en danski miðjumaðurinn var síðan lífgaður við niðri á vellinum. 14. júní 2021 08:25